Vísir - 07.05.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 07.05.1962, Blaðsíða 8
8 Útgefandi Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjórar: Hersteinn Pálsson. Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. I lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Er ekki einn meiro en nóg? Tíminn heldur því mjög að Reykvíkingum þessa dagana, að velferð þeirra næstu árin sé undir því komin, að tveir Frammsóknarmenn verði kjörnir í borg arstjórn. Með því yrði tryggð öflug andstaða í borgar- stjórninni, undir forustu Framsóknarflokksins, segir blaðið. Það segir ennfremur að kommúnistar hafi stað- ið sig illa sem forustuflokkur andstöðunnar undan- farið og því verði Framsókn nú að fá forustuhlut- verkið. Þess hefur Iíka orðið vart síðustu árin, að Fram- sóknarmönnum félli forusta kommúnista /illa! Á Alþingi, í borgarstjórn Reykjavíkur, víða í sveitar- félögum út um land og í verkalýðsfélögum hefur Fram- sókn látið kommúnista ráða stefnunni og stutt þá til hvers konar skemmdarverka. Hefur fram að þessu ekki borið á óánægju hjá Tímanum með þessa tilhög- un, nema þá helzt að honum hafi stundum þótt komm- únistar ganga of skammt í niðurrifsiðjunni. Ef til vill er það þetta, sem blaðið á við nú, þegar það er að tala um að forusta kommúnista hafi gefist illa. En hver er kominn til að segja það, að Framsókn yrði faiin forusta andstöðunnar í borgarstjórn Reykja- víkur, þótt hún fengi tvo fulltrúa kjörna? Kommún- istar fá væntanlega tvo líka. Og reynsla síðari ára hef- ur sýnt að þeir hafa forustuna, þó að Framsóknar- mennirnir sé fleiri. Nægir þar að nefna sjálft Alþingi. Hins vegar breytir það engu fyrir Reykvíkinga, hvort þessir andstöðufulltrúar í borgarstjórninni verði tveir og tveir, eða Framsókn fær aðeins einn og kommún- istar halda sínum þremur. „Setulið“ Framsóknar hér í borginni hefur ekki atkvæðamagn til þess að koma að tveimur fulltrúum, ef engir aðrir glæpast á að kjósa lista þess, og sannarlega er einn Framsóknar- fulltrúi meira en nóg! Við höfum engu gleymt Það er ekki ný bóla, að Tíminn fari að bera hag Reykjavíkur fyrir brjósti þegar líður að kosningum. Þá segja Framsóknarhöfðingjarnir að sér renni til rifja, hve borginni sé illa stjórnað og þeir eigi enga ósk heitari en þá, að verða svo öflugir í borgarstjórninni, að þeir geti beitt áhrifum sínum til þess að skapa hinu „framsækna og duglega fólki“, sem hér býr, lífs- skilyrði við þess hæfi! Þá verða Reýkvíkingar allt í einu „framsækið og duglegt fólk“, sem á allt gott skilið. Þá er ekki minnst á „Grímsbylýð“, „heildsalaklíkur“ og „fjárplógs- menn“. Nei, þá er þetta allt saman orðið indælis fólk, nema aðeins meiri hluti borgarstjórnar! Allir Reykvíkingar, sem náð hafa kosningaaldri, eiga að vera svo kunnugir afstöðu Framsóknarforkólf- anna til höfuðstaðatíns fyrr og síðar, að þéir láta ekki blekkjast af fagurgala Tímans fyrir kosningar. V'ISIR Mánudagur 7. maí 1962. NÓTT Við gengum upp í Klúbb á fund Hauks Mortens. Þegar hljómsveitin tók sér hlé fórum við að leita að honum, og fund- um hann að tjaldabaki að brauð sneið. Okkur langaði að vita eitthvað meira um lagið „Nótt í Moskvu“, sem er vinsælasta dægurlagið hér um þessar mund ir. — „Hvenær söngst þú þetta lag fyrst?" „í Tjarnarcafé 1957 Ég fór með hljómsveit Gunnars Orm- slev á æskulýðsmót í Moskvu og hafði lag þetta verið samið í tilefni mótsins. Ekki fékk þetta lag neinar sérstakar vinsældir fram yfir það sem venjulegt var og datt út af programminu. Þó var alloft beðið um þetta lag fyrst eftir að ég kom á Röðul. Fyrir svo sem hálfu ári síðan þaut svo þetta lag upp úr öllu valdi 1 vinsældum í Radio Lux- emburg". „Syngur j ú þetta með íslenzk um texta?“ „Ég syng það ýmist með rúss- neskum texta, sem ég hef lært af plötum, eða með íslenzkum texta sem Kristján frá Djúpa- læk hefur samið. „Hvaða lög eruð þið beðnir mest um“. „Við erum beðnir mest um Nótt í Moskvu og einnig tals- vert um twistlög". „Hvað finnst þér um twist?“ „Ég hef dansað það eftir því sem ég hef kunnáttu til og finnst það skemmtilegt". eru alltaf fleiri og fleiri, sem langar til að prófa þetta, þó að flestir kunni það tæpast“. „Þykir þér fólk yfirleitt dansa vel hér?