Vísir - 22.05.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 22.05.1962, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 22. maí 1962. VlSIR 9 .V.V.W.V.V.V.V. : ft w .. pl : V Beztu kjör sem hugsast getu í vetur hefur Reykjavíkur- borg afhent kaupendum 109 íbúðir, sem byggðar hafa ver ið við Grensásveg nr. 52-60 og Skálagerði 3-17. tbúðir þessar eru liður í áætlun borgarinnar um að aðstoða fólk sem býr í ófullnægjandi íbúðum, við að eignast íbúð. Hús þau sem um er að ræða, eru ýmist tveggja eða fjögra hæða í kjallara eru sameiginleg þvottahús og geymslur fyrir hverja íbúð. Þar áð auki eru sameiginleg- ar geymslur fyrir reiðhjól og bamavagna. Ibúðir þessar eru seldar til- búnar undir tréverk. Þýðir það að allri múrhúðun og einangrun er lokið, raflögn komin í og lögn fyrir dyrasíma. Vatnslagn-. ir og frárennsli fylgir, en kaup endur leggja sjálfir til hreinlæt- istæki. Upphitun er frá sameiginlegri kyndistöð, sem staðsett er á Grensásvegi 54. Hitar hún upp allt þetta hverfi og greiða menn í hitakostnað eftir rúm- máli íbúða. Þessu til viðbótar greiðir borgin öll heimtaugar- gjöld vegna rafveitu, gatnagerð argjöld og byggingarleyfisgjöld. Hverfi þetta er hið glæsileg- asta og frágangur húsanna að utan með prýði. Eru þau seld fullgerð að utan, með tvöföldu gleri í gluggum. Stigagangar eru einnig frágengnir og mál- aðir og tibúnir undir dúklagn- ingu, sem kaupendur sjá um f sameiningu. Blaðamaður og ljósmyndari Vísis fóru þarna inneftir til að athuga hvernig fólki líkaði i þessu nýja hverfi. f !' ■' i •• ••••• • Gunnar Hannesson og frú, ásamt fjórum bömum sínum. ,Hrædd v/ð umferð á götum' Við komum fyrst til Gunnars Hannessonar, prentara, sem býr á Grensásvegi 56, í þriggja her- bergja íbúð. Kona hans er Jóna Símonardóttir og eiga þau hjón fjögur börn. Elzt er Elísabet Harpa, 13 ára, síðan Gróa Dag- mar 7 ára, Ragnheiður 5 ára og Ragnar 7 mánaða. — Hvenær fiuttuð þið í íbúð- ina - Við fluttum laugardaginn fyrir páska. Við höfðum keppt að þvf að flytja fyrir hátíðina og það rétt hafðist. - Hvenær tókuð þið við í- búðinni? — Við tókum við henni 15. janúar. Það tók okkur um þrjá mánuði að fullgera hana. Ég gat ekki unnið nema Iítið við þetta sjálfur. Ég var þó við þetta eftir þvi sem ég hafði tíma til. — Hvað kostaði íbúðin frá bænum? - Hún kostaði 320 þúsund, tilbúin undir tréverk. Þar af eru 200 þúsund lánuð til 50 ára, með 6% vöxtum. Rærinn lánar 100 þúsund af þessu en hús- næðismálastjórn 100 þúsund kr. Lán þessi eru á öðrum og þriðja veðrétti, svo að fyrsti er laus, ef taka þarf Ián til að fullgera íbúðina. — Eru þetta ekki óvenjulega góð kjör? — Það er ekki hægt að 'hugsa sér þau betri. Ef maður ekki ræður við að eignast íbúð svona þá getur maður það alls ekki. — Hvað bregður ykkur mest við í þessu nýja húsnæði? — Það er ólíkt hvað rýmra er um mann. Við bjuggum áður í tveggja herb. íbúð, sem er allt of lítið fyrir sex manna fjöl- skyldu. Frúin bætir við: — Við vorum alltaf dauðhrædd