Vísir - 23.09.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 23.09.1960, Blaðsíða 10
'ZfjáUtf' i¥í8 KV 0361 'i&dfrtditte 10 VÍSIR Föstudaginn 23. september 1960 VIVIAN STUART: NÓTTIN er Ajáandi 14 klukkutíma. Það er bezt að gefa henni þær fyrstu fjórar slrax, ef þér getið komið þeim ofan í hana. Mary kinkaði kolli. MacLean klappaði henni á handleggjnn. — Eg skal senda sjúkrabil eftir henni undir eins og hægt verður. Þér munuð helzt vilja koma með henni, er það ekki? — Jú, það vil ég. — Segið þér mér, læknir — er nokkur von um hana? Hann horfði beint í augun á henni. —'feg hugsa að þér vitið eins vel og ég, að vonin er mjög litil. — Læknir, sagði Mary með þurra/'vUrilnar. — Ef þér skerið og hún deyr — þá fær fólk-ið enn nýtt vð'þn gegn yður. Hún horfði á hana alvarlegur. — Það kemur ekkert málinu við. Svo bætti hann við í þýðari tón: — Þakka yður fyrir að þér lituð á þá hlið málsins. Það var yður líkt. Jæja, það er bezt að ég fari strax, svo að ég geti undirbúið allt á skurðstofunni. — Eg er útlærð í skurðstofuaðstoð, og ef þér þurfið á hjálp að halda þá er ég fús til að.... sagði Mary. Hann horfði á þreytulegt andlitið á henni. — Þér hafið unnið nóg, sagði hann. — Við ráðum við þetta. Eg hef duglegan inn- fæddan lækni til aðstoðar, og yfirhjúkrunarkonan er dugleg. Þér skuluð ekki hafa áhyggjur af því, ungfrú Gordon. Nú hvílir ábyrgðin á mér. En ef hún hefur þetta af, eruð það þér, sem hún má þakka það. Eg get ímyndað mér að þér hafið orðið að sigrast á mikilli andstöðu áður en þér afréðuð að kalla á mig. — Þakka yður fyrir að þér komuð, sagði Mary. — Eg hefði kannske átt að sjá dálítið fyrr eh ég gerði, hvað að henni gekk. — Það var yfirleitt vel af sér vikið að uppgötva það. Þetta er óvenjulegt tilfelli. Mary fylgdi honum til dyra. — Hér er annað tilfelli líka. Og svo sagði hún honum frá Bob Grant. Hann kinkaði kólli, alvarlegur. — Við megum eiga von á að taugaveikin breiðist út. En við tölum um það seinna. Fyrst er nú að hugsa um frú Gordon. Sjúkrabíllinn kemur eftir tuttugu mínútur. Eg skal láta hjúkrunarkonu koma líka og láta lög- regluna fylgja. Hann vatt sér inn í bílinn og ók af stað. Robert er kvíðinn. Mary fór aftur inn til Lucy og gat gefið henni töflurnar áður en hún fór að búa hana undir flutninginn. Lee Hong kom inn í dyrnar og sagði að frú Grant vildi tala við hana í símanum. — Hefur læknirinn komið? spurði hún með öndina í hálsinum. — Já, þetta er taugaveiki, svaraöi Mary. — Það á að gera upp- skurð á Lucy núna undir eins. — Læturðu þér detta í hug að láta MacLean skera Lucyi hrópað'i hún angistarfull. — Mary, hann er alræmdur. Væri ekki betra að bíða eftir Everard frá Singapore og láta hann gera það? — Það getur ekki biðið til morgun, sagði Mary þolinmóð. Það getur verið að það sé orðið um seinan, nú þegar. Þetta er eina lífsvonin. , — Bíddu svolítið, Mary, sagði Sonja. — Hann Robert er kominn. Mary heyrði að hún talað'i við einhvern hjá sér. Svo heyrði hún rödd Roberts: — Mary, þetta er brjálæði. Þér verðið að bíða eftir Everard. Eg get ekki fallist á að