Vísir - 23.09.1960, Síða 12

Vísir - 23.09.1960, Síða 12
Föstudaginn 23. september 1960 MuníS, ad þeir setn gerast áskrifendor Vísis eftir 10. bvers mánaðar, ti blafiið oacvíiis ii'í mánaðamóts Sími 1-16-60. BJurt blafi er ódýrara i áskrift en Víslr. liétífi hann færa yður fréttir og annað iwtrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Austurstræti breytir svip. Samið um niðurrif og brottflutning húsa. Á fundi bæjarráðs s.l. þriðju dag, var samþykkt að samið Verði við þá Ágúst ísfeld Sig- urðsson og Sigurð Kristjánsson um niðurrif og brottfluttning hússins no. 1 við Austurstræti, og var innkaupastofnun bæjar- ins falið að ganga frá samning- um. Vísir átti tal við Valgarð Briem, forstjóra Innkaupas- tofnunarinnar og spurðist fyrir um hvernig þessi brottflutn- ingur væri hugsaður „Þeir Ágúst og Sigurður hafa gert tilboð í að rífa og flytja húsið kr 11.772,00,“ sagði Val- garð, „en það hefur ekkert ver- ið ennþá um það rætt, hvernig verkinu skuli hagað, né hve- nær því skli lokið.“ Húsið, sem um ræðir, er timburhúsið á horni Veltu- sunds og Austurstrætis, þar sem verzlun Ásgeirs G. Gunn- laugssonar er til húsa, og við- byggingin þar sem Bækur og ritföng eru og Sápuhúsið. — Hvernig er með hornhús- ið, þar sem Happdrættis DAS var? „Það á Steindór, og verður ekki rifið að svo stöddu." — Og í hvaða tilgangf er þetta gert? — Breikkun Aðalstrætis, samkvæmt framtíðarskipulag- inu. — Það verður nú varla strax. Það er eitthvað af húsum eftir í Aðalstrætinu ennþá? „Já, en það kemur að því. Það er unntð markvisst að | þessu. — Kannske við fáum bíla- stæði þarna á meðan? — Það er ekki ósennilegt. Þess verður þá líklega ekki langt að bíða, að gamla Aust- urstrætið okkar fari að bryta um svip, þar sem það mætir Aðalstrætinu. Ný rannsóknastöð á ísjaka norðan við Ameríku. Safnar allskonar upplýsingum fram s nóvember Bandaríkin hafa komið upp enn einni vísindastöð á hafís- jaka um 670 km fyrir norðaust- an Barrow-odda í Alaska. Sex vísindamenn voru skildir þarna eftir, og verða þeir um kyrrt fram í nóvember. Stöð- in, sem kölluð er ARLIS nr. 1 (Arctic Research Laboratory Ice Station), hefur að verkefni að gera athuganir á veðurfari, hafstraumum, jarðeðlisfræði, ís- eðlisfræði og fiskifræði. Yfirmaður þeirrar deildar bandaríska flotans, sem hefur á hendi rannsóknir norður í höfum, segir, að stöðin muni væntanlega bæta miklu við fyrri fróðleik manna um þetta svæði jarðar, sem er næstum Fegurðardrottning íslands 1960, Sigríður Geirsdóttir, sem hlaut 'þriðja sætið í fegurðarkeppninni ó Long Beach nú í sumar, hefur ærið að starfa bar vestra. Síðan keppninni lauk, liefur rignt yfir hana tilboð- i um hvaðanæfa frá, og öll stærstu kvikmyndafélögin hafa boðið henni samninga. Sigríður hefur rnðið sér umboðsmann, sem mjög er álitinn fær í sinni grein i kvikmyndaheiminum, en ó- ráðið mun ennþá, livaða til- boði húr. tekur. Vísi hafa borist þessar myndir af Sigríði, og sýnir1 önnur hana ásamt Stanley; Olafsson, vararæðismanni Islands í veizlu, sem haldin var í sambandi við fegurð- arkeppnina. — Hin myndin sýnir Sigríði við athöfn, sem haldin var á Long Beach, er fegurðarfulltrúar hinna ýmsu þjóða heltu sjó úr flösku, sem send var heim- anað í sjóinn þar. Á þessi athöfn að tákna vináttu þjóðanna. Hér sést Sigríður j með sióflöskuna, sem send var frá Islandi. eins lítt kannað og