Vísir - 23.09.1960, Blaðsíða 3

Vísir - 23.09.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn-23. september 1960 VtSIB 3 Skaröarétt. Sauðárkróki, 20. sept. Þegar eg á tíunda tímanum í morgun drattaðist úr bólinu, spurði frúin mig, hvort ég h.vggði ekki á réttarferð í dag? Eg jánkaði án þess þó að átta mig fyllilega á spurning- unni. Mér varð litið út um gluggann. Það var sýnilega ekki um að villast — haustið komið með sínar göngur og réttir og haustlitir náttúrunnar blasa við hvert sem litið er. Öndvegis sumri er þegar lokið, og komið haust. Fyrir þrjátíu árum hefði ekki þurft að minna mig á rétt- ardaginn. — Þá taldi maður dagana frá Höfuðdegi til gangna. Jú, líklega væri réttast að skreppa í Skarðarétt í dag, enda stutt að fara — réttin stendur uppi í Gönguskörðum, á svo- nefndri Tungu gegnt Veðra- móti. Verst að veðrið er ekki 'sem bezt, austan skúraleiðing- ar með fjöllum og þokutæting- úr á Tindastól. Frá sópran til bassa. Að aflíðandi hádegi ók eg svo af stað, vopnaður ljós- myndara, með mér var og son- ,ur minn 12 ára og fráendi hans á sama reki. Kváðust þeir ætla að draga fyrir „Helga í Tungu“, Hún er glöð yfir að hitta . „Gul“ sína. | en sá er einn fjárríkasti bóndi í Gönguskörðum. Þegar við komum að réttinni, voru síðustu gangnamenn nýkomnir að. Þarna blasti við allstór fjárhóp- ur, ca 7—8 þúsund fjár. Jarm- urinn barst sem kliður að eyr- um manns, í ótal tóntegundum frá hæsta ,,sópran“ í dýpsta bassa. (Hrútarnir hafa geysi- legan bassa). — Það er þegar búið að reka í réttina og drátt- ur hafinn. Stefán ljósmyndari setur upp „fagsvip“, fitlar eitthvað við sín apparöt og hverfur inn í al- menninginn. Sjálfur legg eg í að klifrast yfik ótal grindvirk ! og torfærur, og kemst einnig að lokum í' almenninginn. Þar er nú líf í tuskunum. Krakkar og kvenfólk, karlmenn, fé og jafnvel hundar, sem í hita bar- áttunnar við að reka féð inn í almenninginn hafa lent innan við grindina og eru allt annað en hetjulegir, því gamlar rollur, sem vafalaust eiga þeim grátt |að gjalda, gera aðsúg að þeim, með barsmíð. Að lokum er seppum bjargað og þeim lyft út fyrir réttarvegginn. Allir eða a. m. k. flestir, keppast við að draga. Knapinn fór í forina. Eg sé lítinn snáða sem kom- inn er klofvega á lögulegan lambhrút og heldur um horn- in. Hann ætlar sýnilega að koma honum í dilk. En nú fer verr en skyldi. Hrúturinn tekur sprettinn með þann litla á bak- inu, sem er svo klofstuttur að hann hakar tæpast niður. Við- ureigninni lyktar með því að hrússi hristir knapann af sér, sem liggur endilangur í forinni í almenningnum, en sprettur j þó skjótt up'p aftur og ætlar sýnilega ekki að gefast upp. Eg vík mér að honum og segi: „Meiddirðu þig?“ ,,Néi,“ sagði snáðinn og leit á mig stórum, gráum augum-. Eg sá að það voru tár í augna- krókunum. „Það eru svo langar á honum lappirnar — eg ætla að ná honum aftur.“ j „Átt þú hann?“ „Nei, pabbi.“ j „Hvað heitirðu?“ 1 „Magnús Agnarsson frá Heiði.“ I „Hvað ertu gamall?“ I „Átta ára. Nú sé eg hann ekki.“ | „Hann kemur í leitirnar. Viltu karamellu?“ „Já.“ Eitthvað þús- und á fjalli? I Svipurinn á Magnúsi litla hýrnaði til muna. Eg rétti hon- um kramarhús með fáeinum karamellum. Þegar hann rétti jfram höndina til þess að taka við hnossinu kom babb í bátinn. Lúkan var full af skít úr rétt- inni, sem stubbur hafði óvart tekið með sér þegar hann reis' upp úr réttarsvaðinu með kreppta hnefa. til þess að halda áfram viðureigninni við hrút- inn. „Lofaðu mér að sjá í hinn lófann“. Jú, sá var og fullur af því sama. Drengurinn varð vandræðarlegur. Eg stakk bréf- inu í úlpuvasa hans, og sagði honum að þurrka sér um hend- ur áður en hann tæki til við ,,gottið.“ — „Já, já, bless“. Far- inn. Lambhrútar velta honum tæpast, þegar hann lengist meir. — Eg litaðist um og kom auga á Helga bónda Magnússon í Tungu, sem er einn helzti bónd- inn í Skörðum. „Sæll, Helgi.“ „Blessaður.“ „Þú munt hafa eitthvað í að líta hér í dag?“ „Jæja, dálítið, eg er orðinn svo lélegur við dráttinn, þó þetta sé ekki margt.“ „Nei, auðvitað eru þetta ekki nema nokkrar skjátur. Eitthvað þúsund á fjalli?“ ..