Vísir - 09.05.1960, Blaðsíða 12

Vísir - 09.05.1960, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir oíí annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, að þeir sem gerast áskrifenáur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-Gö. ;,í •• .■ . ■ :•;.. ■•■'■ '■ Stóri sendirinn í Frumherja V settur í gang. Hlýddi merki frá tilraunastöðinni í Jodrell Bank, Englandi. Stóri sendirinn 1 Frumherja V. var settur í gang £ gær frá Jodrell Bank athuganastöðinni fyrir utan Manchester, Eng- landi, og var Frumherji þá í 13 milljón lun. fjarlægð frá jörðu á rás sinni kringum sólu. , Fram að þessu hefur minni sendirinn verið í gangi og sent frá sér tákn í samtals 100 klst. frá því Frumherja V. var skotið út í geiminn um miðbik marz- mánaðar, en þau tákn innifela hinar margvíslegustu vísbend- ingar og upplýsingar, sem vís- indamönnum munu að ómetan- legu gagni koma. Lovell pró- fessor, forstöðumaður í Yodrell Bank, sagði í gær, að þegar hefði verið kollvarpað ýmsum kenningum varðandi himin- hvolfið og hins mesta árangurs mætti vænta af táknum stóra sendisins, en sennilegast yrði hægt að fylgjast með ferðum hans í allt að 96 millj. km. fjarlægð. Mjög glögg tákn berast frá Frumherja V. síðan stærri sendirinn var settur í gang og er iitið á það sem hér hefur hefur gerst sem stórmerkan viðburð og vísindalegan sigur. Nehru hittir de Gaulle. Nehru forsætisráðherra Ind- lands flaug til Parísar í gær og ræddi við De Gaulle forseta, Debré forsætisráðherra og jCouve de Murville utanríkis- iráðherra. Þetta er í fyrsta skipti, sem þeir ræðast við Nehru og De Gaulle. í dag er haldið áfram við- ræðum á samveldisráðstefn- unni um efnahagsmál. Ekkert isamkomulag hefur náðst varð- andi ágreininginn um Suður- Afríkumálið, Macmillan og nokkrir ráðherranna ræddust við óformlega í gær á heimili hans utan Lundúna. Ráðherrarnir eru í dag gestir I garðboði Elsiabetar II. drottn- ingar. SSakað á lier- lagaákvæiym. Slakað hefur verið á herlaga- ákvæðum í Miklagarði. Mönnum er nú leyft að fara ' í kvikmyndahús og leikhús og' I brúðkaupsveizlur má þalda — j að degi til. — Útgöngubann á ' nóttum er sem sé enn í gildi. — 1 Bönnuð hefur verið útkoma tveggja blaða til viðbótar þeim, sem áður höfðu verið bönnuð. Kartöfluiaust. Kartöflulaust er í bænum um þessar mundir og mun svo verða þessa viku. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Vísir hefir aflað sér, höfðu verið gerðar ráðstafanir til að afla kartaflna í tæka tíð, til þess að ekki yrði um skort að ræða. Hinsvegar hefir ferð- um seinkað frá útlöndum, svo að kartöflurnar munu ekki koma fyrr en ínæstu viku. Hver flokkur vopnaðra hermanna af öðrum fór um miðbæinn. Herflokkar í námd við Dómkirkjuna: Tíunda þing SVFÍ sett í gær. JVtjfti fétafjsheiwnili víyt. Séra Sigurður Einarsson í Holti lét Vísi í té fréttir af ný- byrjuðu landsþingi Slysavarna- félags íslands. Þingið, sem er hið 10. í röð- inni, hófst í gærdag með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni kl. 1.30. Séra Óskar Þorláksson dómkirkjuprestur prédikaði og þjónaði fyrir altari. Að lokinni guðsþjónustunni var gengið í hið nýja, veglega hús Slysa- Snarbrá til hlýinda. Eins og töfrasprota slægi á allan gróður. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í gær. Hér snarbrá til sunnanáttar og hlýinda í fyrrinótt, og má Skiltin á myndunum gefa nokkra hugmynd um framkvæmd . kynþáttastefnu Suður-Afríkustjórnar. Það er fróðlegt, að hvítir menn kallast „gentlemen“ en hinir eru bara „men“. segja, að það sé engu líkara en slegið hafi töfrasprota á allan gróður þann sama sólarhring. Þá hafði verið mesta kulda- tíð hér síðan á páskum, oft hríðar í fjöllum og stundum alveg niður í bæ. Nú hefir skipt um, snjór hefir stórlega minnk- að í fjöllum, og það leynir sér ekki, að sumarið er komið. Ekki voru lítil viðbrigðin frá leið- indakalsa þegar hitinn var allt íeinu kominn upp í 15 stig. varnafélagsins við Grandagarð. Þar setti forseti Slysavarnafé- lagsins Guðbjartur Ólafsson þingið, að viðstöddum forseta íslands og frú hans, biskupin- um yfir íslands