Vísir - 23.09.1960, Page 9

Vísir - 23.09.1960, Page 9
Föstudaginn 23. septerr.ber 1960 VÍSIB Þe'gar Gullfoss stendur við í Leith, er næstum öruggt að hitta fyrir íslendinga í Woolworth verzluninni í Princesstræti, og þangað er oft ágætt að fara, þegar maður er farinn að telja koparhlunkana, sem eftir eru. Listin að lifa í Edinborg. Feröasaga úr Skotlandsför (tí regkvískss) 1 kjól og kápu á konuna, því að maður er kominn í sæmilegt skap. Eftir það er ákaflega hent ugt að stinga sér inn á einhvern „snakkbar* og fá sér í svanginn. Það er til dæmis einn kostuleg- ur staður dálítið vestarlega í götunni, sem heitir „Súkkulaði- húsið“. Þar er hægt að fá alla ætilega hluti milli himins og jarðar. Maður getur sem bezt byrjað á aðskorinni hránauta- steik, með himneskri sveppaí- dýfu, skreytta hringskornum laukstrjálingi, kæfða í djúp- steiktum kartöfluspónum, um- kringda grænbaunahlöðum og safaríkum salatblöðum og á- dreifða pipar; salti, sinnepi, ed- iki, mæjonaósu og skreytta blóðrauðum, safaríkum steikt- um tómötum. Með steikinni má gjarnan éta nýbakað bollubrauð með extra- fínu dönsku útflutningssmjöri, drekka bolla af snarpheátu freyðandi súkkulaði. Síðan, þegar maður er búinn að stanga úr tönnunum, getur maður pantað japanskan chikayiokki- coiu-ís í háu fallegu glasi, með röspuðum ávöxtum, ananas- skífum, súkkulaðilegi, kirsi- berjum, hnetum, brenndum möndlum, fljótandi á hunangs- legi með A, B, C, D, og E vita- míni. Eg skrapp til Edinborgar urn daginn á tónlistarhátíðina, og dvaldist þar í nokkra daga. Nú haldið þið eflaust, að ég ætli að fara að skrifa einhverja ægilega skemmtilega ferðasögu, háfleyga og allt það. Segja hve- nær \dð fórum hvaðan og kom- um hvenær hvert, lýsa lands- lagi, fjöllum og skógum, borg- um og bæjum, fólki og öðrum Skepnum. Nei, ekki núna. Kannske 'seinna. Eg ætla heldur að segja ykk- ,ur frá því, hve yndislegt, fagurt og menntandi það er að fara á tónlistarhátíðina í Edinborg, og njóta þess, sem sú fagra list- ánna borg býður upp á. Það er nefnilega geysimargt. sem hægt er að gera í Edinborg, ef maður heldur bara rétt á spilunum og telur ekki sporin eftir sér. Til dæmis — svo ég nefni eithvað — er mjög auð- velt að fara niður í Prinsastræti. eða Konungssonastræti. eins og Kiljan kallar það, og fara í skóbúð. Svo, þegar maður er búinn að kaupa sér eina skó, annað hvort á sjálfan sig eða konuna, getur maður auðveld- lega skotist fyrir næsta götu- horn, þ. e. a. s. ef klukkan er einhvers staðar á milli 12 og 3 eða 5 og 10, og fengið sér einn bjór. Svo er upplagt að fara í fatabúð á eftir og kaupa sér föt. Síðan kemur annað götuhorn, og eftir að hafa heimsótt það fer maður í gottiríisbúð og kaupir sér lakkrískonfekt eða ... nei annars. Klukkan er al- veg að verða þrjú, svo að mað- ur þarf að flýta sér og hleypur í ofboði til baka að göfuhorn- inu. og fær sér einn stífan. Hránautasteik með góðgæti. Á milli þrjú og fimm verður maður að verzla baki brotnu. Þá er mjög passandi að skoða „Sérbruggaðir“ Karlsbergar. Svo er klukkan orðin fimm, og maður labbar út að næsta horni og fær sér einn (eða tvo) Karlsberga sérbruggaða og rót- sterka, til að drekkja nautinu. Nú er bezti tíminn til að kaupa á sig skó. Bæði spariskó og vinnuskó, þó að ég vilji ráð- legga mönnum að kaupa aðra í einu. Þá hefur maður alltaf af- sökun til að endurtaka pró- grammið seinna. Það er marg- sannað, að þetta er bezt ástand- ( ið, og bezti tíminn til að máta á sig skó, því að nú passa á mann öll númer og allt verð. .Líkþornin finnast ekki, jafnvel þó maður berji á þau með 10 libsa sleggju og hafi stein undir. Engir miðar eru til! Síðan á maður að ganga á nýju skónum, og strax og lík- þornin fara að segja til sín á maður að fá sér einn í viðbót. Nú er líka allt í laghþví að búð- um er lokað klukkan hálfsex, og maður getur hvort sem er ekki keypt meira, og það borg- ar sig ekki að vera að þramma heim á hótel bara til að fara niður á Prinsastræti aftur. Þarna inni í bjórstofunni — því að ég var kominn þangað, var það ekki? — getur maður stúd- erað prógrammið fyrir hina frægu Engborgarhátíð í ró og næði, og ákveðið hvað maður vildi helzt heyra og sjá, ef mað- ur fengi miða og nennti þangað alia leið til að vita. Ef maður er geysilega harður af sér, er til- tölulega auðvelt að hringja í ó- peruna til að fullvissa sig um að engir miðar séu til. Helzt er að hringja í Usher Hall, því að það má vera furðanlega léleg ópera. ef