láta MacLean gera upp- skurð á Lucy. Eg. ... Mary var þreyttari en svo að hún gæti farið að deila við hann. Hún endurtók það sem hún hafði sagt, en var í vafa um hvort hér hefði tekist að sannfæra hann. Þegar hún þagnaði svaraði hann harkalega: — Heyrið þér, eg skal síma til Everards læknis. Slepptu ekki út úr húsinu fyrr en ég kem heim. Heyrið þér það? — Já, eg heyri, Robert. En nú er um mínútur að ræða. Gerið svo vel að reyna að skilja það. Mary sleit sambandinu og gekk inn í herbergið til Lucy. Eftir tíu mínútur kom Lee Hong aftur. Það var síminn. Sonja var aftur í símanum. Hún sagði lágt: — Mary, Robert hefur talað við Everhard lækni. Hann er á sama máli og Mac- Lean, að nauðsynlegt muni vera að skera. Robert er á leiðinni er á leiðinni heim núna. Mary, fyrirgefðu mér, og skildi ekki hve alvarlegt þetta var. Eg hagaði mér skammarlega við þig. — O-nei, sagði Mary rólega. — Jú, ég gerði það. Viltu.... viltu gera svo vel að biðja Mac- Lean að koma hingað og líta á hann Bob, þegar hann hefur tíma til þess. — Eg skal skila því. Hvernig liður Bob? — Mér sýnist hann svolítið skárri núna. Eg geri ráð fyrir að við verðum að vera í sóttkví, ef ég stunda hann sjálf. Eg hringi aftur tii að frétta hvernig gengur með Lucy. Robert og sjúkrabíllinn komu samtímis. Mary hafði ekki tíma til að tala nema örfá orð við hann. Hann var mjög hægur, nærri því skömmustulegur og það var auðséð að honum var mjög órótt út af Lucy. Það var hann sem bar Lucy út í bílinn. Svo settist hann og Mary við hliðina á sjúkrakörfunni. Hún tók ekki eftir hve fölur hann var fyrr en þau voru komin að sjúkrahúsinu. Hann tók í höndina á henni er þau voru að suiga út úr bílnum. Mary, segðu mér sannleikann. Er nokkur von? Mary vorkenndi honum. — Já, sagði hún. Það er ofurlítil von. — Ætlið þér að hjálpa til við uppskurðinn? — Nei, sagði hún. — Það er ekki þörf á því. MacLean læknir hefur sitt fólk. Það er ekki heppilegt að ættingjar sjúklingsins séu viðstaddir, sagði hún. — Maður getur aldrei verið ópersónu- legur þegar nánustu ættingjar eiga í hlut. Þau gengu á eftir sjúkrabörunum inn í húsið. Alan MacLean tók á móti þeim. Hann kynnti háa. dökkhærða konu — ungfrú Bloor yfirhjúkrunarkonu. Hún var kínversk í aðra ætt, gul a hörund með hrafnsvört, gáfuleg augu. Hún og Mary gengu á eftir sjúkrabörunum inn í skurðstofuna og Mary horfði á meðan verið var að búa allt undir uppskurðinn. Sjúklingurinn var svæfður og andaði rólega þegar hún fór út. Hjúkrunarkonan sem hafði hjálpað til að koma sjúkrabörun- um inn beið eftir henni úti á ganginum. Hún brosti vingjarnlega til Mary, svo að skein í mjallhvítar tennur. — Yfirhjúkrunarkonan sagði að ég ætti að fylgja yður inn í skrifstofuna hennar, sagði hún á góðri ensku. — Herra Vyner bíður þar inni. Ungfrú Bloor er ástfangin? Robert skálmaði fram og aftur um gólfið. Hann leit upp þegar Mary kom inn. — Hvernig gengur þetta? — Hún sefur rólega efitr svæfinguna, svaraði Mary. — Þeir ætla að fara að skera. Hún hneig niður í djúpan stól og andvarpaði. Robert staðnæmdist fyrir framan