Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 19
Apríl 1991 og raunveruleg not þessara stafrófa í gagnavinnslu hafa nær engin verið. [íslenska 7 bita stafrófið, sem nú er að mestu úr sögunni, var einmitt byggt upp með þessum hætti, þvítvö þeirra 10 sæta, sem nota mátti að vild, voru notuð fyrir brodd, annars vegar yfir upphafsstafi og hins- vegar yfir lágstafi. Öll meðferð texta sem svona er táknaður er afar tafsöm auk þess sem ómögu- legt er að þýða með fullu öryggi yfír í önnur táknróf.] Þetta staffóf var reyndar fyrst og fremst ætlað til gagnaljarskipta, og er nokkuð notað á þeim vettvangi. Helstu stólpar ættarinnar eru ISO 6937- 2 staðallinn, T.61 [símastaðall] og TELETEX stafatöflurnar. OSI-samskiptareglurnar gera ráð fyrir notkun þessara stafrófa, en fá dæmi hafa sést um þau í fullri notkun til þessa. 5. 16 bita stafrófin Menningarsamfélög Austur-Asíu þurfa að nota miklu fleiri stafi en komast fyrir í 8 bita stafatöflum, endahafamennþar skilgreint sín eigin 16 bita stafróf. Allmörg eru í umferð, bæði fyrir japönsku, kínversku og kóresku. I þessum töflum eru oft einhverjir stafir úr latínu- grísku eða kýrillisku letri. Oftast er tekið frá rúm fyrir stýritákn samkvæmt ISO 6429, en að minnsta kosti sum 16 bita stafróf ffá IBM fyrir einmennings- tölvur fara ekki að þeim reglum. Nýtt 16 bita staffóf er nú á döfinni. Það er kallað UNICODE, og er samið á vegum nokkurra tölvu- framleiðenda I Bandaríkjum N- Ameríku. í því er gerð tilraun til að koma fyrir sem flestum stöfúm og táknum, sem notuð eru í tölvu- heiminum. Það leyfir þó ekki að skilið sé effir rúm fyrir stýritáknin samkvæmt ISO 6429, og brýtur þannig þá reglu, sem ISO- stöðlunin er byggð á og kennd er við staðalinn ISO 2022. 6. ISO 10646, þrjátfu og tveggja bita stafrófið Nýjasta þróunarverkefnið á sviði stöðlunar tölvustaffófa er staðall- inn ISO 10646. Markmiðið er að hann rúmi alla stafi og tákn, sem notuð eru í heiminum, og að unnt verði að gefa hverju þeirra sértækt 32 bita einkenni. Þar sem unnt er að koma flestum þeim stafamengjum, sem vinna þarf með, fyrir í 8 eða 16 bita töflum, eru í staðlinum skil- greindar leiðir til að þjappa ein- kennunum saman í eitt, tvö eða þrjú bæti. í ISO 10646 koma bæði ASCII-stafrófið og ISO 8859/1 fyrir sem raunveruleg undirmengi (Tilvitnun lýkur). Útbreiðsla ættanna á íslandi Hér á landi eru fyrst og fremst í notkun stafróf af 2. og 3. ætt. Skal nú vikið nánar að einstökum stafatöflum og þeim vanda, sem þeim tengist. Fyrst er að nefna íslensku EBCDIC-töflurnar, sem eru af 3. ætt samkvæmt skilgreiningunni hér að ofan. Bæði SKÝRR og Reiknistofa bankanna (hugsanlega einhverjir fleiri) nota gamla, íslenska útgáfu þessarar töflu, sem gengur undir nafninu FRISS. Hún er haldin erfðagalla, sem stafar frá enn eldri stafrófsgerð- um þar sem úrval nothæfra tákna var minna. IBM tekur ekki tillit til þessarar töflu við gerð búnaðar, heldur notar og styður sína eigin útgáfú, töflu 871, sem gildir fyrir tungumál Vestur-Evrópu. Það er áhyggjuefni að þessir tveir not- endur, sem reka stærstu tölvukerfi landsins, skuli ekki hafa treyst sér til að skipta um stafróf. Af 3. ætt eru einnig stafatöflur í einmenningstölvum, bæði Macin- tosh og þeim, sem eru PC-sam- hæfðar. í PC-tölvunum eru tvær stafatöflur notaðar. Önnur er niðurstaða úr samræmingarátaki, sem stundum er kennt við höfund þessarar greinar, auðkennd hjá IBM sem stafatafla 861; hin er stafatafla 850, sem IBM setti á markað með PS2-tölvunum árið 1987. Á sama hátt og EBCDIC- tafla 871 (sjá að ofan) uppfyllir þessi tafla þarfir Vestur- Evrópuþjóða. Stafatafla Macin- tosh-tölvanna er svo af enn einni gerðinni. Aðrar stafatöflur úr þessari ætt hafa minni þýðingu. Af 2. ætt er hér I notkun stafatafla samkvæmt staðlinum ISO 8859- 1. Hún er notuð I flestum Unix- kerfúm og víðar. Einnig þessi tafla er fyrir tungumál Vestur- Evrópu. Ástandið versnar í stað þess að batna Sú hugsun hvarflaði að mönnum eftir að stafataflan 8859-1 tók að sjást innbyggð í skjái og hugbúnað og margir tölvuframleiðendur lýstu því yfir að hún yrði notuð framvegis I búnaði þeirra, að nú myndi vandi okkar íslendinga leysast (eitt skipti fyrir öll. Þótt IBM-stafatöflurnar 871 og 850 væru ekki I samræmi við ISO- staðla, voru að minnsta kosti I þeim sömu stafimir svo að þýðing úr einni í aðra var möguleg. Jafnframt þessu komu nýjar útgáfur af DOS-stýrikerfinu þar sem unnt var að kalla fram og nota tilteknar stafatöflur af allmiklum Qölda, sem byggður hafði verið inn í kerfið. Þessu fylgdi ný hönnun á jaðartækjum, svo sem prenturum og skjá- stýribúnaði, sem gerði það óþarft að breyta vélbúnaðinum sérstak- lega fyrir þarfir hvers lands. 1 9 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.