“ Haukur Morthens „Það er mjög misjafnt. Yfir- leitt held ég að fólk hafi ekki lært nóg að dansa. Fólk vill læra meira að dansa. Það væri mjög athugandi hvort skemmtistaðirn ir ættu ekki að gangast fyrir því að sýna annað slagið dans. „Býst þú við að t’W'istið^tótíiii1J nrÞetta var mjög ólíkt x Moskvu. ná svipuðum vinsældum h^r og Þar er mönnum alveg sama það hefur náð erlendis?" . „Ég held að það muni gera það. Þetta fer að vísu hægt. Hér í Klúbbnum höfum við ekki þann aldursflokk sem ákafastur er í slíkar nýjungar, en samt hvort um er að ræða karl eða konu, þegar þeir fara að dansa. Þeir dansa til að dansa, en ekki til að ná . ir í dömu, eins og algengt er hér, enda eru dans- ar þeirra meira í þjóðdansastíl". „Hvernig er að skemmta ís- lendingum, miðað við aðrar þjóðir?" „Ósköp ágætt. Hver maður, sem stendur uppi á palli til að skemmta, verður að leita eftir fólkinu og reyna að finna hvað það vill. Þegar það tekst er auðvelt að ná íslendingum upp. Mér finnst ég ekki þurfa að kvarta“. „Hver er þá munurinn við að skemmta erlendis“. „Aðstaðan er allt önnur. Þar er ihaður á ferð, en ekki til langdvalar. Þá ríður á að leggja allt fram sem til er. Ef það tekst ekki að ná fólkinu strax er maður steindauður, en ef það tekst hefur maður staðinn í hendi sér. Við ferðuðumst um Svlþjóð í þrjá og hálfan mán- uð, £ sömu ferð og við fórum til Moskvu. Þar virtist vera alveg sama hvað við spiluðum. Fólk var alltaf jafn hrifið“. „Svo við snúum að dansinum aftur, þá kvarfar fólk oft yfir því að dansgólfin séu of lítil hér“. „Ég álít að það sé mesti mis- skilningur. Aftur á móti er oft of margt fólk á þeim. Erlendis bíður fólk þangað til rúm er á gólfinu, en hér fara menn út á gólf hvað mikil sem þrengslin eru. Ég álít að yfirleitt verði gólfin að teljast allveg fullnægj- andi fyrir þá tegund skemmti- staða sem við höfum hér“. „Og þá er það sígilda spurn- ingin: Hvað þykir þér mest gam- an að syngja?" „Það er mest gaman að syngja það sem fólk vill heyra. Það skiptir engu hversu skemmtilegt lag kann að vera. Ef fólk ekki vill hlusta á það hlýtur að verða leiðinlegt að syngja það“ Nýtt flugféhg í imanlandsflugi Flugfélaginu Flugsýn hefur nú verið veitt leyfi til farþegaflugs um landið. Ekki hefur félagið þó leyfi til að hafa fastar áætlanir. Formaður félagsins er Stefán Magnússon, sem starfar sem flugstjóri hjá Loftleiðum. Ekki hefur hann í hyggju að stunda flug hjá félaginu, heldur halda sínu fyrra starfi. Hefur félagið í þjónustu sinni tvo fasta flug- menn, sem munu stunda far- þegaflug og flugkennslu jöfn- um höndum. Auk þess er einn flugmaður lausráðinn. Flugsýn h.f. var stofnað fyrir þrem árum síðan og hefur fé- lagið starfrækt flugskóla á Reykjavíkurflugvelli síðan. Til þess hefur það notað tvær vélar að gerðinni Cessna 140. Til farþegaflugs hefur félagið keypt tvær vélar. önnur þeirra er Stinson, en einmitt þannig vélar voru fyrstu vélar Loftleiða Tekur hún þrjá farþega auk flug manns. Hin vélin er Norseman, sem félagið keypti af dönsku Grænlandsverzluninni, síðasta- haus l og hefur verið unnið að því síðan að taka hana algerlega í gegn. Vél þessi tekur 7 farþega auk flugmanns, hefur 600 hest- afla vél óg flýgur með 180 km hraða. Flugþol hennar er sjö og hálfur klukkutími. Hægt er að nota vél þessa til farþegaflugs á flugvelli sem eru fimm hundruð metrar eða meira. Til samanburðar má geta þess, að Dcuglas DC3, sem Flugfélag íslands notar til innanlandsflugs og taka tuttugu og átta farþega ,þurfa yfir þúsund metra langa braut, til að leyft sé að nota þær til farþegaflugs Ekki hefur félagið í hyggju að fara út í samkeppni við Flug- félag Islands. Er ætlunin að fljúga til þeirra staða sem Flug félagið ekki flýgur til og hafa flugvelli. Auk þess ber Norse man vélin tonn af vörum og er ætlunin að flytja vörur hvert sem lendandi er. Nokkrir þeirra staða sem fé- lagið hefur í hyggju að fljúga til eru Þingeyri, Bolungarvík Hólmavík, Patreksfjörður, Hellis sandur Stykkishólmur, Kirkju bæjarklaustur, Vopnafjörður og Norðfjörður. Flugfélag Islands, og á slnum tíma Loftleiöir, höfðu áætlanir á nokkra þessara staða, en þær hafa nú verið lagðar niður. Samkvæmt upplýsingum sem Stefán Magnússon gaf blaðinu í gær, eru ýmsir flugvellir aðrir, víðs vegar um land, sem mögu- legt er að nota. í F.TTA Ofi ÞÆGILEGA Fæst víóa i verzi'únu: Gunnar Ásgeirsson H.F. Suðurlandsbraut 1 r Sími 35200.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.