maður fær m.iða þar ... og þá hringir maður bara ekki, eða í það minnsta ekki fyrr en eftir að allt er komið í gang og söngvararnir kom'nir langleiðina upp á háa séið. Bara fara út fyrir borgina. Síðan andvarpar maður létti- lega og feginsamlega . .. og fær sér annan Karlsbergara. Annars er líklega alveg upp- lagt að fara bara í bíó. Á sunnudegi er hver sá mað- ur brjálaður, sem heldur sig í borginni af frjálsum vilja. Þá eru allar verzlanir lokaðar, og sama hvað maður hleypur oft fyrir horn, allar sjoppur klós- aðar. Meir að segja bíóin þræl- lokuð. Strax og maður kemur út fyrir borgarmörkin, er hægt að fara í hvaða gisti- eða veit- ingahús, sem er, og ef maður er sannanlega ferðamaður, sem maður er altaf ef maður fer út fyrir borgina, getur maður feng ið hvaða mjöð, sem hjartað girn- ist ... Næsta dag (eftir daginn áð- ur), þarf maður helzt að gets sofið stanzlausf og hvíldarlausfc til tólf á hádegi, því að engiiS sjoppa opnar fyrr. Ahnars er líka fullt að gera þarna fyrir harðsoðna gútttemplara. Fullfc af söfnum, dýragörðum, köstul- um og pilsaklæddum pípublás- urum um allar götur. Á kvöld- in her-leiksýningar undir ber- um himni, sem innfæddir kalla „Tattoo“ af óskiljanlegum á- stæðum, trjáskreyttum borgar- görðum, blómaklukkum og minnismerkjum, að ógleymdum baðstrandarútbænum Porto- bello, með innisundhöll ef hann skyldi rigna. En til þess eru líkur. Skautahlauparar geta stundað sína uppáhaldsíþrótt í skautahöll, gólfleikarar, krikk- ettspilarar og skeifukastarar hafa þar einnig sinn samastað. 'Álföt á ísturmaga. í fullri og fúlli alvöru talað. þá gerir maður yfirleitt hrein- ustu reyfarakaup í þessari ed* ins-borg í fötum og skófatnaði. Fyrsta flokks karlmannsskór á íslenzkan mælikvarða kosta svona 2—3 pund í mesta lagi, eða tvö til þrjúhundruð krónur. Og hvað kosta slíkir skór hér í búðum? 6—8 hundruð krónur, takk fyrir. Staka jakka úr Harristweedefni, sem hér kosta 1400 til 1600 bankó. fær maður auðveldlega ryrir 600 til 800 krónur þarna. Alföt á fullorð- inn karlmann með ístru, sem sumir kalla bjórvömb af ó- þokkaskap, eru þetta á 800 til 1200 skæni, og fín merki innan á jakkanum, þar sem stendur að John Collins einhver úr Ox-* fordgötu í Lundúnum, hafi saumað fötin. Það er ekki meiri lygi en hvað annað. Kannske meira seinna. Karlsson. Sandurinn batnar með hverju árinu. Sansu heíur nýlokið við a5 dæla 123 þús. rúmm. fyrlr Sementsverksmi5juna. Kennimerki Edinborgar og aðalsmerki, er kastalinn forni, sem gnæfir yfir borgina. A kvöldin ,er hann lýstiu- upp með ótal kastljósum og keppist þá við mánann um að varpa ævintýraljóma yfir nágrennið. (Ljósm. G. Karlsson). Vísir átti í gær tal við dr. Jón Vestdal, forstjóra Sem-1 entsvcrksmiðjunnar, og spurði hann frétta af sanddæluskipinu „Sansu‘% sem Sementsvcrk- smiðjan hefur um undanfarin ár fengið til að dæla upp þeim skeljasandi, sem hún þarf á áð halda til starfsemi sinnar. Dr. Jón skýrði blaðinu'svo frá, að „Sansu“ væri nýfarið, nánar tiltekíð á mánudag, og hafði það þá verið hér í tvo mánuði og dælt upp um 123 þúsund rúmmetrum af skelja- sandi, en það á að duga verk- ! smiðjunni til jafnlengdar næsta sumar. Aðspurður sagði dr. Jón, að engin þrot væru sýnil- leg á ■ sandinum, og að telja mætti, að sandbirgðirnar væru óendanlegar, vegna þess að alltaf bærust nýjar skeljar I undan hráuninu þannig, að nýr sandur yrði til í staðinn fyrir þann, sem tekinn er. Það hefði alltaf verið dælt á sama stað og ekki væri hægt að merkja, að nokkuð hefði dýpkað á þeim slóðum, sem sandurinn er tek- inn. Saudurinn yrði alltaf betri og betri eftir því, sem meira væri tckið af honum, það er að segja, hann verð- ur kalkríkari með hverju árinu, sem líður. Blaðamaðurinn spurði þá um líparítnámið í Hvalfirði og hvað lengi það mundi endast. Forstjórinn svaraði því til, að ekki hefðu verið framkvæmd- ar neinar boranir, þannig að ekki væri hægt að segja uin hvað mikið væri neðanjarðar, en það sem sjáanlegt er með berum augum ofanjarðar er nóg til 30 ára, en þarna eru tekin um 20 þúsund tonn ár- lega. Uppreistarmenn brenna bíla. Uppreistarmenn í Alsír hafa tekið upp nýja hernaðaraðferð gagnvart Frökkum. Þeir ætla sér bersýnilega að reyna að lama samgöngur í land inu með því að eyðileggja bif- reiðar. Kvekja þeir í bifreiðum að næturlagi, eða þegar hægt er að komast að þeim á laun og hafa þegar brennt nokra tugL bíla í Algeirsborg.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.