Vísir - 24.05.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 24.05.1962, Blaðsíða 10
Ég held að allir ættu að geta verið sammála um tvennt, að mikið hefur ver- ið framkvæmt í Reykjavík og margt er þar ógert enn. í hverju bæjarfélagi, sem er í vexti og eitthvert líf og fjör er í hlýtur alltaf að vanta sitt af hverju. Þegar einu verkefni er lok- ið skapast annað. Ný á- hugamál spretta upp: Nýj- ar þarfir verða til. Nýjar hugsjónir fæðast. Ef ein- hver héldi að einn góðan veðurdag væri hægt að koma og segja nú er allt fullkomið, nú vantar borg- arana ekkert, þá bæri það aðeins vott um kyrr- stöðu hugsjónalausra manna. Þannig komst Gunnar Thorodd- sen fjármálaráðherra að orði í byrjun Utvarpsræðu sinnar í gær- kvöldi. Ráðherrann hélt áfram á þessa leið: Þeim, sem falin er stjórn borgar- innar verða að hafa vökult auga pörfum hennar og þróun, fram- fara og umbótamálum, sem hrinda þarf í framkvæmd. En þar sem ekki er hægt að gera allt í einu, verður það vandi stjórnendanna að ákveða hvaða framkvæmdir skuli teknar fyrst og hverjar skuli bíða unz hinum er lokið. Ákvörðun um röð framkvæmdanna er oft mestur vandinn. Þetta sama vandamál á sérhver fjölskylda við að glíma. Það eru margar þrár og margar þarfir, sem ekki er hægt að full- nægja og K- verður að velja eftir efnum og ástæðum, hvað á að ganga fyrir og hvað á að bíða betri tíma. Þessi sannindi ættu að vera öllu fólki augljós. En um margt eru skiptar skoðanir og ólík sjónarmið varðandi stefnu, starfs- aðferðir, vinnubrögð. Milli Sjálf- stæðismanna annars vegar og Framsóknar og Kommúnista hins vegar, en þessir tveir flokkar hafa haldið uppi mestri gagnrýni á störfum bæjarstjórnarmeirihlutans. Meginstefna Sjálfstæðismanna er sú, að gefa einstaklingunum frjálsar hendur til athafna og framkvæmda innan eðlilegra marka Að nýta sem bezt orku einstaklinganna og athafnaþrá, þjóðinni, borginni og sjálfum þeim til farsældar. Jafnframt leggjum við í. erzlu á að greiða fyrir borg- urunum, létta undir með þeim í lífi þeirra og starfi, en forðast að fjötra þá og hefta. * Þessi tvö ólíku sjónarmið hafa komið einkar glöggt fram í við- horfi íil íbúðabygginga í bænum. Lengstum hafa tillögur kommún- ista miðað að því að bærinn byggði sjálfur íbúðir, ætti þær og leigði þær út. Bæjarbúar ættu helz allir að vera leiguliðar hins opinbera, eftir hinum beztu fyrirmyndum bak við tjaldið. Leiguliðastefnan er stéfna komm i.nista. Jjálfsíbúðarstefnan er okkar i-efna. Aðstoð við einstaklingana hef- ur meðal annars verið veitt með því, að borgarsjóður hefir gert íbúðir fokheldar eða tilbúnar und- ir tréverk, og selt þær þannig með hagkvæmari greiðsluskilmálum en annars staðar voru fáanlegir. Hér má skjóta því inní, að á þessu ári verður meira fé lánað á vegum hús næðismálastjórnar en nokkru sinni fyrr. Á vinstri-stjórnar árun- um ’57 og '58 voru lánaðar innan við 50 milljónir hvort árið, í fyrra voru það 78 milljónir og nú í ár verður lánað á vegum húsnæðis- málastjórnar um 100 milljónir kr. I engri höfuðborg annarri munu tiltölulega jafnmargir íbúar vera sjálfir eigendur þeirra íbúðar, sem þeir búa í. Það hefur jafnan verið megin- boðorð meirihlutans, að vanda sem mest allan undirbúning verklegra framkvæmda með rannsóknum og áætlunum hinna færustu manna. Ráðast