Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 14
Apríl 1991 Hvað er (SAA)? Guðmundur Hannesson og Þorsteinn Hallgrímsson, IBM á íslandi Árið 1987, nánar tiltekið 17. mars birtist smágrein á síðum Wall Street Journal. ígreininni var kynnt ný högun frá IBM, SAA, sem stendur fyrir Systems Application Architecture. Þessi yfirlætislausa kynning var vísirinn að stærstu breytingum á búnaði og þjónustu frá IBM, fyrr og síðar. Markmið SAA er tvíþætt: - Að auðvelda notendum að flytja til verkefni milli tölva - Að dreifa vinnslum og gögnum Sagt með öðrum orðum: Að vinna verkefni í því tölvukerfi þar sem það er hagkvæmast þannig að vinnsluaðferðir og kunnátta varðveitist sem best. í SAA er skilgreint samræmt safn af skilum, aðferðum og samskiptareglum f þrem vélbún- aðarumhverfum frá IBM. SAA tekur yfir eða byggir á ijórum megin þáttum: * Samræmdum forritaskilum * Samræmdum notendaskilum * Samræmdum samskipta- skilum * Sameiginlegum hugbúnaði. Lítum nánar á hvern þessara þátta: Sameiginleg forritaskil. Hér er lögð áhersla á eftirfarandi atriði.: - Hægt að flytja forrit milli hönnunarramma - Þekking forritara nýtist milli hönnunarramma Ákveðin forritunarmál hafa þegar verið löguð að þessum forrita- skilum, og önnur eru á leiðinni. Innan rammanns eru forritunar- kerfin: - Cross System Products (CSP) - "C" (ANSI) - COBOL (ANSI) - FORTRAN 77 (ANSI) - CMS (REXX) - RPG IV Önnur forritunarkerfi sem SAA tekur væntanlega upp á arma sína innan skamms eru Pascal og ADA. Samræmd notendaskil: Hér er lögð áhersla á forritanlegar vinnu- stöðvar en einnig ertekið tillit til hefðbundinna skjástöðva. Helstu þættir samræmdra notendaskila eru: * Hægt að flytja notendur milli hönnunarramma * Tölvuumhverfi lagað að vinnuumhverfi * Hlutbundin hönnun þar sem gögn notenda eru þungamiðja samskipta * Val með því að benda * Notkun myndrænnar fram setningar til þess að einfalda skýringar * Gluggaumhverfi * Óhlutbundin (modeless) hönnun þar sem notandi hefur stjórnina. Þegar eru nokkrir stærri hugbúnaðarframleiðendur hér- lendis farnir að hafa samræmd notendaskil að leiðarljósi, hafa lagað eldri kerfi af þessu nýja staðli og hanna ný í samræmi við hann. Samræmd samsldpti: hersluatriði eru eftirfarandi: * Ferli geta talað saman milli hönnunarramma * Grunnhugmyndir byggja á miðlara/biðlara (Client/ server) þannig að gagnagrunnur liggi á miðlægri vél og framsetn- ing á einmenningstölvu * Allar tölvur sem tala máli sameiginlegra samskipta geta tengst inn á net (LU 6.2) Samræmdur hugbúnaður: Fyrsta hugbúnaðarkerfið sem uppfyllir skilyrði SAA um samræmingu hugbúnaðar er Skrifstoíúsýn, sem þýdd hefur verið á íslensku. Ekki er hægt að yfirgefa þetta efni án þess að minnast á tvo nýja sprota á síungum meiði SAA stofnsins. Þetta eru samvinnsla eða Cooperative Processing og AD/CYCLE hönnunar-ramminn. Meðan fyrra hugtakið er vel skilgreint er rétt að benda á grein í síðasta októberblaði Tölvumála um AD/CYCLE. Þá má búast við skilgreiningum á dreiíðum gagnagrunnum innan SAA og er sú þróun þegar farin að sjá dagsins ljós. SAA er framtíðarstefna IBM í hönnun vél- og hugbúnaðar. SAA er framtíðarstefna IBM I samskiptum, - notenda við verkefni - hönnuða við verkefnagerð - tölvu við tölvu - hönnuða um verkefnagerð Við munum sjá SAA breytast og lagast að nýjum tímum og aðstæðum. Dæmi um slíkt er opnun SAA rammanns fyrir UNIX kerfi. Alls staðar þar sem því verður við komið eru notaðir viðurkenndir staðlar eins og ANSI/SQL og LU 6.2. Megin markmið SAA mun alltaf verða að auðvelda notendum aðgang að gögnum og verkefnum tölvanna. Þannig verður tölvan sjálfsagt og þjált amboð sem léttir okkur daglegu störfin. 14 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.