Vísir - 24.05.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 24.05.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. mai 1962. VISIR Hitaveita í alla Reykjavík á 3 árum 1 |D-listinn BÍLANEFND Vesturbæjarstöð verður að þessu sinni að Vesturgötu 71, — Pétur Snæland h/f, — en EKKI að Seljavegi 2. Boðaðir bílar komi vinsamlegast tímanlega til skrán ingar á kjördegi að VESTURGÖTU 71. Upplýsinga- sími bílanefndar 20124. X-D-LISTINN. Látið skrá bifreið yðar! íjOrð og álif borgaranna f/ i | „iigiB fyrir alla i Framh. af 7. síðu. 1 verið unnið mikið og gott starf. ; Reykjavík hefur vaxið úr bæ í borg. Hún hefur orðið að borg, | sem hver einasti Reykvíkingur getur verið stoltur af. i Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins, sem verið hafa í meirihluta í borgarstjóm undanfarin ár hafa fyllilega sýnt, að þeir hafa reynzt trausts Reykvíkinga verðugir. Af reynslu liðins tíma vitum við, að þeir munu áfram vinna ötullega að borgarmál- efnum með hagsmuni borgar- búa fyrir augum. Af þessum ástæðum ætti sér- hver sannur Reykvíkingur, að 1 greiða fulltrúum Sjálfstæðis- i flokksins atkvæði sitt í kom- | andi borgarstjórnarkosningum, hvar í flokki, sem hann annars 1 kann að standa með tilliti til | hugsjónabaráttu og landsmála. Með atkvæði okkar tryggjum [ við áfram örugga stjórn borg- J armála, áframhaldandi þróun og reisn Reykjavíkur, því að enda þótt afrek hafi verið unn- in, þá er enn mikið ógert og til þess að áfram verði haédið á réttri braut, þarf Reykjavík enn örugga og styrkja stjórn — stjórn Sjálfstæðisflokksins" Fólk gefur - Framh. af 7. síðu. hvaða niðurstöðu ég hef kom- izt að. 1 — Hvað virðist þér vera barizt um? \ — Ég held að allir flokkarn- i ir beri hag borgaranna fyrir | brjósti. Mér virðist það því | fremur vera leiðir en markmið, sem barizt er um. — Þú hefur ekki áður verið ' hér í kosningabaráttu? — Nei. Þess vegna hef ég mjög gaman af að kynnast | þessu. Mér finnst sérstaklega sérkennilegt að sjá þegar blöð- in birta myndir af forsíðum hvers annars. Þegar Morgun- i blaðic birtir mynd af forsíðu | Tímans og Tíminn af forsíðu Morgunblaðsins, veit maður varla hvað maður er að lesa. Annars fæ ég Vísi heim til mín i daglega, sem hjálpar mér \ mikið. — Hvernig lízt þér á ástand- ið í bæjarmálunum? — Það er margt ógert, en það er líka margt sem gert hefir verið. Núna eru margar athyglisverðar áætlanir á ferð- inni, en ég þekki þetta ekki nóg til að geta sagt mikið um þær. 1 Sumar þeirra eru líka þannig ' að maður sér ekki fyrr en eftir nokkur ár hvernig þær ganga. — Hvað finnst þér að helzt mætti betur fara? — Mér finnst fólk ákaflega rólegt hér. Það bíður í róleg- heitum eftir að hlutirnir komi upp í hendurnar á þeim. Það er svo margt sem maður getur gert sjálfur. Það er ekki nóg að hafa dýr og fín heimilistæki og húsgögn, þegar húsið er ó- pússað að utan og allt í óhirðu í kring um það. Það þýðir ekki alltaf að biða eftir að allt sé gert fyrir mann. Með því að snyrtá svolítið í kring um hús- in má breyta mjög miklu Það er ótr egt hvað lítill garður getur sett mikinn svip á um- hverfið, auk þess sem það er gaman að rækta hann. Aldrei verið... Framh. af 7. síðu. ar. Það voru sannarlega mikil viðbrigði þegar við fengum hitaveituna í Hlíðunum. Manni þótti það gott þegar olíukynd- ingin kom, í staðinn fyrir kol- in, en ekki voru viðbrigðin minni, þegar hitaveitan kom. Það virðist helzt á andstæð- ingunum að heyra að allt eigi að gera í einu. Þeim virðist aldrei detta í hug að hlutirnir kosti neitt. Þeir minna mig stundum á krakkann í vísunni sem segir: „Ef að nú hjá pabba einn fimmeyring ég fengi“. Vís an endar svo: „og kaupa síðan allt sem mig langar til að fá“ Það er hægara að tala um að kaupa allt sem mann langar til að fá fyrir fimmeyring, en að gera það. Það er annars undarlegt með kommúnistana. Alltaf eru þeir að tala um hvað gera þurfi fyr- ir hina og þessa. Samt man ég aldrei eftir að þeir hafi tekið þátt í neinni mannúðarstarf- semi. Það eina sem kemst að hjá þeim er að safna fyrir flokkinn.