Alþýðublaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 14
 Mínningarspjöld kvenfélags "Laugarnessóknar fást á eftirtöld um stöðum. Ástu Jónsdóttur Laug arnesvegi 43, símj 32060 og Bóka búðinni Laugarnesvegi 52, sími 37560 og Guðmundu Jónsdóttur Grænuhlíð 3, sími 32573 og Sigríði Ásmundsdóttur Hofteigi 19, sími 34544. Konur í Garðahreppi' Orlof liús Inæðra verður að þessu sinni að Laugum í Dalasýslu 20—30 ágúst upplýsingar í símum 51862 og 51991. Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík fer i 8 daga slcemmti ferð miðvikud. 28. júlí, allar upp lýsingar gefnar í Verzluninni Helma Hafnarstræti, sími 13491. Félagskonur vitjið aðgöngumiða á föstudag og sýnið skírteini. Stjórnin. Árbæjarsafn opið daglega nema mánudaga frá kl. 2.30 til 6.30. Strætisvagnaferðir kl. 2,30, 3,15, 515. Til baka 4.20, 6.20, og 6.30. Aukaferðir um helgar kl. 3,4, og 5. Ferðanefnd Fríkirkjusafnaðar íns í Reykjavík efnir til skemmti ferðar í Borgarnes og um Borgar fjörðinn n.k- sunnudag, 18 júlí. Far ið verður frá Fríkirkjunni kl. 8.30 f.h. Farmiðar eru seldir í Verzluninni Bristol. Nánari upp lýsingar í símum 18789, 12303 og 23944- Útibúið Hólmgarði 34 op;ð alla virka daga, nema laugardaga, kl. 17—19, mánudaga er opið fyrir fullorðna til kl. 21. Frá Mæðrastyrksnefnd- Hvíldar vika mæðrastyrksnefndar að Hlað gerðarkoti í Mosfellssveit, verður 20 ágúst. Umsóknir sendist nefnd inni sem fyrst. Allar nánari upp- iýsingar í síma 14349 mUli kl. 2—4 síðdegis daglega. Stal bíl og 4 þús. krónum Reykjavík - ÓTJ INNBROTSÞJÓFUR er stal 4000 krónum í peningum og fólksbifreið á Laugarvatni í fyrrinótt, var handtekinn af Reykjavíkurlögregl- unni í dag. Hann brauzt inn í sím- stöðvarhúsið á Laugarvatni og þó að fólk er þar býr nálægt lieyrði éinhvern hávaða, grunaði það ekki að neitt óvenjulegt væri á seyði. Þegar út kom stal pilturinn svo fólksbifreið og ók á brott. Við Minniborg varð hann benzínlaus, en tókst að sníkja sér far með ann arri bifreið að Selfossi, og þaðan tók hann leigubíl til Reykjavíkur. En þá var lögreglan komin á spor- ið, og hringdi Selfosslögreglan til Reykjavíkur og gerði aðvart um ferðir þjófsins, Náðist hann fljót- lega, og situr í gæzluvarðhaldi. Vietnam Framhald af 3. síðu kynna, að Bandaríkjamenn yrðu að auka viðbúnað sinn í Suður- Vietnam. Áður hefur verið sagt að hlutfallið milll stjórnarher- manna og skæruliða verði að vera 10 á móti 1 ef sigra eigi skæruliða. 80.000 bandarískir ráðunautar og hermenn eru nú í Suður-Viet- nam og er búizt við að McNamara leggi til að fjölgað verði í liði Bandaríkjamanna um helming að minnsta kostl. í Suður-Vietnam gerðu 25—30 stórar, langfleygar sprengjuþotur af gerðinni B-52 loftárásir á stöðv ar Viet Cong norðvestan við Sai- gon í dag. 150 skæruliðar féllu í bardögum við Bu Dop, 135 km norðan Saigon, í dag um herstöð eina, en 190 menn sem voru til varnar hröktu árásarmennina burtu eftir níu tíma viðureign. Bandarískir liermenn í Bien Hoa- flugstöðinni hrundu í gærkvöldi tveimur árásum Viet Cong. Jafnframt þessu heldur umferð bílalesta áfram eftir hinni svo- kölluðu Leið 19 til bæjarins Pleiku í Mið-Vietnam. Viet Cong- menn