þá fyrst í mannvirkið, þeg- ar öllum slíkum undirbúningi væri lokið. Með þessu eru meiri líkur til þess, að mannvirkið standist vel, að það gegni hlutverki sínu og framkvæmdin verður ódýrari ef undirbúningur er rækilegur. Þessi vinnubrögð hafa t.d. verið höfð um allar virkjanir og stækkanir í Sogi og um framkvæmdir Hitaveitunnar. Sem dæmi má nefna, að á árinu 1954 réði bærinn tvo færustu vls- indamenn okkar, til þess að undir- búa leit að heitu vatni í bæjar- landinu sjálfu. Allar boranir síðan, sem borið hafa undraverðan árang ur, eru gerðar að undangenginni þessari vísindalegu rannsókn. Eftir að vandlegar áætlanir hafa verið gerðar um lagningu hitaveitu í öll hús í Reykjavík og búið að tryggja innlent og erlent fjármagn, þá er ráðizt í framkvæmdir og það að fullum krafti. * Nokkrir ræðumenn hafa minnzt á ályktun bæjarstjórnarinnar frá 1958 um framtíðarhöfn fyrir Reykjavík, og látið að því liggja að sú ályktun hafi verið I fljót- ræði gerð og jafnvel i blekking- arskyni. Hér er mjög hallað réttu mái. Á árunum ’56 og ’57 var um það rætt rækilega í bæjarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna, að tímabært væri, að fara að athuga stórfelda stækkun hafnarinnar með framtíð- arþarfir fyrir augum. Voru valdir til þess nokkrir menn, þaulkunnug- ir hafnar- og útvegsmálum, að kanna það mál og gera um það tillögur. Eftir að hafa kannað marga möguleika kom þeim öllum saman um, að álitlegast framtíðar- hafnarstæði fyrir Reykjavík væri norðan og austan núverandi hafn- ar, svæði sem markast af Örfirisey, garði þaðan út 1 Engey, garði frá Engey til Laugarness, með innsigl- ingu þar i milli og síðan á strand- lengjunni frá Laugarnestanga. En um leið var ákveðið, að nákvæm verkfræðile^ rannsókn og áætlana- gerð skyldi fram fara á þessu svæði og öðrum þeim möguleikum i öllum, er til greina kæmu, áður en í nokkrar framkvæmdir yrði ráðizt. Að slíkri rannsókn hefur verið unnið síðan, og .. nni er ekki endanlega lokið. Ef annað hafnar- svæði reynist álitlegra og ódýrara og ekki koma í ljós sérstakir ann- markar á því, verður það að sjálf- sögðu valið. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn telji, að atvinnv.reksturinn sé yfirleitt betur kominn í höndum einstakl-1 inga og félaga en í höndum ríkis-1 og sveitarfélaga, lokar flokkurinn ekki augunum fyrir því, að stund- um geta full rök legið til þess, að gera hér undantekningar frá. Ef kennisetningar rekast á raunveru- leikann verður hann að ráða. Vart getur meira öfugmæli en það, að kenna Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur við aft- urhald, kyrrstöðu og íhald. Sjálfstæðisflokkurinn stendur í dag við hlið þeirra stjórnmála- flokka á Norðurlöndum, sem frjáls lyndastir eru og framsæknastir. Þeir Sjálfstæðismenn, sem nú eru í kjöri til borgarstjórnar munu halda fram stefnunni, stefnu ein- staklingsframtaks og frjálslyndis, samhjálpar og félagshyggju og oddvitann eigum við traustan og ötulan, þar sem er Geir borgar- stjóri Hallgrímsson. Eftir ræðu Gunnars Thoroddsen fjármálaráðherra talaði Auður Auðuns, forseti borgarstjórnar. — Hún ræddi úm það sem gert hefur verið fyrir yngstu kynslóðina og börnin í skólum borgarinnar. Dag- vistarheimili, þ.e.a.s. dagheimili og leikskóla. Sumargjöf rekur fjögur dagheimili