Vísir - 07.05.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 07.05.1962, Blaðsíða 2
2 VISIR Mánudagur 7. maí 1962. Frá Ieiknum í gærkvöldi, Matthías Val, skorar 2 mark Vals, Þórður markvörður Þróttar er kom- inn út en tekst ekki að loka. RÍKHARÐm AFTUR MEÐ Akranes og Keflavík léku í Kefla vík á laugardaginn í bæjarkeppn- inni í knattspyrnu. Keflavík sigr- aði með 3:0 og heldur þar með sigurgöngu sinni áfram, en áður hafa þeir sigrað í tveim leikjum, gegn KR og Val (æfingaleikir). Leikurinn var allur heldur léleg- ur en Keflvíkingar voru sá aðilinn, sem sýndi . frlskleika og góða spretti, en Akurnesingar voru held ur slappir með aðeins 2 leikmenn í framlínu sinni síðaji í fyrra. í Akranesliðinu var Ríkharður Jóns- son aftur með, en lék aðeins síð- ari hálfleikinn og tókst mjög vel upp. Hefur hann greinilega náð sér mikið frá því f fyrra enda þótt hann stingi örlítið við fæti. Á sunnudaginn leika Keflvíking- ar við Akurnesinga á Akranesi. Tottenham tók bikarinn aftur VALUR VANN A HRAÐA ÁKVEÐNI OG HÖRKU í GÆRKVÖLDI hófst knatt- spyrnan í höfuðborginni með leik Vals og Þróttar og í gullfal- legu vorveðri flykktust áhorfend ur til gamla Melavallarins, sem bauð að vísu ekki upp á sem beztar aðstæður, þar eð hann er cnn allt of laus í sér þannig, að oft er erfitt að hemja boltann. Leikurinn var að þessu sinni hvorki verri né betri en vant er um vorknattspyrnu, liðin virtust þjást af úthalds- 'og þróttleysi. Átti þetta einkum við um hina ungu Þróttara ,sem vöktu svo mikla athygli á innanhússmóti KSÍ nýlega. Lcikurinn var ekki nema rúm- lega mínútu gamall, þegar Björg vin Daníelsson hagnýtir mistök og kæruleysi Þróttarvarnarinnar og tekst að skora úr heldur þröngri aðstöðu út við enda- mörkin, en skotið var fast og ó- verjandi fyrir markvörðinn. Fieiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en fyrstu 10 mín. voru Þróttararnir óþekkjanlegir og pressuðu stíft en tókst ekki að skora. Annað markið skoraði Matthíás í byrjun sfðari hálf- leiks. Vítaspyrna færði Val 3. markið, en dómur Karls Berg- mann í þetta skiptið var nokk- uð harður, þar eð Valsmaðurinn féll í viðureign um boltann, sem var á milli leikmannanna. Spym una framkvæmdi Bergsteinn Magnússon, en Þórður Ásgeirs- son varði skot hans laglega, en Þróttararnir „frusu“ við víta- tcigslínuna og fylgdu ekki eftir skotinu eins og vaninn er og átti Bergsteinn auðveit með að skora yfir Þórð liggjandi. Fjórða mark Vais var falleg- ast markanna. Það átti rót sína að rekja til sendingar Skúla Þorvaldssonar fyrir markið, en þar tók Bergsteinn víð og skall- aði Iaglega úr lágri stöðu, mark 4:0 og örfáar sekúndur voru eft- ir af fyrsta leik ársins. Vart er hægt að dæma um getu Iiðanna sem hér voru að leik ,til þess voru skilyrðin ekki nógu góð. Lausi völlurinn, sem hér var notaður er mjög siæmur cg skemmir stórlega allan sam- leik, fyrir utan hvað erfitt er að hlaupa á slíkum velli. Vals- menn voru mun betri í öllum samleik og virtust margir hverj- ir hafa nokkuð sæmilegt úthald, en þróttararnir voru úthaldslitl- ir. Bergsteinn Magnússon átti oft góð tilþrif í Ieiknum og sama má um Matthías Hjartarson segja. Vömin átti heldur rólegan dag, því Þróttarar gerðu lítinn skurk. Af Þrótturunum var Axel oft drjúgur. Jens var duglegasti .maður vallarins og gerði margt mjög vel í sfðari hálfleik. BiII er enn með og er liðinu mikili styrkur, enda þótt hann sé nú orðinn 42 ára gamall og elzti maður, sem leikið hefur knatt- spyrnu með meistaraflokki á Is- landi, nokkurs konar Matthcws íslenzkrar knatts^yrnuy Karl Bergmann, Fram, dæmdi og tókst það yfirleitt allvel. Áhorfendur vom um 2000 tals ins, sem er mjög góð aðsókn að ekki stærri leik en þetta. — jbp. Hraðkeppnismót Hauka fór fram á föstudags- og laugardags- kvöld að Hálogalandi og fór keppnin hið bezta fram, margir Ieikir jafnir og skemmtilegir, en úrsiit Fram og FH á laugardags- kvöldið voru auðvitað hápunktur- inn og ágætur leikur beggja aðila var til mesta sóma. Pétur og Birg- ir voru báðir með FH og settu stóran svip á leikinn, en Fram naut hvorki Ingólfs né tveggja beztu markvarða sinna