Vísir - 22.05.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 22.05.1962, Blaðsíða 13
'I i l "> I Þriðju^un ,2fi. ratfí) 1962. i i i r yisiR 13 Aðalfundur veitingumunna BÆKUR OG HOFUNDAR r r \\ Þjóðsögur Torfhildar Hólm ÁHUGINN fyrir þjóðsögum er enn gríðarmikill hér á landi, já miklu meiri en í nokkru öðru landi, sem ég þekki til e.t.v að Færeyjum einum undanskildum. Og það er sama þótt þjóðin eign ist skáldsagnahöfunda og leik- ritaskáld, — áhugi manna og ást á þjóðsögunum fer síður en svo dvínandi. Sést þetta bezt á hinni nýju útgáfu á þjóðsögum Jóns Árnasonar, sem er stór- virki og ýmsum endurútgáfum svo sem á „Ömmu“ á sl. ári og væntanlegri endurútgáfu á Grá- skinnu í ár. Áhrif þjóðsagnanna eru sterk og holl. Þær lífga landið fyrir okkur og gefa sögu þjóðarinnar hold og blóð. íslendingur ferð- ast með öðrum hætti um land sitt en útlendingar. Úr hverjum dal og hverju fjalli kalla sagna- minningarnar til hans. Margt af þessu er að vísu kallað hjá- trú og hindurvitni svo sem tröllasögurnar. En jafnvel þær verða einkennilega raunveruleg- ar fyrir okkur, þegar við stönd um við einhvern dranginn, þar sem tröll dagaði uppi og varð að steini. Þjóðsögurnar eru eins konar bókmenntaleg móðurmjólk okk- ar. Nær allur íslenzkúr skáld- skapur leiðir rætur sínar þrátt fyrir erlend áhrif, niður í jarð- veg þeirra og fær ella vart hljómgrunn meðal þjóðarinnar. TVf’ENN kynnu nú að ætla að i þeim miklu þjóðsagnaútgáf um sem byggjast á þjóðsagna- söfnun síðustu aldar væri sá ak- ur uppskorinn og fáu við þáð að bæta. En þá gerðist það á sl. ári að Landsbókasafninu voru afhent handrit sem Torfhildur Hólm skáldkona lét eftir sig og geymd hafa verið síðan hún lézt í spænsku veikinni 1918. í þess- um handritum eru bréf og dag- bókarbrot er varpa ljósi á líf þessa fyrsta íslenzka kvenrithöf undar, en auk þess þjóðsagna- syrpur, sem hún safnaði mest fyrir árslok 1878 er hún var um þrítugt, eða áður en hún hóf skáldsagnaritun sína. Það ;.iá sjá hvílíkur fengur Finni Sigmundssyni Landsbóka- verði hefur þótt að þegsum syrpum, - að varla er liðið ár frá því rifnið fékk þær og þangað til hann hefur gefið þær út í veglegri útgáfu sem marz- bók Almenna bókafélagsins. T FORMÁLA slnum fyrir bók- inni segir Finnur að þessi handrit Torfhildar séu heídur ókræsileg á að líta, flestar sög- urnar í uppkasti og ekki vand- að til frágangs. Sumstaðar eru þær hripaðar í flýti með blý- anti. Þó er orðfæri og stíl Torf- hildar haldið í útgáfunni, en á fáeinum stöðum vikið við orða- -gi, þar sem bersýnilegt þótti að hripað væri upp fyrst og fremst sér til minnis. Þessi afsökun útgefandans er óþörf, því að stíllinn á sögunum verður ekki gagnrýndur, svo Torfhildur Hólm ramm-íslenzkur, léttur og liðug ur sem hann er, Njóta kostir beinnar frásagnar og sagna- mennsku sín mjög vel í honum. Er það e. t. v. hin gamla saga, að þjóðsögur taka ekki framför- um á því að vera færðar í skrifstíl. Er það einmitt kostur á þessum sögum, að Torfhildur hefur ekki skrifað þær upp að nýju, heldur tekið þær eins og beint af tungu sögumanna sinna. í bókinni eru um 250 sagnir. Þær falla allar undir þá tegund þjóðsagna sem mætti kallast sannfræðilegar, þ.e. sneytt er hjá ævintýrum, en athyglinni beint að sannfræðilegum við- burðasögum og ýmsum fyrir- bærum á takmörkum þess skil- vitlega sem eru oft flokkuð und- ir hjátrú, en margir og þar á meðal safnarinn sjálfur leggja trú á svo sem draugasögur, drauma og fyrirboða. TjAÐ er annars fróðlegt að * virða fyrir sér hin ólíku við- horf manna til slíkra dulrænna sagna. Draugasögurnar eru einn meginþáttur í safni Jóns Árna- sonar. Þó finnur maður það glöggt að hann hefur ekki verið trúaður á slík hindurvitni, en safnar þessu saman sem merki- legum einkennum þjóðtrúarinn- ar. — Viðhorf Torfhildar Hólm er allt annað. Allstaðar skín í gegn trú hennar á sannfræðilegt gildi