með tilstyrk Reykja- víkurborgar, sem greiðir félaginu rekstrarstyrk og leggur til leigu- laust húsnæði. Starfsemi dagheim- ilanna hefur aukizt mikið á kjör- tímabilinu. Dvalardögum fjölgaði úr 63.500 í 82.200, eða um 30%. Vistheimili eru þrjú auk tveggja, sem aðeins eru rekin á vetrum. Sjálfstæðismönnum er ljóst að búa má betur að þessum stofnunum en gert hefur verið. Það er stöðugt haft í huga og lagt kapp á að bæta og auka við. Er hafinn undir- búningur að byggingu þriggja heim iia og tveggja uppeldisheimila fyr- ir börn í tímabundnu fóstri og eins fyrir munaðarlaus börn. Á þessu sumri verður tekin í notkun vöggu- stofa Thorvaldsensfélagsins fyrir 30 börn. Er til athugunar hvernig húsnæði, sem vöggustofan hefur nú, verður ráðstatað. í skólabyggingum hefur mikið verið framkvæmt. Þrír skólar voru teknir £ notkun á kjörtímabilinu, Vogaskóli, Hlíðaskóli og Lauga- lækjarskóli Lokið var áföngum við þrjá aðra og hafin bygging nýs skóla, og honum væntanlega lokið á þessu s.umri. í sumar verður unn- ið að byggingu tveggja nýrra skóla við Álftamýri og Gagnfræðaskóla verknáms. Ennfrerrur verður unnið að við- byggingu við Langholtsskóla og nýjum áfanga við Hlíðaskóla. Síðan skoraði Auður Auðuns á reykvískar konur að kynna sér störf og stefnu Sjálfstæðismanna í þessum efnum sem öðrum borg- armálefnum. Gísli Halldórsson var fyrri ræðu- maður Sjálfstæðisflokksins í ann- arri umferð. Hann ræddi um íbúð- arbyggingar og íþróttamál. Hafa aldrei verið byggðar fleiri íbúðir en á síðasta kjörtímabili. Reykja- víkurborg er búin að reisa á annað þúsund íbúðir, sem hafa verið leigðar eða seldar með hagkvæm- um kjörum. Auk þess hefur 600 fjölskyldum verið veitt sérstök fyrirgreiðsla við byggingu smá- íbúðahverfisins. Um 128 íbúðir eru | nú í smíðum og verður byrjað að j úthluta þeim í sumar. Stefna Sjálfstæðismanna hefur miðazt við að sem flestir ættu ibúðirnar sem þeir byggju í. Mikið hefur verið framkvæmt i þágu íþróttamála. íþróttafélögin hafa fengið lóðir og verið studd til að byggja yfir starfsemi sína. Framlög til íþróttamála hafa stöð- ugt farið vaxandi. Mikil íþrótta- höll, sem rúmar allt að 3300 áhorf- : endum verður fokheld á þessu ári. 1 Leikvangurinn í Laugardal var vígður á kjörtímabilinu. Stærsta útisundlaug landsins er í byggingu í Laugardal. * Birgir ísleifur Gunnarsson sýndi með samanburði hver reginmunur væri á störfum vinstri manna þar sem þeir ráða og þeim miklu störf- um, sem unnin hafa verið af meiri hluta borgarstjórnarinnar í Reykja vík. Tók hann gatnagerð sem dæmi. í Hafnarfirði hafa verið mal- bikaðir 6 af hverjum 100 senti- metrum þau ár sem kratar og kommúnistar hafa farið með völd. í Kópavogi hefur ekki einn einasti sentimetri verið malbikaður. i Birgir hvatti yngri kynslóðina til að fylkja sér undir merki Sjálf- stæðisflokksins við kosningarnar. Hann minnti á að Sjálfstæðisflokk- j urinn hefur verið £ fararbroddi við mótun þeirrar öru þróunar, sem átt hefur sér stað i borgarfélag- inu. Hann kvað það vilja æskunn- ar að þessi þróun héldi áfram undir styrkri stjórn og taldi það ekki betur tryggt en með því að æskan kysi Sjálfsteeðisflokkinn. Gagnstætt því sem Þjóðviljinn fullyrðir, eru „njósnapennar“ alls ekki fáanlegir hér á landi. Þetta er ekki Koh-I-Noor- penni — heldur