hafa haft svæðin umhverfis á sínu valdi síðan í júníbyrjun, en í dag komst lest 200 vörubifreiða með matvæli og skotfæri til bæj arins. Þúsundir hermanna vernda umferð á veginum frá Pleiku til sti-andar. íbúum bæjarins hefur fjölgað verulega vegna flótta fólks frá yfirráðasvæðum Viet Cong í nágrenninu. En óttazt er að skæru liðar hyggi á árás á bæinn. Alls féllu 28 bandarískir her- menn og 100 særðust í bardögum við Vietcong í vikunni er lauk 17. júlí. Vikuna þar á undan féllu 30 bandarískir hermenn og 52 særð- ust. 240 suður-vietnamiskir her- menn féllu vikuna er lauk 17. júlí, 340 særðust og 155 eru tvnd- ir en vikuna á undan féllu 258, — 453 særðust og 160 týndust. í liði Vietcong féllu 419 og 28 voru teknir til fanga, en 741 féll vikuna á undan og 172 voru teknir til fanga. Hreinsun Framhald af 3. síðu flokksreglurnar láta þjóðernisleg sjónarmið sitja í fyrirrúmi. Óstaðfestar heimildir herma, að leynileg hreinsun hafi átt sér stað í forystu rúmenska hersins. Al- mennt er talið, að yngri liðsfor- ingjar með þjóðernislega afstöðu hafi tekið við helztu embættum í hernum. Samkvæmt þessum frétt um hefur ungur maður, Ion Ghor- hiu að nafni, verið skipaður for- seti ráðsins. Hann er náinn vinur og samstarfsmaður hins nýja leið- toga flokksins, Nicolae Ceusescu, sem sjálfur hefur verið liðsforingi. Herskylda hefur verið stytt úr tveim árum í 16 mánuði. Ekki alls fyrir löngu voru rússneskar eigin- konur rúmenskra liðsforingja hvattar til að afsala sér rússnesk- um ríkisborgararétti og gerast rúmenskir borgarar. Hinar nýju reglur flokksins eru í anda annarra fyrirhugaðra um- bóta á stjórnarfarinu, sem sýna að Rúmenar vilja fylgja þjóðernis- legri og sjálfstæðari stefnu en áður. XXXXXXXXXXXXX>&&00000000*~ útvarpið Fimmtudagur 22. júlí 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Á frívaktinni Dóra In'gvadóttir stjórnar óskalagaþætti fyrir sjómenn. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Síðdegisútvarp. 18.30 Danshljómsveitir leika. 18.50 Tilkynningar. — 19.30 Veðurfregnir. 19.20 Fréttir. 20.00 Daglegt mál Svavar Sigmundsson stud. mag. flytur þáttinn. 20.05 „Amorsleikir“, lagaflokkur eftir Debussy. Maggie Teyte syngur: Alfred Cortot leikur á píanó. 20.20 Á förnum vegi undir Eyjafjöllum Jón R. Hjálmarsson skólastjóri í Skógum sér um dagskrána og ræðir við tvo eyfellska bændur: Sigurjón Magnússon í Hvammi og Gissur Gissurarson í Selkoti. Þórður Tómasson safnvörður frá Vallnatúni segir frá þjóðtrú undir Eyjafjöllum. 21.15 Tónleikar i útvarpssal: Gísli Magnússon leik ur Píanósónötu nr. 2 eftir Wilfred Josephs. 21.30 Skósmiðurinn, sem varð prófessor Hugrún skáldkona flytur erindi um málvís- indamanninn og trúboðann William Carey. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Pan“ eftir Knut Hamsun Óskar Halldórsson cand. mag. les (3). 22.30 Djassþáttur í umsjá Ólafs Stephensens. 