þeirra og hún færir mörg vitni að slíkri dulrænni reynslu m. a. getur hún eins atviks sem kom fyrir hana sjálfa, þar sem rödd kallar á hana. Það gefur þessu safniTorfhiId ar sérstakt gildi að hún hefur fejálf frumskrásett og eru hér ótrúlega margar sögur, sem ég hef hvergi séð annars staðar og enn aðrar sem ég hef að vísu séð annars staðar, en tekið er öðruvísi á efninu og eitthvað nýtt sem kemur fram í því. Er merkilegt að Ólafur Davíðsson skyldi ekki hafa krækt í sumar þessara sagna er gerast á því svæði er hann sveima^Si mest um. A NNARS eru sögurnar margs konar og mjög misjafnar eins og alltaf er í þjóðsagna- söfnum, enda er það mjög teygj anlegt, hvaða kröfur á að gera til þjóðsagna. Fáar sagnanna hafa þó nógu mikla reisn til að komast í fremstu röð íslenzkra þjóðsagna og hins vegar eru margar, einkum þær sem fjalla um feigðarboða, sem eru ekki annað en vottorð, ein eða tvær setningar um að menn hafi séð eða heyrt eitthvað og að litlu síðar hafi einhver maður dáið. Dæmi um þetta er t.d. saga um að hænsni hafi drepizt er vegg- ur hrundi yfir þau og lýkur sögunni á þessa leið: „Þetta tók fólkið sem fyrirboða þess, að Fjeldsted væri feigur“. Er les- andinn jafnnær eftir þann hænsnadauða. En meginhluti bókarinnar er þó skemmtilegar frásagnir sem vekja áhuga manns. Þeim er ekkert skipað niður eftir efni en fjalla um hin margvíslegustu at- vik, átakanlega atburði, deilur og undarleg örlög, svo sem horn firzka sagan um barnsmóður Brynjólfs biskups, sagan um líkneski Ólafs konungs á Kálfa- fellsstað, sagan um Jón biskup Vídalín er hann lét Björn á Burstafelli skríða fyrir sér, sag- an um Sólheimadrauginn, sag- an „Lengi má illt versna“ um hinn hataða embættismann og hrífandi er sagan um markaða hvalinn.tvæ. sögur umHallgrím Pétursson m.a. ein þar sem hann messaði á þýzku, saga um Bólu-Hjálmar og álfkonuna hjá Krossum, saga um draugahest- inn í Hálfdánartungum skráðeft ir sjónarvctti, Magnúsi Skag- firðingi, en talsvert frábrugðin og ekki eins sterk og sögur um sama efni hjá Ólafi Davíðssyni. Svona mætti lengi telja óg inn- an um þessar sterkari sögur um drauga og ættarfylgjur kemur svo urmull af gamansögum m. a. um einkennileg tilsvör. Svona Aðalfundur Sambands veitinga- [ og gistihúsaeigenda var haldinn lað Hótel Borg 27. apríl s.l. og var | fundurinn fjölsóttur. Formaður sambandsins Luðvig ' Hjálmtýsson flutti skýrslu stjórn- ‘arinnar og skýrði þar frá hinu | markverðasta, sem stjórnin og | skrifstofa S.V.G. lét til sín taka á [ liðnu kjörtímabili. Skýrði formaðurinn m.a. frá þv£, |að nýir meðlimir hafi bætzt við á | árinu og að félagatalan hafi stöð- [ugt verið að aukast, sérstaklega ’seinustu 4 árin. Á starfsárinu var lögð mikil i vinna í samningsgerðir vegna [ samninga við þau félög, sem Sam- ‘band veitinga- og gistihúsaeigenda | hefur samninga við, en þau eru | Félag framreiðslumanna, Félag , matreiðslumanna og Félag starfs- 7 fólks í veitingahúsum (ófaglært )starfsfólk). Öll fyrrgremd stéttarfélög fengu [kjarabætur bæði með hækkun á ' kaupi og auknum hlunnindum á )s.l. sumri. Á milli Sambands veitinga- og [ gistihúsaeigenda og Félags ís- I lenzkra hljómlistarmanna hefur )aldrei verið i gildi bindandi kjara- , samningur, en eftir því hefur F.Í.H. leitað seinustu árin. Hljómlistarnotendur innan SVG ) samþykktu á s.I. ári að gera samn- | ing við FÍH gegn vissum skilyrð- , um. Á grundvelli greindrar samþykkt iar var gengið til samninga við k FÍH og var fyrsti kjarasamningur I SVG við FIH undirritaður 19, febr. 7 s.l. Lög um veitinga- og gistihúsa- )rekstur eru orðin gömul eða frá lárinu 1926. Árið 1957 kom fram á Alþingi Istjórnarfrumvarp um veitingasölu )og gistihúsahald. Þáverandi stjórn l SVG taldi þetta frumvarp að ýmsu [leyti stórgailað, en við samningu ) þess hafði ekki verið haft samráð )við SVG né fulltrúa þess. SVG skoraði á Alþingi að sam- »þykkja