Vísir - 09.05.1960, Blaðsíða 6

Vísir - 09.05.1960, Blaðsíða 6
V í S I R Mánudaginn 9. maí 1960 WXSK3R D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 i áskrift á mánuði. Kr. 3,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Betri fiskafurðir. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að sjávarútvegurinn er burðarás efnahagslífs ís- lendinga. Útflutningur lands manna er að 97 hundraðs- hlutum fiskur í einhverri mynd. Án þess gjaldeyris, sem runninn er frá sjávarút- veginum, væri óhugsandi nú- tíma þjóðfélag á íslandi með öllum þeim undursamlegu framförum, sem hér hafa orðið undanfarna tvo manns- aldra. Það, sem stál og skóg- ar eru Svíum, og olía ýmsum Arabalöndum, er fiskurinn okkur íslendingum, með þeim fyrirvara þó, að fisk- urinn er okkur enn mikil- vægari. Við eigum alla okk- ar framtíð undir fiskafurð- um. Það gefur því auga leið, að mikið er í húfi, að vel sé til fiskafurða okkar íslendinga vandað. Það er ekki nóg, þótt gott sé, að óhemju afli berist á land á vertíðinni. Hitt skiptir ekki minna máli, að aflinn sé góður og vinnsla á honum eins og bezt má verða. Undanfarið hefur verið mjög um það rætt, að hrá- efnið, sem til fiskvinnsiu- stöðvanna berst, sé ekki nógu gott. Kunnáttumenn segja, að mikill meirihluti netafisksins sé ekki frysting- arhæfur, og að alltof lélegur fiskur sé oft saltaður eða hertur. Það er fullyrt, að fiskafurðir okkar gætu verið betri, og að bi'ýna nauðsyn beri til að vanda meira til þessarar útflutningsfram- leiðslu okkar en gert hefur verið. Sölusamtök sjávarútvegsins virðast hafa fullan skilning á þessu. Margir hafa veitt því athygli, að undanfarna miðvikudaga hefur verið þáttur í Ríkisútvarpinu, sem sölusamtökin standa að, en þessi háttur virðdst einkum hafa það að markmiði að hvetja til meiri vöruvöndun- ar. Þessi viðleitni sölusam- takanna_ er sannarlega hin athyglisverðasta og eiga þau þakkir skilið fyrir. Sannleik- urinn er vitanlega sá, að það er alls ekki einkamál neinn- ar einnar stéttar þjóðfélags- ins, hvernig til tekst um að- alútflutningsvöru þjóðarinn- ar. Hér á öll þjóðin hlut að máli. Framtíð okkar allra í þessu landi veltur á því, að ekki sé aðeins haldið í horf- inu að því er snertir góða og útgengilega útflutnings- vöru, heldur og allt gert til að hún sé ætíð fyrsta flokks, en aðeins með þeim hætti tryggjum við okkur' fram- tiðarmarkaði og þar með framtíð þjóðarinnar í þessu iandi. Ekkert nýtt upp- bótakerfi. I-fleildas-upphæð útfiufningssliatts ekki lækkuð. í Þjóðviljanum f tlag er fráj því skýrt að ríkisstjórnin hafi | horfið frá yfirlýstri stefnu sinni og ákveðið útvegsmönn- um 60 millj. kr. nýjar upp- bætur. Þetta er rökstutt með 'því að útflutningsskatturinn verði lækkaður úr 5 % í %. Út af þessu vill sjávarút- vegsmálaráðuneytið taka fram ef tirf arandi: 1. 5 % útflutningsskatturinn var og er ætlaður til að greiða halla útflutningssjóðs og var útflytjendum skýrt frá því að þegar skatturinn hefði náð þeirri upphæð, sem nauðsynlegt væri til að jafna þennan halla, yrði hann afnuminn. 