hana. — Mary, sagði hann. — Má ég ekki þúa þig? Við verðum að vera vinir. — Vitanlega, svaraði Mary. — Heldurðu að hún hafi þetta af, Mary? — Já, ég held það. En nú skilurðu væntanlega hvers vegna ég varð að ná í MacLean lækni? A KVÖLDVÖKUNNI * R. Burroughs -TARZAM- .3649 \ Tarzarf stökk til hliðar og I hljóp sitt á hvað til að forð- { ast hnullungana en svo datt honum í hug að ekki væri allt með felldu og þaut yfir til skógarins til að komast ■M,_________________ THEN, SUSPECTINS FOUL PLAYV ■ MÉ PETEKMINEFLY KACE7 FOK. THE SHELTER. ÓF. THE FOCEST— í skjól þar fyrir hinum ó- sýnilega óvini. Óvinur hans var einnig ákveðinn að láta BUT EQUALLV PETEKMINE7 WAS HIS WOJLI7-BE MUk.P’EflEK.— , NEXT TIWE 'HE /WJSTNOTKAILl Tarzan ekki steppa og í næsta skipti skyldi honum takast það. — Siggi minn, kanarífuglinn er horfinn, sagði móðirin. — Það þykir mér skrítið. Hann var á sínum stað áðan, þegar eg hreinsaði hann með ryksug- unni. — Mamma, má eg verða prestur þegar eg verð stór? | — Já, það máttu gjarnan, góði minn, ef þig langar til þess. ' — Mig langar mikið til þess. Eg geri ráð fyrir að eg verði að fara í kirkju alla ævi hvort sem er og það er miklu leiðinlegra að sitja þegjandi allan tímann en standa og rausa. ★ í Vlika Plana í Júgóslavíu ber steinn á einu leiðinu í graf- reit bæjarins þessa áletrun: ,,Hér hvílir Zdravko Paunovic með fyrstu konu sinni, Stan- okja. Minnivarðinn er reistur af þriðju konu hans, sem Dolka heitir, fyrir peninga frá ann- arri konu hans sem hét ZIw- kat.“ ★ Harry fór út í skóg til þess að ná í ætisveppa. Hann kom heim með heila körfu fulla. Konan hans sauð þá þegar og um kvöldið gleypti hún þá því nær alla. Næsta morgun spurði Harry konu sína gætilega hvernig hún hefði sofið. — Ágætlega, sagði hún fjör- lega. — Hefirðu engan magaverk? spurði hann ennfremur. — Nei, mér líður ágætlega. Hvers vegna spurðu? — Þá er eg hróðugur af sjálf- um mér, sagði Harry. — Eg hefi uppgötvað nýja tegund af æti- sveppum, sem eru ekki eitraðir. ★ Junupoff fursti, sem ban- aði Rasputin hérna á árunum, býr nú í Englandi og fór nýlega í heimsókn til Parísarborgar þar sem þessi atburður kom fyrir hann. Hann sat í nætur- klúbbnum Fiacre með nokkr- um vinum sínum, stóð þá einn af þeim upp og gekk yfir að næsta borði og kom aftur þaðan með myndarlegan mann. — Heyrðu, Felix, sagði hann illkvittnislega. — Má eg ekki kynna þig hinum gamla kunn- ingja þínum, Rasputin? Þetta var þá Emund Pordum, sem nýlega hafði leikið hinn ískyggilega munk í í Holly- wood. Junupoff fursti heilsaði Pordum kurteislega og iét sér ekki bregða. En skömmu síðar fór hann úr salnum. Ekki væri að undra , þó að þessi ,,háttvísi“ hafi valdið vinslitum. ★ Hinn mikii brezki skipamiðl- ari, sir William Curie, álítur ekki að gufuskipin verði undir í baráttunni við flugvélrnar og heldur ekki við þoturnar. Og þetta lét hann í ljós nýlega á aðalfundi Cunardfélagsins. — ■Þegar verst léti, gætu. skipin enzt til þess að vera hressing- arheimili fyrir þreytta flug- ivéiafarþega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.