við. Úrslit á föstudagskvöldið: Haukar-Vaiur 17:9 FH-KR 24:11 FRAM-ÍR 10:9 Þróttur-Víkingur 17:14 Á laugardagskvöldið fóru svo úr- slitin fram. Fram vann Hauka með 16:12. Bæði liðin léku vel og ekki sízt Haukarnir, sem hafa sýnt ó- trúlegar framfarir í vetur og kó- róna leiktímabilið með þessu vel heppnaða afmælismóti sínu. FH átti ekki í erfiðleikum með Þrótt, sem fann ekki neistann frá kvöldinu áður og gafst upp fyrir leikinn. FH vann 22:7, og hefði getað end- að með stærri yfirburðum ef Ragn- ur hefði ekki haft frammi þau sirkusbrögð, sem hann sýndi. Var þá komið að rúsínunni, leik Fram og FH, nokkurs konar auka- úrslitum íslandsmótsins, þar sem FH styllti upp sínu sterkasta, en Fram saknaði einkum Ineólfs svo Það voru létt skref sem Danny Blanchflower steig upp í heiðurs- stúkuna á Wembley þrátt fyrir sín 36 ár og mikil og erfið hlaup í úrslitaleiknum gegn Burnley á laugardaginn, en hann tók við bik- arnum úr hendi Elísabetar Eng- landsdrottningar, og gerði hann það nú í annað skipti í röð. Burnley- menn urðu af bikarnum enda þótt þeir léku vel úti á vellinum og væru á tíðum óheppnir við mark Tottenham, sem hinsvegar hafði heppnina með sér. Kostaði þetta Burnley það að þeir misstu af fullum bikar af mjólk, sem þeir áttu að auglýsa fyrir búnaðarsam- tökin (ef þeir ynnu) fyrir 10 pund á mann! Þetta var 81. skipti sem úrslit í Bikarnum fara fram í Englandi. og markvarðanna Sigurjóns og Þorgeirs. Sérhver tilraun FH til að ná yfirhönd í leiknum virtist ætla að mistakast. Fram náði brátt yfirburðastöðu 7:2 en undir lok hálfleiks tókst FH að minnka í 7:4 Adam var ekki lengi í Paradís og FH tók að saxa á forskotið, en ekki fyrr en á síðustu mínútu tókst FH að jafna og skora sigurmarkið. Karl Ben. hefði getað jafnað fyrir Fram úr vítakasti en skaut gróflega fram hjá. FH átti ágætan leik síðasta stund arfjórðunginn, ekki sízt vörnin, sem leyfði Fram ekki að skora eitt einasta mark á því tímabili. Birgir og Pétur voru báðir góðir. Hjalti var og góður f markinu. Leitt var að sjá hvernig sumir leikmenn FH brugðust við dómum Eysteins Guð- mundssonar, hins unga dómara, sem greip hér inn í fyrir dómara sem skrópaði, en Eysteinn dæmdi mjög vel, en varð bitbein svekktra FH-inga, cinkum Arnar Halisteins- sonar, sem var hreinlega dónaleg- ur og var að lokum vísað af leik- velli. Af Frömurum var Atli Marinós- r .n beztur, en hann keppti nú sinn fyrsta leik í meistaraflokki. 'rlingur var og góður, en hann lék nú fyrir utan en er vanur að vera línumaður. Hilmar var og góður varnarmaður sem fyrr og drjúgur í sókninni. Greaves skoraði fyrsta markið og eina mark fyrri hálfleiks á 3. mfn., en í síðari hálfleik jöfnuðu Burnley menn 1:1 og var þar Robson að verki, en mark þetta er 100. mark- ið bikarúrslitum. Smith skoraði 2:1' á 30. mfn. og Danny Blanchflower innsiglaði sigurinn og gerði Burn- ley vonlaust á 35. mín. Fram vann í 4. flokki Vormót 4. flokks í handknattleik fór fram að Hálogalandi s.I. fimmtu dagskvöld. Þátt tóku í mótinu 9 lið og var um nokkurs konar út- sláttarfyrirkomulag að ræða. Til úrslita léku Fram og Þróttur og sigraði Fram með yfirburðum 20:6. Áður hafði Fram sigrað Ár- mann 14:3 og Val 15:3, en Þróttur hafði unnið Víking 7:6 og KR 7:5. Evrópumet í sföng Finnski stángarstökkvarinn Penetti Nikula setti í oærdag nýtt Evrópumet í stangarstökki og stökk 4.72. Landi hans Risto Ankio stökk 4.60. Gerðist þetta á fyrsta utanhússmótinu í Finn- landi í Lahti. Firmakeppnin Firmakeppni Golfklúbbsins hefst þ. 19. mai n.k. eins og sagt er frá í auglýsingu hér í blað- inu. Golfklúbburinn stendur nú í, stórræðum, byggir glæsilegan golfvöll fyrir milljónir í Grafar- holtslandi og treystir nú á að hin ýmsu firmu rétti hjálpar- hönd með þátttöku í firma- keppninni. Nánar verður sagt frá heim- sókn f Grafarholtsland klúbbs- ins í blaðinu á morgun, en þar var fróðlegt um að litast hvern- ig kylfingar eru að breyta ó- ræktinni í fagurgræna grasbala. ANNAR leikur Reykjavíkurmótsins er kl. 8,30 á Melavellinum. KR og Víkingur leika. Óreyndur dæméi Hraðkeppniúrslit

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.