2. Þegar nú hefir verið tekin ákvörðun um að lækka skattinn úr 5 % í 2% % þýðir það ekki að heildar- upphæð skattsins verði lækkuð, heldur verður hon- um aðeins dreift yfir lengri tíma. Skatturinn verður eins og upphaflega var ætlað, innheimtur þangað til halli útflutningssjóðs er greiddur. Eins og fram kemur í ofan- sögðu er því enginn fótur fyrir því að skatturinn verði lækkaður í heiid. Skiftar skoðanir kornu fram í upp- hafi um það hve há prósent- tala skattsins ætti að vera en það er ekkert aðalatriði þar sem hér er um að ræða að innheimta ákveðna heild- arupphæð. Þar sem útvegsmenn og vinnslustöðvarnar nú hafa óskað eftir því að dreifa inn- heimtunni yfir lengri tíma, hefir ekki þótt nein ástæða til að standa á móti þvi. S j ávarútvegsmálaráðuney tið> 7. maí 1960 Aðdróttanir Þjóðviljans hraktar. Á að jtegja? í útvarpsþáttum þeim, sem að var vikið, hefur komið fram gagnrýni á ýmsa þætti í sam- bandi við sjávarútveginn, eða öllu heldur hráefnið, sem á land berst til vinnslu. Skammsýnir menn munu ef til vill segja sem svo, að það sé óráðlegt að gagnrýna með- ferðina á íslenzka fiskinum, við munum tapa mörkuðum, á slíku. En þetta er sannar- lega skammsýni. Þvert á móti getum við tapað mörk- uðum, ef við verðum ekki sí- fellt á varðbergi í þessum málum. Við töpum ekki á því, þótt það vitnist, að strangar kröfur séu gerðar til fiskins, sem hér er tekinn til vinnslu. Og í annan stað öflum við okkur virðingar og vinsælda með þjóðum þeirn, sem kaupa íslenzkar fiskafurðir. Þess vegna á ekki og má ekki þegja um ávirð- ingar okkar í þessum efnum, ef einhverjar eru, heldur bæta fyrir þær. Sölusamtök- in vita sem er, að ef íslend- ingar ætla að halda mörk- uðum sínum, að maður tali ekki um að auka þá, verður að gæta ítrustu varúðar í sambandi við meðferð hrá- efnisins. Allt frá því, að fiskurinn kemur inn fyrir borðstokkinn, og þar til hon- um er skipað út, verður sam- vizkusemi að einkenna öll vinnubrögð. Talið er, að um fjórðungur allr- ar skreiðarframleiðslu okkar séu úrgangur, ekki hæfur til manneldis, en þó takist að selja hann á erlendum mark- aði. í því sambandi má geta þess, að Norðmenn, skæðustu keppinautar okkar á skreið- armarkaðinum, selja alls ekki úrgang úr landi. Þannig hugsa þeir fram í tímann. Vera má, að þær þjóðir Afríku, sem nú leggja sér til munns skreiðarúrgang frá íslandi, muni ekki gera það um allan aldur. Öll viðleitni, er miðar að því að vanda fiskafurðir okkar, er lofsverð og til góðs. Þess vegna ber Blaðinu hefur borist at- hugasemd frá fjármálaráðu- neytinu þar sem hrak.tar eru aðdróttanir Þjóðviljans í - garð fjármálaráðuneytisins og Ingólfs Jónssonar ráð- herra. Með gerðardómssamningi, sem gerður var 19. febrúar s.l. af fjármálaráðherra f. h. rík- issjóðs og Ólafi Þorgrímssyni, hæstaréttarlögmanni f. h. Kaup- félagsins Þórs á Hellu, var á- kveðið, að gerðardómur skipað- ur þremur af dómurum Hæsta- réttar skyldi úrskurða, hvort ríkissjóður bæri bótaskyldu gagnvart kaupfélaginu vegna fyrirhugaðra breyting á brúar- stæðinu yfir Ytri-Rangá og þá um leið á þjóðveginum á þeim slóðum. Gerðardómurinn skyldi dæma bæði um bótaskylduna og upphæð bóta, ef til kæmi. — í dóminum voru nefndir hæsta- réttardómararnir Þórður Eyj- ólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson. Gerðardómurinn kvað upp úr- skurð sinn 23. apríl s.l. og voru úrslitin á þá lund, að ríkissjóður var talinn bótaskyldur og' voru bætur ákveðnar 750 þús. kr. | í dagblaðinu Þjóðviljanum og : vikublaðinu Frjálsri þjóð í gær er dómur þessi gerður að um- talsefni. I báðum blöðunum eru að fagna því, að einmitt sölu- samtökin skuli hafa beitt sér fyrir útvarpsþáttum um þetta efni. Og i raun réttri ætti það að vera öllum, sem að sjávarútvegi vinna, ljúft og skylt að taka þátt í þeirri vöruvöndun, sem við óhjá- kvæmilega verðum að ternja okkur. ósæmilegar aðdróttanir í garð Ingólfs Jónssonar, samgöngu- málaráðherra, um að hann hafi misnotað aðstöðu sína til ávinn- ings fyrir Kaupfélagið Þór. Út