Skólablaðið - 01.01.1921, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.01.1921, Blaðsíða 7
Jan. 1921 SKÓLABLAÐIÐ 7 upp hægxi hönd, Rjettu fram vinstri fót, Hoppaðu á öðrum fæti o. s. frv. Gáturáðnig- er mjög vinsæll leikur. Kennarinn býr til gátu, t. d.: „Jeg er hnöttótt og rauð, og lýsi og vermi“. Hann hvíslar svarinu að einu baminu. Hin fá tíma til að hugsa sig um, svo spyr bamið sem veit svarið einn af öðrum, uns rjetta svarið kemur. Sá er >að gefur, fær að spyrja næst. Stund- um eru þessar gátur á spjöldum, stund- um búa bömin þær til og skrifar kenn- arinn þær á töfluna. önnur gáturáðning er þannig: Spjald er hengt á vegginn; á því eru t. d. þess- ar setningar: Gáta til að ráða: Jeg get hlaupið, jeg get hoppað, jeg get stokkið, jeg get stappað, jeg get beygt mig, jeg get strokið kettinum, jeg get klappað á borðið mitt, jeg get staðið kyr, jeg get sest niður, jeg get ekki flogið, jeg get sungið, jeg get blásið. (Drengur eða stúlka.) Gá t a: J)að getur ekki sest, það getur staðið, það getur ekki hlaupið, það getur ekki hoppað, það getur ekki stappað, það getur ekki flogið, það getur ekki gefið hljóð, það getur ekki borðað. Jeg get setið á því, jeg get hvílt mig á því. það er rautt, það er lítið. (Lítill rauður stóll.) Dýraleikir eru góðir til þess að æfa flýti í að þekkja orð. Hverju bami er gefið eitthvert dýrs- nafn, t. d. lamb, köttur, kind, hestur o. s. frv. Eitt barnið skoppar skerborði eða annari kringlu á gólfinu, kennarinn nefnir eitthvert dýrið; bamið, sem var gefið það heiti, hleypur til og reynir að ná kringlunni, áður en hún fellur; hepn- ist það, skoppar það kringlunni næst, að öðrum kosti gerir sama barnið það aftur. þegar börnin hafa skilið og lært leikinn, nefnir kennarinn ekki dýraheit- in, heldur bregður upp spjöldum með þeim á, eða ritar þau á töfluna. Annar dýraleikur er þannig: Börnunum era gefin dýranöfn. Kenn- arinn bregður upp spjaldi með nafni einhvers dýrs, og spyr: „Hvað segir þetta dýr?“ Sá er hefir það nafn, á að svara. Síðar eru þessi orð rituð víðsveg- ar um töfluna: mjá, krúnk, krúnk, böö, bí, bí o. s. frv. þá á barnið ekki að eins að gefa frá sjer hljóðið, heldur líka benda á orðið sem táknar það. það er mjög áríðandi að orðin á þess- um spjöldum sjeu algeng, þ. e. þau orð- in, sem oftast koma fyrir í daglegu máli. það er nauðsynlegt að farið sje mjög hægt yfir. Nýtt spjald hafi sömu orðin og áður hafa verið lærð, að tveim- ur til þremur viðbættum. þegar sömu orðin koma þannig fyrir aftur, en í ann- ari röð en áður, lærist fljótt að þekkja þau sem heild. Má nú fara að liða setn- ingamar sundur í orð, og orðin sundur í atkvæði, atkvæðin í hljóð, en síðast eru lærð heiti stafanna. Hljóðæfingar eru öllum bömum nauð- synlegar. Ætti jafnan að verja nokkram mínútum til þeirra daglega: Börnin sitja aftarlega í sætunum og beygja sig í mjöðmunum, draga hökuna lítið eitt aftur, upphandleggir liggja að síðum, axlir lækka en brjóstið hækkar; allur líkaminn þarf þó að vera frjáls og liðug- ur, enginn vöðvi má vera stirður og strengdur. Nú gefur kennarinn þeim

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.