Alþýðublaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 5
FRAMTlÐ SÞ BYGGIST ÁSMAWÚÐUNUM I TILEFNI þess að 20 ár voru liðin írá undirskrift Stofnskrár Sameinuðu þjóðanna 26. júní s.l. Iét framkvæmdastjóri samtakanna, U Thant, eftirfarandi orð falla: „Enda þótt 20 ár geti verið veru legur hluti af athafnalífi einstakl ings, eru tveir áratugir stutt tíma Skeið í sögu alþjóðasamtaka eins og Sameinuðu þjóðanna. Á tuttugu ára afmæli samtakanna er samt Viðcigandi að líta yfir farinn veg. Meginmarkmiðið með stofnun Sameinuðu þjóðanna 1945 var að varðveita friðinn og koma.í veg fyrir styrjaldir. Til að skapa að- stæður, sem stuðluðu að varð- veizlu friðarins, fundu stofnend- Urnir leiðir og aðferði-r til að treysta friðinn. Sú upphygging út heimtir fyrst og fremst markvissa keppni að tveimur markmiðum, auknum vinsamlegum samskiptum þjóða á milli og sívaxandi efnahags Iegum og félagslegum framförum allra þjóða. Þessi markmið eru að mínu viti höfuðinntak stofn skrárinnar. Til að geta dæmt um þann ár- angur sem Sameinuðu þjóðirnar hafa náð á síðustu 20 árum — hvort sem hann er mikill eða lít- ill — er ráðlegt að virða fvrir sér háðar hliðarnar á starfsemi sam takanna: varðveizlu friðarins og uppbyggingu friðarins. Það er al mennt viðurkennt, að skapazt hafa alvarlegar aðstæour þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa skorizt í leikinn með góðum árangri, og að í öðrum tilvikum hafa afskipti þeirra af málum ekki borið veru iegan árangur eða þeim hefur ver ið bægt frá að láta til sín taka. Skýringin á þessu er nærtæk. Þeg ar um er að ræða vandamál, þar sem eitt eða fleiri stórveTdanna eiga hlut að máli, er friðárvið- leitni Sameinuðu þjóðanna annað hvort veikburða eða ófulTnægj- andi. Þetta stafar framar öðru af tilkomu kalda stríðsins, sem ver ið hefur snar þáttur í alþjóðavið Skiptum síðustu tvo áratugi. Þegar sögunni víkur að upp- byggingu friðarins hefur hlutur Sameinuðu þjóðanna verið veiga mikill. ef mér leyfist að :aka svo til orða. Starfsemi hinna ýmsu sérstofnana Samelnuðu þjóðanna og viðleitni sjálfra samtakanna á sviði efnahags- og félagsmála hef ur um gervalla heimsbyggðina verið viðurkennd, þessi starfsemi hefur verið árangursrík, mikilvæg og í ýmsum tilvikutn undraverð. Að því er varðar þróun friðsam legra samskipta þjóða á milli hafa^ingu þeirra, sjálfstæði og hlut- Sameinuðu þjóðirnar verið nokk- urs konar hvati, þær hat'a verið tæki og vettvangur til að koma á sættum í deilumálum með friðsam legum hætti. Enda þótt enn sé mikið ógert á þessu sviði, er það almennt viðurkennt, að samtökin hafa átt drjúgan þátt í að skapa aðstæður, sem nauðsynlegar eru •til að koma á umræðum og samn ingstilraunum milli deiluaðilja. Það eru grundvallarsannindi um Samemuðu þjóðirnar, að þær til heyra fyrst og fremst smáríkjun- um, því þau hafa mesta þörf fyrir þær. Framtíð Sameinuðu þjóð- anna veltur því að verulegu leyti á smáþjóðunum, ábyrgðartilfinn- Notkun radíó- ísótópa eykst lægni, tryggð þeirra við grund- vallaratriði stofnskrárinnar, sjálfs stjórn þeirra og umburðarlyndi í | samningum, og þeim fasta ásetn ingi þeirra að draga úr viðsjám milli austurs og vesturs.“ Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna ákvað 15. júní sl. að fram- lengja dvöl friðarsveita Samein- uðu þjóðanna á Kýpur um sex mánuði eða til 26. des. 1965. í samþykkt ráðsins segir, að frið urinn, sem nú ríkir á eynni, sé ótryggur, og að bardagar muni sennilega fljótlega brjótast út á ný, verði friðarsveitiniar kvaddar burt. Ráðið hét á deiluaðila að sýna ýtrustu aðgát. NOTKUN radíó-ísótópa getur veitt okkur svo margvíslegar upp lýsingar um ástand jarðar og gróð urs, að ekki er fjarri lagi að halda því fram, að jurtir hafi fengið mál. Radíó-ísótópar geta t. d veitt vitneskju um, hve mikill raki og næring er í jörðinni, og af því leiðir að nú er hægt að haga á- burði og vökvun í samræmi við eiginlega þörf gróðursins. Hægt er að rannsaka hvernig jörðin bregzt við mismunandi teg undum áburðar, bæði lífræns og ólífræns, hve mikill raki °r í jörð inni og hvernig honum er jafnað niður, hvers konar næringar á- kveðnar jurtir þarfnast og hve mikið af henni þær taka til sín, hve oft þær verða að fá áburð og hve mxkijS hverju sinni, hvaða á- burðarefni eru nauðsynleg — allt með ísótópum. „Mikilvægasta matvæla-upp- spretta mannkynsins er jörðin, sem veitir okkur afrakstur sinn og gerir okkur kleift að halda hús dýr. Notkun radíó-ísótópa +il rann sókna á fi-jósemi jarðarinnar og næringarvinnslu jurta hefur opnað rannsókxiunum nýjar leiðir, sem, geta veitt okkur stóraukna og verðmæta vitneskju um iarðyrkj una. Við höfum aflað okkur mikil vægra upplýsinga með tilraunum, sem hefðu verið óframkvæmanleg ar án radíó-ísótópa“. Þetta var meðal þess sem dr. Mauriee Fried sagði á ráðstefnu um „notkun radíó-ísótópa við rannsóknir á næringarvinnslu jarðargróðans“, sem nýlega var haldin í Ankara. Ráðstefnan var haldin af AI- þjóðakjarnorkustofnuninni (LAE A) og Matvæla- og landbúnaðar- stofnun S. Þ. (FAO), sem starf rækja sameiginlega deild til rann sókna á notkun kjarnorkunnar í þágu landbúnaðar. 60 þátttakend ur frá 27 ríkjum sátu ráðstefnuna, þar sem lagðar voru fram 45 vís- indaritgerðir á þessu sviði. Ein hinna vísindalegu rannsókna leiddi t. d. í ljós, að hægt er að beita ísótópum til að stilla vatna magnið í jörðinni, þannig að vatn ið hættir að renna þegar jörðin er orðin of rök, en byrjar aftur að renna þegar hún verður of þurr. Á svæðum þar sem lítið er um vatn er þannig hægt að tryggja, að hver hinna dvrmætu dropa komi að fullum notum, þeg ar þeirra er þörf, og á svæðum þar sem mikið er um saltvatn er hægt að koma í veg fyrir að óþarf lega mikið salt setjist í jörðina með of örri vökvun. 100 millj. tonn af pappír fram leidd í heiminum Samanlögð framleiðsla á papp> ír og pappa í heimjnum er nú kom in yfir 100 milljón tonn á ári* Aukningin hefur numig 5 af hundr aði árlega síðan 1960, og búizt er við að sama árleg aukning verði fram til 1968. Framleiðsluaukning in virðist svara til eftirspurnar, en þó virðist vera um nokkra um firamframleiðslu á pappírskvoðu að ræða í Norður Ameríku. ÁriS 1960 voru framleidd í he'minum. 93 milljónir tonn af pappír og pappa, en í ár er framleiðslan 105 milljónir tonna. Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) Ikaus hinn 29. júní sl. nýja með- limi í framkvæmdastjórn sína, sem er 29 manna ráð, kosið til þriggja ára. Svíar voru ein þeirra 8 þjóða sem fengu fultrúa kosna í stjórnina á grundvelli bess að þær gegna veigamiklu hlutverki í lalþjóðaflugmálum. Þessi gagnmerki bíll mætti víst kallast „vinnupalla-bíll“, því að hann er til þess ætlaður að spara bygg- ingu vinnupalla við hús, þar sem þarf að vinna í mik:lli hæð, en ekki þykir gott að nota stiga, eða verkið ekki svo mikið, að æskilegt sé að byggja palla. Myndin er tekin, þegar bíllinn var notaður við máln- ingu á vörugeymslu S.Í.S. við höfnina fyrr í vikunni. Eyjóiíur K. SSgurjonsson Ragnar á. Magnús?on Löggiltir endurskoðendnr 'dókagötu 65, 1 hæð, síml 17909 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. júlí 1965 £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.