Skólablaðið - 01.01.1921, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.01.1921, Blaðsíða 12
12 SKÓLABLAÐIÐ Jan. 1921 »Radioptican«. Herra ritstjóri! Jeg las með athygli grein hr. Vald. V. Snævarrs, í síðasta tölublaði Skólablaðsins, þar sem hann m. a. minnist á ofangreint áhald. Að nota annað en rafljós í vjelar þessar er vel kleift, enda þótt rafljósið sje að mörgu leyti hentugast. pó skal jeg geta þess hjer, að rafljós hitar eigi lítið frá sjer, svo að myndir þær, sem verið er að sýna, geta eins vel orpist þótt sú tegund ljósa sje notuð. Vjelar þessar sá jeg á einum stað í Vestur- heimi, er jeg var á ferð þar í fyrrahaust. Stóð þá svo á, að jeg hafði eigi tíma til þess að skoða þær neitt nánar, nje grenslast eftir verði þeirra, en ljet mjer nægja að afla mjer nafns og utanáskriftar firma þess, er hafði þær á boðstólum. Var svo ætlun mín að panta þær nú fyrir haustið. Úr því hefir ekki orð- ið að sinni, sökum hins háa gengis dollars- ins, er mundi hafa hækkað verð þeirra um nál. 100%, auk þess sem innflutningshöft þau, sem nú eru á, mundu einnig vera til fyrirstöðu. Enginn vafi er á, að vjelar þess- ar eru einkar hentugar fyrir skóla okkar, og mun jeg kappkosta að ná í eitthvað af þeim fyrir næsta haust. — Jeg skal loks leyfa mjer að geta þess, að hjer í bæ er til ein slík vjel, eign sjera Fr. Friðrikssonar. þá vjel hefi jeg notað nokkr- um sinnum, bæði með gas- og rafljósi, og gef- ist hvorttveggja vel. Reykjavík, 9. des. 1920. Virðingarfylst O. B. Arnar, — Verslunin Arnarstapi. -----0----- Skólasafnið danska. þegar jeg dvaldi í Kaupmannahöfn síð- astliðið vor, kom jeg nokkrum sinnum á skólasafnið. Átti jeg þar góðum viðtökum að fagna, því að safnvörður, hr. N. V. Christ- ensen, er maður mjög þægilegur, enda er honum hlýtt til íslendinga af kynningu við nokkra kennara íslenska. Fyrsta daginn, sem jeg var þar, spurði jeg hvort safnið ætti nokkuð af kensluáhöld- um eða bókum frá íslandi. Bækur nokkrar íslenskar kvaðst hr. Christensen hafa, en önnur kensluáhöld engin frá íslandi. Brá hann þegar við og fór með mjer inn í bók- hlöðuna. Hugðist jeg nú fá að sjá skáp nokkurn með íslensku bókasfni, því að í salnum voru margir skápar fullir af skóla- bókum frá ýmsum löndum. Hr. Christensen tók 3 eða 4 bækur af einni hillunni og lagði á borð fyrir framan mig. „þetta er nú alt sem við höfum frá íslandi", mælti hann. Jeg skoðaði bækurnar, og brá mjer kynlega. Eina íslenska bókin, sem þar var, var göm- ul útgáfa af Ritreglum Vald. Ásmundsson- ar; hinar 2 eða 3 voru færeyskar. Jeg lofaði hr. Christensen því, að biðja útgefendur og höfunda hjer heima að senda safninu eitt eintak af hverri kenslubók, er þeir gæfu út eða rituðu. Nokkrir útgefendur í Reykjavík hafa þegar lofað að verða við beiðni þessari. Vil jeg lijer með flytja erindi þetta öllum íslenskum útgefendum og höf- undum, sem þessar línur lesa. Jeg þykist ekki þurfa að fara mörgum orðum um það, sem mælir með þessu. Allir munu skilja, að hjer er um venjulegt vís- indalegt safn að ræða, og þess vegna nyt- semdarverk að styrkja það. Utanáskriftin er: Hr. N. V. Christensen, Dansk Skolemuseum, Köbenhavn K. Stokkseyri, 7. jan. 1921. Sig. Heiðdal. -----0----- SKÓLABLAÐIÐ óskar eftir nýjum kaupendum og útsölumönnum. SKÓLABLAÐID kemur út einu sinni í mdnuöi, í'/2 örk lesmáls hvert blað, 18 arkir á ári. Kostar 6 krónur, og greiðist fyrirfram, i janúar. Útgefendur: Ásgeir Ásgeirsson, Helgi Hjörvar og Steingrimur Arason. Afgreiðslu o g innheimtu annast Ilelgi Hjörvar, Tjarnargötu 18. Simi 808. Utanáskrift blaðsins er: Skólabl aðið, Reykjavík (Pósthólf 84). Prentsmiðjan Acta — 1921

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.