heitir tegundin Ceramics. Njösnopenni Þjóðviljnns Mörgura lék hugur á að vita, blaðið fer auðvitað með rangt hvemig kommúnistar brygðust mál um tegund og gerð blýants við þeirri staðreynd að hér í ins. Þjóðviljamenn verða að Reykjavík hefði verið afhjúp- leita annars staðar en í búðum aður f fullu starfi njósnari hjns bæjarins, ef þeir ætla að finna alþjóðlega kommúnisma. blýant eins og þann, sem sálu- í fyrradag skýrði Þjóðviljinn félagi þeirra frá Tékkóslóvakíu lauslega frá máli njósnarans en skildi eftir hjá Sigurði Ólafs- tók enga afstöðu til þess verkn syni flugmanni. Misskilningur aðar, sem hann hafði framið, þeirra um að slíkir blýantar fá- enda lítið -rvigrúm til að afla ist í „hverri búð“ skildi þó fyrirmæla frá réttum aðilum. aldrei stafa af því, að þeir séu í gær er blaðið greinilega bú- svo algengir á skrifstofum ið að fá línuna, og þótt fáir blaðsins. dagar séu tii kosninga verður Hitt er alvarlegra, að finnast blaðit að beygja sig undir vilja skuli íslenzkt blað serr velur húsbænda sinna, (Þjóðvilja- þann kostinr. að bera í bæti- prentsmiðjan er á leiðinni) og fláka fyrir erlendan njósnara í taka upp hanzkann fyrir njósn- landi sínu. Allir vita, að það | arann, eru Rússar, sem standa að baki a Sem von er tekst blaðinu þessari og annarri njósnastarf- íjj heldur óhönduglega að verja semi. Það var heldur sein- i þennan vonlausa málstað, en heppilegt fyrir aumingja Ragn- g til þess þó að reyna að bera ar Arnalds að málgagn hans B blak af njósnaranum birtir skyldi auglýsa svo þjónkun g Þjóðviljinn það eitt um mál sína við Rússa dagin:i eftir að jjj hans í gær, að holi blýanturinn, hanri lýsti því yfir í útvarpinu, f sem hann notaði hafi verið að okkur hér kæmu ekkert við nauða sax'aus skrúfblýntur, rússnekt málefni heldur aðeins sem fáisí i hverri búð. íslenzk. | Það er mál út af fyrir rig, að | Framfaraskeið •••• Framh. af 16. slðu. ur þeirra 94 km af malargötum, sem malbika á samkvæmt gatna- gerðaráætluninni eða allar götur, sem hafa verið gerðar í nýju hverf unum síðan 1954 — eru settar £ rétta hæð, með undirlagi svo að- eins er eftir að leggja á þær slit- lagið úr malbiki. Þannig hefur bilið stytzt. Um það verður ekki deilt sagði borgarstjórinn að fjárhagur Reykja vikur stendur með miklum blóma. Mikið hefur verið gert, og allir geta verið sammála um að hrinda beri í framkvæmd þeim stórverk- efnum, sem fram undan eru og nú hefur verið lagður traustur grund- völlur að. Andstæðingar reyna að gera þessar áætlanir tortryggilegar. Þessi mál hafa verið undirbúin á þann veg að unnt er að standa við fyrirheitin, ef samhent og styrk stjórn fer með málefni Reykvik- inga — en enginn leið er önnur til að tryggja samhenta stjóm borg armála en sú að fela Sjálfstæðis- flokknum meirihluta vald. Við íslendingar lifum í góðu landi og við Reykvíkingar Iifum í góðri borg. Og við ætlum okkur ekki að fórna þeim dýrmæta auð, sem við eigum í frelsi þessa Iands og æsku þessa lands. Við ætlum okkur þvert á móti að halda áfram að auðga þjóðlífið, byggja betri og fegurri borg at- hafna og hagsældar, en umfram allt borg frelsis og sjálfstæðis borg aranna. Megi úrslit borgarstjórnarkosn- inganna verða Reykjavík og Reyk- víkingum til gæfu og gengis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.