um börnin vegna umferðarinnar á götunni. Hér er nóg svæði kring um húsið og það er langt frá götu. Auk þess á að koma leikvöllur hér rétt hjá. — Þið hafið mjög fallegt út- sýni hérna. — Við sjáum hér suðurfjöll- in, Reykjanesið, Akrafjall og svo Snæfellsnesjökul. Það er stór kostur að það verður ekki byggt fyrir það. Og frúin bætir við: — Ég er ættuð úr Keflavík og hef mjög gaman af því að sjá bátana úr Keflavík, þegar' þeir eru að fara út á kvöldin. — Ykkur Iíkar sem sé vel hér? — Þetta eru afar góðar íbúð- ir. Auk þess eru þær ódýrar í rekstri. Kyndistöðin gengur fyr ir dieselolíu og það kostar ekki nema 300-350 krónur á mánuði að hita hana upp, og alltaf nóg heitt vatn. Dagbjartur og fjölskylda. Eldri dóttirin er I sveit. Fram átti meira í leiknum „Aldrei tekist án hjálpar" Næst heimsækjum við Hösk- uld Jónsson, sem býr í Skála- gerði 17. Höskuldur starfar í Borgarskála hjá Eimskipafélagi íslands. Kona hans heitir Elín Gísladóttir og eiga þau fjögur börn, Guðnýju 8 ára, Gísla Jón 7, Ragnar 5 cg Ármann, sem er nærri tveggja ára. Við spyrjuro Höskuld fyrst hvar hann hafi búið áður. — Við bjuggum í Camp Knox i bragga í fjögur ár. Við feng- um þessa íbúð seint í nóvem- ber og fluttum viku fyrir jól. — Voru ekki viðbrigðin mik- il? — Það er eins og hvítt og svart. Bragginr. var orðinn all- veg ófær til íbúðar nema kosta upp ú hann stórfé. Raunar var hann, en hann var samt alveg hann, en hann var samt allveg afleitur. Annars hggur munur- inn ekki í því einu. Munurinn á umhverfi er engu minna virði. Hér á að koma leikvöllur fyrir utan húsið og nóg opið svæði er allt í kring. — Hvað er þessi íbúð stór? — Hún er 67 fermetrar, þrjú herbergi og eldhús, auk geymslu í kjallara og sameigin legs þvottahúss. — Hvað kostaði hún frá borg inni? — Hún kostaði 273,500 og af því er lánað til 50 ára 200 þús. kr. Það er ekki hægt að hugsa Framh. á 7. síðu. // Á hæð í Skálagerði 17 býr Dagbjartur Grímsson, sem er bílstjóri hjá Brjóstsykursgerð- inni Nóa. Hann er giftur Ernu Jónsdóttur. Á heimilinu er tvær dætur, Dagbjört Helga 10 ára og Erna Dagbjört 6 ára. Dag- bjartur er Reykvíkingum að góðu kunnur, þvl að hann hef- ur leikið í meistaraflokki í Fram undanfarin ár og tvisvar verið í landsliði. Hann snýr sér strax að ljós- myndaranum og segir: — Ég sá þig á vellinum í gær. — Já, þetta var heldur lélegur leikur. Þetta er það síðasta sem vér skiljum, því að nú fara þeir að tala það tungumál sem knattspyrnuunnendur einir skilja. Eftir nokkra stund tekst oss að skjóta inn spurningu um hvenær hann hafi flutt í íbúð- ma. Vaxandi borg — Það var alveg voðalegt að ná ekki þessu stigi af KR, það hefði getað breytt miklu. Flutt- Framhald á bls. 7. Höskuldur og fjölskylda. Tvö elztu bömin eru í sveit. V.V.V.V/.VAV.'.V.'.V.V.VV.V.'.VAV.V.V.V.V.V.V.V.VV.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.WAV.W.VAViVV.V ,/ii m 11Mh »;■)! IJAMfíHJIi J / uu II i I I I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.