“ Fram af... Framh. af 7. síðu. framkvæmdir í þeim efnum, nægir að nefna hina nýju Sundlaug Vesturbæjar, nýju sundlaugina í Laugardal og hið glæsilega nýja íþróttahús sem nú er -'erið að reisa á sama stað. Ég er þess fullviss að borg- inni er betur borgið undir sam- hentri stjórn meirihluta Sjálf- stæðisflokksins, en undir stjórn fjögurra eða fimm ósamstæðra flokksbrota. Fyrir árslok verður búið að Ieiða hitaveitu í öll hús í Laugameshverfi. Mynd þessa tók Ijós- myndari Vísis í morgun þar sem starfsmenn voru að einangra hitaveitustokka. Verkið hefur gengið mjög vel og er þetta fyrsti áfanginn í hinni miklu hitaveituáætlun. * íVO i i i i i i i i Síðustu vikur hafa menn orðið áhorfendur að því í hverfunum inni í Laugarnesi. hve vinna hefur gengið vel við að leggja hitaveitustokka þar, en hitaveita á að vera komin í öll húsin þar fyrir árslok. Verktakinn, Véltækni h.f. vinnur verkið í nokkrum áföngum eftir fyrirfram gerðri áætlun og telur hann að hitaveitan verði jafnvel komin nokkru fyrr inn í þann hluta hverfisins, sem byrjað er fyrst á. Þessar framkvæmdir í Laugarnesinu eru þó aðeins fyrsti liðurinn í miklu víðtækari hitaveituframkvæmd- um, en það hefur nú verið ákveðið og tryggt fjár- hagslega undir styrkfi forustu Sjálfstæðismanna í borgarstjóm að leggja hitaveitu í öll borgarhverfi á næstu þremur árum og verður þeim framkvæmdum lokið á árinu 1965. Þaðan í frá er það stefna Sjálf- stæðismanna, að ný hús verði tengd hitaveitunni jafn- óðum og þau eru tekin í notkun. Hitaveituáætlun Sjálfstæðismanna er ásamt gatnagerðaráætluninni stærsta hagsmunamál Reykvíkinga í dag. Það er þá vert fyrir borgar- búa að íhuga það, hvernig borgar- stjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks ins hefur lagt grundvöll fram- kvæmdanna. Menn hafa séð stóra gufuborinn að verki í borgarlandinu inn við Laugaveg og Suðurlandsbraut Það er árangur þeirrar stefnu borgar- stjórnarinnar að framkvæma leit að heitu vatni. I landi Reykjavíkur hafa nú ver- ið boraðar 44 holur, sem eru sam- tals 17 þúsund metrar á dýpt. Hol- ur þessar hafa reynzt misjafnar eins og gengur, en nokkrar mjög góðar gufuholur hafa fengizt. Frá þeim koma nú 150 lítrar á sekúndu af vatni sem er að meðaltali 118 stiga heitt. Jafngildir þetta hita- magn nær allri gömh hitaveitunni frá Mosfellssveit. Djúpborinn er þessa daga að bora innst við Laugaveginn og vant ar nú ekki mikið á að nægilegt heitt vatn sé komið fyrir allan bæ- inn. Samkv. Hitaveituáætlun Reykja- víkur er gert ráð fyrir að hitaveita verði lögð í Laugarnesið á þessu ári. Á næsta ári kemur röðin að Hagahverfinu, Holtunum, Hvassa- leitishverfiru og Heimunum. Sum- um þeirra verkefna verður lokið þegar á því ári, öðrum árið 1964, en þá verða ennfremur hafnar fram kvæmdir í Langholtshverfi og Smá- íbúðahverfi. En öllu þessu verki verður lokið fyrir árslok 1965. Hitaveituframkvæmdir þessar eru ávöxtur styrkrar stjórnar og framtaks meiri hluta Sjálfstæðis- flokksins. Þær eru tryggðar fjár- hagslega með 86 milljón króna láni frá Alþjóðabankanum, sem hefur litið svo á að hér sé um svo merki- lega framlivær. að ræða að hann var fús til að greiða fyrir henni með lánveitingu. Reykvíkingar munu kunna að meta framgang þessa mikla hags- munamáls. Þeir geta líka tryggt framgang þess með því að veita Sjálfstæðisflokknum fylgi á sunnu daginn. Þór Sandholt •••• Framh. af 8. síðu. leiði hverjar afleiðingar það gæti haft ef sundrung og ó- samlyndi yrði meðal stjóm- enda borgarinnar. Hvernig yrði viðhorfið ef bindindis- menn, Framsókn, Þjóðvörn, kratar og kommar ættu að fara að stjórna borginni sam- an, flokkar, sem ekkert sam- eiginlegt stefnumál hafa, nema þá helzt að vilja hver um sig ná meiri völdum, án þess þó að hafa möguleika til þess að mynda samstæð- an meirihluta, til að fram- fylgja hugsanlegum stefnu- málum. Sjálfstæðisflokkur- inn einn hefir þessa mögu- leika og hefir sýnt getu sína í verki. Carpenter kominn á Soft Bandaríska sjóliðsforingjanum Scott Carpenter var skotið á loft frá Cape Caraverd kl_ 12:45,15 eft- ir íslenzkum tíma. Honum er ætlað að fara nokkra hringi kringum jörðina. Banc.aríkjastjórn hefur lagt til að þegar verði gert samkomulag i bann við hernaðarlega notkun . geimvídda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.