Suðurheim- skautslandið. Tilgangurinn er að gera manninn færari en ella um að ráða ýmsar gátur lífs- ins á jörðunni, sem heimskauta- svæðin hafa mikil áhrif á, svo og að bæta aðstöðu Bandaríkj- anna til varna á þessu svæði. Stöðin er á gömlum jaka, sem er næstum hálfur þriðji metri á þykkt. Vísindamennirir muiiu munu fá póst og'. nýmeti sent með regluiogu millibili. (■ilíVrsmótið: Jónas vann í gær N orðurlandameistarann. ingl og Friðrfk Sex biðskákum af sjö varð lokiö - gærkvöldi ú minningar- móti Fygerts Gilfers. Jónas Þorvaldsson vartn Norðurlandsmeistarann Jo- hannessen, þá þeir höfðu leikið 8 leiki. Gaf Johannessen skákina, er mannstap var óum- flýjanlegt. Svo skemmtilegá vill til, að Jónas á afmæli í dag, verður 19 ára. Er óhætt að fullyrða, að skákunnendur óska honum til hamingju með daginn ekki sízt eftir að hafa hrósað sigri í vel tefldri skák við Norðurlandameistarann nú- verandi. En vinningurinn á- reiðanlega bezta afmælisgjöfin honum til handa. — Biðstaðo Johannessen og Jónasar var birt í miðvikudagsblaðinu og varð áframhalöið þetta: — (Svartur átti leik). 37. — Dh7. 38. Re2 Rg5. 39. Bxd6 Rxe4. 40. Bc8 Bf5. 41. Kb2 Db7. 42. Bf4 Da6. 43. Kcl Dal. 44. Dbl Dxblý. 45 Kxbl og hvítur gefur uni leið. Aðrar skákir fóru þannig, að Guðm. Ág. vann Guðm. Lárus- son. Olafur, Ingvar og Benóný áttu allir þrír biðskákir sín á Castro ekki bcðinn. _ Meðan Eisenhower var í Nevv York í gær hitti hann ýmsa framámenn, sem komnir eru á allsherjarþingið, Meðal þeirra voru Tító, ein- valdur Júgóslavíu, Nkrumah. forsætisráðherra Ghana, o. fl. Hann snæddi með fulltrúum frá öllum ríkjum Mið- og Suð- ur-Ameríku nema tveggja. Castro var ekki boðið, og ekki heldur fulltrúa Dominikanska lýðveldisins. efsiir og jafnír. milli. Skiptu þeir vinningun- urn bróðurlega á milli sí.n þannig, að Ólafur vinnur Ingvar, Benóný vinnur síðan Ólaf og' Ingvar vinnur loks Benóný. í skákinni við Ólaf blindaðist Ingvar algjörlega, þar sem hann lét Ólaf leppa drottningu sína í einfaldri og ja'nteflislegri stöðu. Loks tefldu Gunnar cg Kári biðskák sina úr 5. umferð. Varð hún lengsta skák mótsins til þessa, 70 leikir. Endaði hún með sigri Gunnars eftir 4 stunda baráttu í gærkveldi, en áður höfðu þeir setið í aðra 4 tíma. Skák Gunnais og Sven Jo- hannessen, sem beðið var með óþreyju, var ekki tefld vegna skákar Gunnars við Kára. Hún verður tefld á mánudagskvöld með biðskákum úr 7. og 8. urn- ferö. Staðan í mótinu er nú þannig: 1.-2. Friðrik og Ingi með 5 v. 3. Arinbjörn Guðmundsson með 4V2 v. 4. -5. Guðm. Ágústsson og Ingvar með 3V2 v. 6. Sven Johannessen með 3 v. og biðskák. 7. Benóný með 3 v. 8. Gunnar með 2J/2 v. og biðskák. 9. Ólafur Magnússon 2 v. í kveld verður tefld 7. um- ferðin. Eift dýrmætasta frímerkja- safn, sem til er í heimin- um, er nú á sýningu í Varsjá. Safn þetta, sem er eign bandarísku póstþjónustunnar, vegur hvorki meira né minna en fjórar smálestir, og það sýn- ir einnig breytingar þær, sem orðið hafa á póstþjónustunni vestan hafs í meira en öld. Eigandi hússins að Ægisgötu 26, frú Ragnheiður Jónasdóttir, hefur nýlega gert kröfu til skaðabóta vegna byggingar hins nýja Landakotsspítala. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd ný- lega, en hún sýnir ljóslega hversu mjög hin. nýja bygging gnæfir vfir húsið og sk.vggir fyrir sól og útsýni.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.