ímm'y Alþekktur berserkur. „Blessaður vertu, ætli að það séu nema svona 950, en mér sýnast lömbin sæmileg. Ekki stór, en hnellin greyin. — Nei, þetta er ekki margt, — en Sig- urður á vafalaust þúsund á fjalli.“ „Jæja, Helgi — ekki rengi eg þig, en eg ætla nú að vita hvað Siggi segir. Blessaður.“ Eg kvaddi Helga bónda, þar sem hann stóð við dyrnar á dilknum sínum og fór að svip- ast um eftir Sigurði Magnússyni sem Helgi hafði borið sig saman allt í að vera, maður.“ Skattanefndar snati? „Ertu einn við að draga?“ „Nei. Það er maður með mér. > Ekki svo að skilja að tvo þurfi til. Eg heimti aldrei neitt af þessum fáu skjátum, og lömbin! eru eins og þau hefðu öll villzt undan vor, kvikindi maður.“ „Helgi sagði mér að þú mund- ir eiga a. m. k. þúsund á fjalli.“ „Einmitt! Hann hefur náttúr- lega talið það mér, sá góði mað- ur? Hvað ert þú annars að snuðra? Ertu einhver skatta- nefndarsnati?“ „Nei, hjálpi mér! Eg spyr nú bara svona af rælni,“ svaraði eg og leit saklesislega framan í Sigurð Magg., þann fjárríka mann. Þá sá eg að hann var allhruflaður í framan. „Þú hefir orðið illa drukkinn í göngunum núna, Sigurður minn,“ sagði eg með hálfum hug, því eg veit að Sigurðuf’ er hófsmaður á vín. „Fullur! Ertu vitlaus — eg hefi ekki smakkað dropa -— ekki svo vel — en truntan hef- ur víst smakkað það, hún enda- stakk sér með mig í hrísmó og fór svona með mig í framan — fullur, ekki nema það þó!“ Réttarstjóri nær frá byrjun. „Jæja, góði, fyrirgefðu, og vertu blesaður.“ Hann heyrði víst ekki kveðju mína, var tek- inn til við dráttinn á nýjan leik þó lítið væri að gera. — Eg labbaði mig að dilksdyrunum hans, til þess að sjá með eigin „Móðir hennar lieíir ætíð verið tvílemb,“ segir Ólafur réttar- stjóri og hreppstjóri m. m. við. Sigurður þessi er alþekktur berserkur, að hverju sem hann gengur. Hann er búsettur á Sauðárkróki, og stundar þar verkamannavinnu, svona í í- gripum, en kindaeignin er nán- ast ,,hobby“ hjá honum, en ó- neitanlega nokkuð umfangsmik- ið „hobby“. Eg sé Sigurð við dyrnar á dilk snum. Dilkurinn er stór en þó þegar orðinn troð- fullur af fé. Eg vind mér að honum. „Átt þú allt þetta fé, sem er í dilknum, Sigúrður?“ „Allt. Þétta er nú sosum ekki augum lambapíslirnar. Þær hafa verið ósýnilegar — eg sá ekkert nema lagðprúða og fal- lega rokna d.ilka.-------„Hraðið drætti, við förum að bæta í al- menninginn,“ var hrópað með þrumuraust rétt hjá mér. Eg hrökk í kút, en áttaði mig nú^ fljótlega. Þetta var réttarstjór-' inn Ólafur Lárusson hrepp- stjóri í Skarði, en á hans herð-| um hvílir ábyrgðin á því, að, í’éttai'störf fari sæmilega úr j hendi og sé lokið á skikkanleg-^ um tíma að kvöldi. Eg tók Ólaf, tali: 1 I „Þetta er nú ekki allt í aS vera maður,“ segir Sigurður Magn- ússon, sem á 600 á fjalli. „Hefirðu verið réttarstjóri hér í mörg haust?“ „Lengst af síðan réttin var byggð, en það var 1930.“ „Einhverjir hafa svona skot- ist inn á milli?“ „Jú, já, en þetta hefir alltaf lent á mér aftur. Þeir vilja víst hafa mig.“ „Nú, mér finnst þú nú ekk- ert sérstaklega réttarstjóraleg- ur. Órámur, sallafínn og blá* edrú.“ Enginn peli á lofti. „Já, drengur, eg þarf ekki nema að tala til þeirra, þá er allt í gangi. Sjáðu, hérna í al- menningnum. Ekki einn einasti peli á lofti. Allir að vinna. -Þeir lofuðu mér, sérðu —- að drekka ekki fyrr en eftir sex. Þá er allt í lagi.“ „Heldurðu þá að þeir eigi nokkuð?“ „Guð hjálpi þér! Já, já. Þeir eiga áreiðanlega nóg og meira en það. Komdu hérna hálf sjö ’ ; í kvöld, þá verða mínir menn farnir að syngja.“ Eg kvaddi réttarstjórann með virktum, eftir að Stefán ljós- myndari hafði tekið af honum mynd með lífgimbur í fanginu. Eina af mörgum sem skagfirzk- ir bændur vonandi setja á í haust eftir mikið heyjasumar. Pí.áðgert er samt að slátra hér á Sauðárkrókia c. 38 þúsund fjár, svo margt af þessari lagðprúðu, fótfráu hjörð, sem við hér sjá- um, fær aðeins að lifa þetta eina einmunablíða sumar. Við Stefán ljósmyndari ókuni heim á leið. Strákarnir urðu eftir til þess að dragá fyrir Helga í Túngu,, sem ekki átti nema 950 á fjalli. Árni Þorbjömssnn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.