og frú, auk fé- lagsmálaráðherra Emils Jóns- sonar og Geirs Hallgrímssonar borgarstjóra. Gestir félagsins voru Gísli J. Johnsen forstjóri og frú hans. Að séttu þingi tók til máls Gunnar Friðriksson forstjóri, formaður byggingarnefndar hins nýja húss, og gerði grein fyrir byggingunni og afhenti stjórn og þingi Slysavarnafé- lagsins húsið fullgert. Því næst fór fram vígsla húss- ins og framkvæmdi hana bisk- upinn yfir íslandi. Forseti ís- lands tók til máls og árnaði Slysavarnaféalginu hamingju og heilla með starf sitt og þann merka áfanga, sem náð er með byggingu hússins. Til máls tóku einnig Emil Jónsson ráðherra og Geir Hallgrímsson borgar- stjóri og báru fram árnaðarósk- ir sínar til félagsins. Fisklaust er í Eyjafirði. Kaldbakur með fullfermi frá NýfundnalandsmiBum. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. A ldugardagsnótt var stolið hér liilum Fordbíl, og fannst hann kl. 5 um morguninn við endann á Glerárbrú á hliðinni. Hafði hann farið rösklega eina veltu á brúnni sjálfri og stöðvast á hliðinni norðan við brúna. Að sjálfsögðu var sá, er tekið hafði bílinn, horfinn og hefur ekki fundizt síðan þrátt fyrir leit lögreglunnar, en bíll- inn er mikið skemmdur. Þrír togbátar eru nýkomnir inn. Austurþýzki togarinn Sig- urður Bjarnason er hæstur, hef- ur fengið 600 iestir, Snæfell 270 og Súlan 170 lestir. Súlan leggur upp hér, en Sigurður og Snæfell í Hrísey. Mjög léleg veiði hefur verið hjá togbátum, og sjómenn segja, að fisklaust sé í Eyjafirði. — Kaldbakur er væntanlegur í nótt eða á morg- un heim af Nýfundnalandsmið- um með fullfermi (um 280 1.) af karfa. i „Stonmii*66 — Frh. af 1. síðu. til athlægis. Þó kemur þar fram, að alkunnugt sé, að bandarískar flugvélar hafi fyrr flogið innn yfir sovézk svæði í athugana skyni og (jafnvel verið skotnar niður, en það gegni furðu að á slíkt skuli hafa verið hætt rétt fyrir fund æðstu manna, enda hafi Krúsév kunnað að nota sér þetta — og' sé þó ekki alveg augljós tilgangur hans með til— liti til innanlandsástands í Sov- étríkjunum, en þar hafi verið gerðar bi'eytingar á stjórn og flokksstjórn. og ríkisforsetinn látið af embætti vegna heilsu- brests og annar tekinn við. Lík- lega hafi Krúsév með þeim breytingum, sem gerðar hafa verið að undanförnu og fram komu í sambandi við fund Æðsta ráðsins, verið til þess að treysta aðstöðu hans, — og kom- ið sér vel fyrir hann að geta notað fyrrnefndan atburð til að treysta aðstöðu sína heima fyr- ir —- og til þess að valda banda- mönnum erfiðleikum, fyrir fund æðstu manna. Mjög er rætt um hver áhrif málið muni hafa meðal banda- manna Bandaríkjanna. í Pakistan hefur verið til- kynnt, að ef það sannist, að flugvélin hafi flogið frá Pak- istan í leiðangurinn, verði Bandaríkjastjórn send kröftug mótmæli, og í Tyrklandi hefur verið lýst yfir, að tyrkneska stjórnín hafi aldrei heimilað, að bandarískum flugvélum væri flogið inn yfir sovézk landsvæði. Greinargerð Krúsévs. Á lokafundi Æðstaráðsins fyr ir helgi gerði Krúsév ýtarlega grein fyrir því ,sem gerzt hafði og kvað það, sem eftir utanrík- isráðuneyti Bandarákjanna var haft í fyrstu, einfeldnislegt og auðhrakið. Hann nafngreindi flugmanninn, sem bjargaðist í fallhlíf og var handtekinn, og kvað hann hafa játað allt. — Flugvélin hafi verið í njósna- leiðangri allt frá Pakistan til Bodö í Noi'ður-Noregi, búin margvíslegum tækjum, m.a. til Ijósmyndunar úr lofti, og út- búnaður var í henni, væri á hana ráðist, til þess að granda henni samstundis með öllu sem í henni var, en þann útbúnað hefði flugmaðurinn ekki notað til þess að bjarga lífi sínu. — Ki'úsév kvað flugvélina hafa verið hæfða með fjarstýrðu skeyti. Meðal braksins úr flug- vélinni hefði fundizt filmur og filmuleifar, ræfill af uppdrætti af svæðinu, sem flogið var yfir með merktum stöðum, og fleira sem tæki af öll tvímæli um til- ganginn með ferðinxxi. □ Alþjóða lieimssýninga- stofnunin í París liefur sam- þykkt, að næsta Alþjóða- heimssýning fari fram í Moskvu. Hlaut Moskva 16 atkvæði, en Montreal» Kan- ada 14.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.