Alþýðublaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 8
Fyrir tæpu ári síðan tók til starfa á Akranesi nýtt og vand að Dagheimili fyrir börn. Það voru konur úr Kvenfélagi Akra ness, sem aðallega beittu sér fyr ir stofnun heimilisins ásamt Barna verndarfélaginu og kvennadeild Slyisavarnaféíagsins. Konurnar festu • kaup á fokheldu húsi við Akurgerði 7 og með miklum dugn aði og aðstoð góðra manna söfn uðu þær fé til að fullgera húsið og afla tækja og áhalda svo að það mætti fullnægja kröfum timans. Með tilkomu þessa dagheimilis, sem starfrækt er allt árið, skap ast fjölmörgum konum þessa bæj ar möguleikar á því að stunda at vinnu utan síns heimilis og drýgja þannig tekjur búsins sem full þörf mun víða. .....5 ............i Dagheimilið. hvert barn sérstakt hólf fyrir hand klæði og þvottapoka og voru þar einnig festar myndir fyrir ofan. Sigrún sagði að isamskonar mynd væri límd fyrir ofan fatahengið og í snyrtihierberglnu; og ætti hvert bam sína ákveðnu mynd, sem engar væru eins og væru þau fljót að þekkja sína mynd og rugl uðust þannig sjaldan eða aldrei á fötum eða handklæðum annarra. Á veggjum borðstofunnar gat að líta abstrakt listaverk sem börn in hafa sjálf gert og var af þeim mikil prýði. Eftir að hafa skoðað húsið hátt og lágt leggjum við nokkrar spurn ingar fyrir Sigrúnu varðandi hana sjálfa og Dagheirtiilið. — Hvenær tókstu við : starfinu hér.? — Ég byrjaðl hér 1. júní si- — Hefurðu hlotið einhverja sér staka menntun til þessa starfs? — Já, ég er útlærð fóstra- Ég lauk náminu á sl. vori. — Og hvernig kanntu svo við að vera innan um svona krakka hóp allan daginn. — Ég get ekki hugsað mér skemmtiiegra starf, en það er kannski af því að ég hef aldrei unnið neitt annað. Ég' býrjaði að vinna á dagheimili þegar ég var 14 ára gömul og hef alltaf verið við þetta síðan. — Hvað er svo hægt að taka á móti mörgum börnum á heim ilið? TEXTI og MYNDIR Helgi Daníelsson. Tviburasysturnar, Sigrún og Alla. um- Húsið er tveggja hæða stein hús og er allur frágangur á því hinn vandaðasti utan sem innan. Þarna eru vistlegar dagstofur, eld hús og hreinlætisherbergi og virð ist öllu mjög vel fyrirkomið, þann ig að það megi þjóna símim til gangi sem bezt. Það vakti at hygli okkar, að í forstofu þar sem hvert barn hefur sinn bás fyrir föt var límd glansmynd fyrir ofan básinn en hvergi eins mynd- Við spurðum Sigrúnu hvort þessar myndir væru til skrauts. Hún kvað ekki svo vera og sýndi okkur inn í snyrtiherbergið, en þar hafði — Það er hægt að taka á móti 38 börnum og það er allt fullset ið hér núna. Það koma 24 fyrir hádegið og eru hér hálfan dag inn. — Hvert er aldurstakmarkið? — Við tökum yrigst 2 ára börn og þau elztu eru 5—6 ára. — Eru þetta yfirleitt börn mæðra sem vinna utan heimilis ins? — Já, yfirleitt lield ég að svo sé, en þó er alltaf nokkuð af börn um hér sem hafa aðstöðu til að umgangast önnur börn og þarf að kenna að leika sér. Fyrir skömmu fór fréttamaður Alþýðublaðsins í heimsókn í Dag heimilið í þeim tilgangi að skoða heimilið og spjalla við börnin og starfsfólkið. Okkur bar að garði skömmu eftir hádegið og voru þá öll börn in á leikvellinum og virtust una hag sínum vel, enda er leikvöllur inn vel búinn tækjum. Þar hittum við forstöðukonuna, Sigrúnu Gísla dóttur og hélt hún á litlum dreng í fanginu og bar hann sig ósköp aumlega- Þetta er annar dagurinn hans hér, segir Sigrún og þurkar af honum tár en hann jafnar sig fljótlega- — Leiðist ekki flestum fyrstu dagana? — Það er misjafnt. Sum eru nokkra daga að jafna sig, en önn ur er(i ágæt fyrstu dagana, en fá smá leiðindaköst eftir nokkra daga. iEn yfirleitt eru þau fljót að átta sig á breyttum aðstæðum og una sér vel. Á leikvellinum voru um 20 börn á aldrinum 2—5 ára. Þau hópuð ust í kringum okkur og báðu um að tekin yrði mynd af sér. Vjð sögðumst taka ajf þeim myndir ef þau héldu áfram að leika sér og væru góðir krakkar. Þetta hreif og eftir smá stund tvístraðist hópurinn og þau tóku að leika sér á ný. í rólu, sem við munum ekki lengur hvað krakkarnir kölluðu, sátu tvær litlar stúlkur og róluðu sér af miklum ákafa og sungu hástöfum — Mamma kemur bráð um að sækja mig, ligga ligga lí. Þær sögðust vera tvíburar og heita Álla og Sigrún, en um ald urinn vildu þær ekkert segja. Þá má ekki gleyma honum Halal. Hann er bara þriggja ára og var með þennan líka stóra plástur á nefinu, sem hann var nýbúinn að fá á sig, af því að róluskömmin þurfti endilega að rekast í nefið á honum svo að hann meiddi sig alveg ægilega mikjð, en grét ekk ert, að því er hann sagði okkur. Eftir að hafa spjallað við hörn in nokkra stund, bauð Sigrún okk ur að líta á húsakynni heimilis ins og þáðum við það með þökk Fyrst verða allir að borffa eina braii 8 22. júlí, 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.