Vísir - 24.05.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 24.05.1962, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 24. maí 1962. 'HSIR 13 l\oiÁa SI-SLETT POPLIN (NO-IRON) Ttwberused F£i6bi MINERVAc/Jww«« STRAUNING ÓÞÖRF Fyrsta flokks skófatnaður heildsöíuverði a Vegna væntanlegra breytinga á húsnæði, seljast allar vörur verzlunar- innar á HEILDSÖLUVERÐÍ. Til dæmis: Herrabomsur Gúmmíklossar fyrir herra Karlmannaskóhlífar ...... Kvenskór með háum hael . Kventöflur — 325,00 Barnastrigaskór (fyrir te pur) .... kr. 85,00 115,00 Uppreimaðir barna-strigaskór .... — 65,00 450,00 Plast-sandalar (fyrir telpur) .... — 45,00 117,00 80,00 Veiðistígvél, dönsk, mjög góð tegund kr. 395,00 175,00 215,00 310,00 Margskonar annar skófatnaður. 372,00 Skóáburður í túbum kr. 6.50 598,00 — í dósum — 7,50 153,00 Skókrem í glerdósum — 9,00 167,00 Sérstaklega lágt verð. \ a flokks vörur RýmingarsaEan stendur yfir aðeins fóa daga ennþá Skóbúð Reykjavíkur Aðalstræti 8. Viljum kaupa 6 manna- eða station bifreið Útborgun 20 þúsund og eftirstöðvar mánaðargreiðsl- ur eftir samkomulagi. Tilboð sendist í pósthólf 1218 strax, merkt „Bifreið“. ERRA ATTAR HA N DHRE l N SAÐl R efnalaugin björg Sólvollagötu 74. Sími 13237 Barmahlið 6. Simi 23337 Aukin verkefni Framh. af 4. síðu. tekst það ef kennarastéttin er ver launuð en aðrir þegnar þjóð félagsins? Ríki og bæir hafa á undan- förnum árum komið upp mörg- um ágætis skólahúsum, bygg- ingum sem hvert menningar- riki álfunnar getur verið stolt af að hafa komið upp. En mér er spurn hvort þessar glæsilegu byggingar komi nema að hálfu gagni, ef það kennaralið sem í þeim starfar er ekki starfi sínu vaxið. Ég hef í skólastarfi mínu á undanförnum árum persónu- lega reynzlu af því að fjöl- margir kennarar inna geypi- starf af hendi utan lögboðins vinnutíma í þágu skóla- og uppeldismála. Það er vinna sem þeir fá aldrei launaða, en skoða sem þegnskaparvinnu og hugsjón í starfi sínu. Þessa yinnu finnst mér að ríkisvaldið hljóti að sjá sóma sinn í að launa, og að Iaunakjör kennara verði þannig í framtíðinni að þeir geti helgað skólunum starfskrafta sína óskipta. Þá fyrst verður kennslustarfið samkeppnisfært við aðrar starfs greinar þjóðfélagsins í því að draga til sín hæfasta fólkið. Þetta hygg ég eða sé veigamik- ið atriði fyrir alla alþjóð. — Hvað villtu svo segja mér um þinn eigin skóla — Lang- holtsskólann? — Langholtsskólinn var fimmti barnaskólinn sem byggð ur var í Reykjavík, en nú eru þeir að verða 13 eins og að fram an greinir. Hann tók til starfa haustið 1952 og hefur því 10 ára starfssögu að baki. — Og hefur náttúrlega fljót- lega reynzt of lítill vegna hins öra vaxtar höfuðborgarinnar? Fyrsta veturinn sem Lang- holtsskóli var starfræktur, voru 670 nemendur í honum. En ár- in næstu á eftir byggðist Voga- hverfið mjö^ ört og álagið á skólann jókst að sama skapi. Haustið 1958 náði það há- marki, því þá voru nemendur í barnadeildunum orðnir á 13. hundrað, en auk þess voru gagnfræðideildir I og II bekkjar í tengslum við skólann. Þá urð- um við að þrísetja í flest- ar kennslustofur skólans, en auk þess taka húsnæði á leigu fyrir kennslustofur í félags- heimili því, sem Ungmennafé- lag Reykjavíkur hafði þá i byggingu. En það er í fyrsta skipti í vetur eftir að þrengslin urðu hjá okkur að ekki þurfti nema að tvísetja í kennslustof- ur ba-.naskólabyggingarinnar og ekki nema einsetja í kennslu stofur leiguhúsnæðisins þar sem gagnfræðadeildin er til húsa. — Hvað voru nemendur og kennarar margir í vetur sem leið? — Það voru 750 nemendur á barnaskólaaldri og 97 nemend- ur í gagnfræðadeild. Kennara- liðið er skipað 28 manns, en alls er starfslið skólans um 40 manns. — Nokkur breyting eða ríækkun á döfinni? — Bæði fræðsluráð og borg- arráð hefur nýlega samþykkt að stækka Langholtsskólann, og er sú stækkun miðuð við það að ekki þurfi nema að ein- setja í kennslustofur barna- deildanna og einsetja í allar stofur gagnfræðadeilda. Um leið verður leiguhúsnæðinu sagt upp. Þetta er sama mark- mið og stefnt er að í öllum skólamálum Reykjavíkur hjá núverandi bæjarstjórnarmeiri- hluta. Framkvæmdir að þessari nýju viðbyggingu eru í þann veginn að hefjast. — Eru nokkur sérstök ný- mæli innan skólans? — Skólahald er í heild á- þekkt því sem gerist í öðrum barnaskólum Reykjavíkur, að undanskildum einhverjum smá vikum í hverjum einstökum skóla. Nemendur Langholts- skólans gefa ár hvert út fjöl- ritað blað sem þeir selja og á- góðanum er varið til skóla- ferðar á vorin. Þá vil ég ekki síður vekja athygli á nýafstaðinni ■ skóla- sýningu sem var í barna- og gagnfræðaskólum borgarinnar dagana 19. og 20. þessa mánað- ar og er stærsta sýning sem nokkru sinni hefur verið hald- in á vegum skólanna í Reykjavík. Þar var um alls- herjar sýningu á vinnu nem- enda að ræða, svo sem smíðum, handavinnu teikningu, vinnu- bókagerð í ýmsum námsgrein- um svo og á sameiginlegum verkefnum sem nemendur vinna að í sambandi við námsr efni. Ég tel vafalítið, sagði Kristján skólastjóri að lokum — að þessi sýning hafi orðið til þess að auka skilning for- eldra og annarra borgarbúa á því mikla og margþætta starfi sem nemendur og kennarar inna árlega af hendi. Þ. J. x-D ''«u.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.