af þessu vill ráðuneytið taka fram: Eins og áður ségir var það fjármálaráðherra, sem af hálfu ríkisins tók ákvörðun um þá málsmeðferð, sem höfð var, en eigi Ingólfur Jónsson. Ráðu- neytið vísar því á bug að á- kvörðunin um gerðardóm hafi verið tekin fyrir áeggjan Ingólfs Jónssonar og af hlífð við Kaup- félagið Þór. Er rétt að geta þess, að stjórn Kaupfélagsins Þórs ákvað að gera kröfu um skaðabætur í júlímánuði 1959, eða löngu áð- ur en Ingólfur Jónsson varð ráðherra. Rök þau, er að því hnigu að ráðuneytið tók þessa ákvörðun voru: 1. Úrslit málsins fengust miklu fyrr með þessu móti. 2. Fyrir gerðardóminum var fjallað um nákvæmlega sömu atriði og gert hefði verið fyrir hinum reglulegu dómstólum, þ. e. skaðabótaskyldu og bótahæð. 3. Þessi málsmeðferð var ódýxari en ef málið hefði verið flutt fyrir tveim dómstigum. 4. Gerðardómurinn var skip- aður þrem hinna föstu dómara Hæstaréttar. Niðurstaða hlaut því að vera jafn örugg og þótt Hæstiréttur hefði um málið fjallað. 5. Þess eru ýmis dæmi áður að ríkisstjórnin hafi talið heppi- legt að semja um, að gerðar- dómur fjallaði um kröfur á hendur rikissjóði. 7. maí 1960. „Það vorar, það vorar“ var sungið glöðum röddum í útvarpinu á sumardaginn fyrsta. Á þeim degi er þjóðin jafnan vor- og sumarglöð, hvem ig sem viðrar, óg það er gott til þess að hugsa, að með þess- ari þjóð skul,i búa ódrepandi vor- og sumargleði, jafnvel þótt „veturinn komi eftir sumar- mál“, eins og skáldið kvað, en. það kemui’ stundum fyrir. En það er nú öðru nær en að nokk- uð slíkt hafi gerzt nú. Lokadag- ur er skammt framundan og Krossmessa, túnin orðin hvann- græn, sauðburður hafinn og krían komin. Það vorar, það vorar — og vorar vel, allur gróður á góðum vegi — svo góðum, að sláttur setti að geta hafizt alveg óvenjulegasnemma í ár grassprettu vegna, nema einhver órhæsis afturkippur komi vegna kuldakasta, en ekki skal alið á neinni bölsýni. Ver- um hóflega bjartsýn og glöð yfir góðu vori. Athyglisverð tillaga. Þingsályktunartillaga þeirra Kjartans J. Jóhannssonar og Sigurðar Ó. Ólafssonar þess efn- is, að Alþingi skori á ríkis- stjórnina að láta gera tilraunir með nýjar aðferðir til rykbind- ingar á þjóðvegum, sem sagt hefur verið frá hér í blaðinu, vekur mjög athygli. Það eru því miður ekki horf- ur á að unnt verði að malbika eða steypa þjóðvegi hér á landi að neinu ráði á næstu árum kostnaðar vegna, en til stór- bóta væri, ef hægt væri með einhverjum ráðum að ,,fá betra slitlag, vatnsheldara og ryk- lausara“ á þjóðvegina, en ef tilraunir með þetta gæfust eins vel hér á landi og þar, sem þetta hefur verið reynt erlendis, ætti að vera unnt að ggra allstórt átak til þessara þörfu vegabóta. Alkunna er hve hvimleitt rykið á þjóðvegunum er í þurk- um' fyrir alla og ekki mun það hæna ferðamenn að landinu til sumarferðalaga — og svo er önnur hlið á málinu, sem vert er að gefa gaum að og hún er sú, að feiknin öll af ofaniburði fýkur út í veður og vind, en ef olía væri borin í vegina eins og tillögumenn ræða, myndi það binda ofaníburðinn, og bæði spara ofaníburð sem víða er orð inn torfenginn, og flutningur- inn á honum — oft langar leið- . ir — óhemju dýr. 4®* SKÍPAVTCtRfl) RIKISINS M.s. Esja vestur um land í hringferð 11. þ.m. — Tekið á móti flutningi í dag til Patreks- fjarðar, Bíldudals, Þing- eyrar, Flateyrar, Súganda- fjarðar, ísafjarðar, Siglu- fjarðar, Dalvíkur, Akur- eyrar, Húsavíkur, Kópa- skers, Raufarhafnar og Þórshafnar. Farseðlar seld- ir á þriðjudag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.