23.00 Dagskrárlok. ooo< — : De Gaulle þögull um áform sín PARÍS, 21. júlí (NTB-Reuter). — Stjórnmálamenn í Frakklandi gera ráð fyrir að de Gaulle forseti hyggist bjóða sig fram í forseta- kosningunum í desember. De Gaulle, sem bráðum tekur sér sum arleyfi, hefur sífellt neitað að ræða um fyrirætlanir sínar Af opinberri hálfu í París er sagt, að de Gaulle muni bíða unz kosningarnar eru á næsta leiti þar til hann lætur nokkuð uppi. Sumir ráðherrar eru enn þeirrar skoðunar, að forsetinn muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs og muni í þess stað styðja framboð Georges Pompidou forsætisráð- herra. Hver svo sem ákvörðun de Gaull es forseta verður mun ákvörðunin hafa víðtæk áhrif. Læknar. sem hafa skoðað forsetann, e.i hann er nú 79 ára að aldri, segja að hann sé við beztu heilsu svo að heilsufarið virðist ekki munu hafa áhrif á ákvörðunina. Eins og flestir landar s’nir tek ur de Gaulle sér sumarleyfi í ágúst. Hann fer til sveitaseturs síns í Colombey-les-deux-Eglises, 160 km frá París. 18. ágúst kemur hann aftur til Parísar að sitja ráðuneytisfund. Sumarreyfið notar hann til að undirbúa næsta blaðamannafund sinn, sem haldinn verður í sept ember, en hann mun ekki ræða ákvörðun sína varðandi kosning- arnar á þeim fundi. Tveir menn hafa boðið s:'g fram gegn de Gaulle, ef hann verður þá í kjöri. Annar þeirra er lög- fræðingurinn Jean Louis Tixier- Vignancour, sem stendur lengst til hægri í stjórnmálunum, og var einn helzti andstæðingur þess að Alsír fengi sjálfstæði. Hinn fram bjóðandinn er svo til óþekktur og utanflokka, Pieri’e Marchil-Hacy öldungadeildarmaður. Sumir fréttaritarar telja, að Antonine Pinay fv. forsætisráð- herra muni bjóða sig fram til for seta þótt Pinay hafi neitað því sjálfur mörgum sinnum. Mótmælaalda í Grikklandi Aþenu, 21. júlí (NTB-Reuter) — Hinn nýi forsætisráðherra Grikklands Athanassi Andes- Novas, stóð í dag andspænis fjölda fundi, sem stúdentar í Aþenu efna til til stuðnings fyrirrennara hans, Giorgos Papandreou. Jafnframt treysti Novas sig í sessi f gær- kvöldi er honum tókst að Ijúka við stjórnarmyndun sína. Stuðningsmenn hans segja, að hann njóti stuðnings minnst 23 af 110 þingmönnum Miðsambandsins í deilum sínum við Papandreou. leiðtoga flokksins. í næststærsta bæ Grikklands, Saloniki, hefur einnig verið boð að til mótmælafundar. Dreift hef ur verið flugmiðum, þar sem m. a. segir „Niður með Novas“ og „Papandreou aftur til valda.“ í kvöld handtók lögreglan í Saloniki tvö menn, sem <íkrifað höfðu vígorð fjandsamleg stjórn- inni á húsveggi. Auk þessa ógnar allsherjarverk fall Novas í Aþenu. Verkfallið hef ur verið boðað á mánudaginn. Stjórnmáladeilan i landinu hef ur valdið nokkrum mótmælaaðgerð um stuðningsmanna Giorgos Pap andreou, sem lenti í hörðum deil um við Konstantín konung um meint samtök íhaldsmanna í her afla landsins. Panandreou hefur lýst því yfir, að konungurinn eigi að ríkja en ekki ráða. Novas sagði í kvöld, að hann væri viss um að deilan mundi leys ast. Þing kemur saman ’il fimm daga funda 30. iúlí og Ivkur störf um sínum með trausts- eða van- traustsyfirlvsingu á stjórnina. Novas kvað.st fús til að segja af sér þegar löaum og reglu hefur verið komið á. Eiginkona mín og móðir okkar Fríða Björnsdóttir andaðist á sjúkrahúsinu Sólvangi hinn 20. þ.m. Jarðarförin ákveð- in síðar. Kristján Jensson og börn. 22. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.