ekki þetta frumvarp, en [setja að nýju nefnd í málið, þar Isem SVG ætti a.m.k. 1 fulltrúa. Fyrrgreint frumvarp var fellt á ívorþinginu 1958, en núverandi r samgöngumálaráðherra skipaði á )s.l. ári nefnd með hinum hæfustu mætti Iengi telja, en í heild er bókin í tölu betri þjóðsagna- safna. TC'INNUR Sigmundsson skrifar sem fyrr segir formála að bókinni, þar sem hann gerir grein fyrir ævi Torfhildar skáld- konu og notast þar í fyrsta skipti við ýmsar upplýsingar úr þeim handritum sem komu nú fram í dagsljósið. Formálinn er efnismikill en fremur snubbótt- ur enda verið að þjappa sam- an miklu efni á fáar blaðsíður. Þetta æviágrip sýnir glöggt hve mikla erfiðleika Torfhildur Hólm átti við að stríða, er hún gerðist fyrst fslenzkra kvenna rithöfundur. Má af því ætla að hún hafi ekki talið vænlegt eftir margföld vonbrigði að bjóða þjóðsagnasyrpur slnar til útgáfu og því hafi þær legið svo lengi og rykfallið. En nú eru tímarn- ir breyttir þegar Almenna bóka- félagið sýnir henni þann sóma að gera þetta rit hennar að mán aðarbók sinni. . Þorsteinn Thorarensen. mönnum, þar sem SVG átti m.a. fulltrúa, til að semja drög að nýju frumvarpi og hefur nú nefndin lokið störfum og verður frum- varpið væntanlega. lagt fyrir næsta Alþingi. Á aðalfundinum voru auk fram- anritaðra mála rædd ýmis önnur hagsmunamál sambandsins, sem of langt yrði að rekja ítarlega hér, svo sem brot á veitinga- og gisti- húsalöggjöfinni, verðlagsmál, og erlent samstarf, en í því sambandi má geta þess, að ársfundur Nord- isk Hotel og Restaurantforbund var haldinn £ Reykjavfk á s.I. sumri og stjórnaði formaður SVG Luðvig Hjálmtýsson þeim fundi. Jón Magnússon framkv.stj. SVG las upp endurskoðaða reikninga sambandsins og skýrði þá eftir þörfum. í stjórn sambandsins á komandi kjörtfmabili voru kosnir formaður Luðvig Hjálmtýsson framkv.stj., meðstjórnendur Þorvaldur Guð- mundsson forstj., Pétur Daníelsson hótelstjóri, og Sigursæll Magnús- son framkv.stj. í varastjórn voru kjörnir Halldór Gröndal og Ragnar Guðlaugsson, en endurskoðendur þeir Axel Magnússon og Sigurgeir Jónasson. Skrifstofa SVG er f Tryggvagötu 8, en þangað geta félagsmenn leit- að með sfn margvíslegu vandamál svo og áhugamál. . . __________ Í2 mílur - Framh. af 8. síðu. „Hinar þjóðirnar,“ segir stjórn- málafréttaritarinn, „hafa aldrei hikað við að knýja fram að færð væru út mörkin hjá þeim - þeim til hagsbóta, „á kostnað“ brezkra fiskimanna. Með því að færa út fiskveiði- mörkin, segir hann ennfremur getur ríkisstjórn Iyft talsvert und- ir með fiskimönnum, sem stunda veiðar á heimamiðum. Á Skotlandi er helmingur aflans lagður á land af fiskimönnum, sem stunda róðra úr landi, og eiga þeir í harðri samkeppni við erlenda fiskimenn, sem stunda veiðar rétt fyrir utan þriggja mílna mörkin. Stjórnmálafréttaritarinn endur- tekur, að á undangengnum árum hafi verið reynt að ná alþjóða- samkomulagi um fiskveiðaréttindi, en flestar neitað samvinnu. Þá seg- ir hann, að lokainnganga í Efna- hagsbandalag Evrópu kunni að hafa áhrif á lokaákvörðun í mál- inu, þar sem sammarkaðsþjóðirnar séu bundnar við sameiginlega stefnu í fiskveiðimálum. Loks segir hann, að engin áform séu á döfinni um að færa út land- helgismörkin (territorial waters) i 12 mílur, en að því er erlenda fiskimenn varðar hefur útfærsla fiskveiðimarkanna sömu áhrif. Sjálfstæðisfélag - Framh. at 4. síðu. Þorkell Gunnarsson, bóndi, frú Inga Kristjánsdóttir og frú Björk Guðlaugsdóttir. Þá voru kjörnir endurskoðendur Tómas Öskarsson, skrifstofumaður og Guðmundur Runólfsson, skipstjóri. Ennfrem- ur fór fram kosning fulltrúa í fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins í Vesturlandskjördæmi. Síðan tóku til máls Sigurður Ág- ústsson, alþingismaður, og Halldór Finnsson, oddviti, og hvöttu til öflugs starfs f hinu nýja félagi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.