Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 16
Apríl 1991 treyst á staðla í því kerfí sem byggt er upp til að tryggja sam- ræmdar aðferðir í aðildarríkjum bandalagsins til að prófa eiginleika vöru ("prófunarstofur") og votta eða lýsa yfir að hún uppfylli þær kröfur sem til hennar eru gerðar ("vottunarstofur"). Með því að samræma í stöðlum prófunar- aðferðir og þær kröfúr sem gerðar eru til prófúnarstofa og vottunar- stofa og þeirra, sem af hálfu stjórnvalda ganga úr skugga um að þessir aðilar starfí í samræmi við þá staðla, sem um starfsemi þeirra gilda ("viðurkenningar- aðilar") er vonast til að nægjanlegt traust skapist á markaðnum og að sú stefna bandalagsins að vara skuli ekki prófuð á ný í inn- flutningsrílci fái staðist. T ampere-samningur EFTA-ríkjanna Á sviði prófana og vottunar hafa EFTA-ríkin tekið upp stefnu Evrópubandalagsins og í júní 1988 gerðu þau samning sín á milli um gagnkvæma viður- kenningu á niðurstöðum prófana og staðfestingum á samræmi ("Tampere-samningurinn"). Samningur þessi tók gildi 1. októb er 1990. í honum fel st t. d. að íslenskum stjórnvöldum er óheimilt að prófa á ný innfluttar vörur ef þær koma frá einhverju hinna EFTA-rfkjanna og þegar hefur verið sýnt fram á að þær uppfylli þær samræmdu kröfur sem gerðar eru. Markaðssamruninn og upplýsingatækni Upplýsinga- og íjarskiptatækni er orðin ein af meginstoðum efnahagslífsins og efnahags- framfara í iðnrfkjunum. Það hefur hins vegar staðið þróun á þessu sviði í Evrópu fyrir þrifum hversu mismunandi, jafnvel úreltar, kröfur hafa verið gerðar þar til búnaðar og kerfa. Þar með hefur stórlega dregið úr milliríkjaviðskiptum á þessu sviði. Það hefur einnig komið niður á samkeppnisstöðu evrópskra fyrirtækja og leitt til lakari upplýsinga- og íjarskipta- þjónustu en unnt hefði verið að veita við ákjósanlegri aðstæður. Eitt stærsta þróunarátak í átt til aukinnar samræmingar innan fjarskiptatækni og tölvusamskipta í Evrópu á sér nú stað á vegum Fjarskiptastaðlastofnunar Evrópu (ETSI) og Evrópsku vinnustof- unnar um opin tölvusamskipti ("European Workshop on Open Systems", EWOS) á vegum CEN og CENELEC. Á vegum þessara aðila eru samdir og samþykktir staðlar í gríð og erg. Sem fyrr er sagt eru þessir staðlar jafnóðum samþykktir sem íslenskir staðlar vegna aðildar íslands að þessu samstarfi. Staðlaráð íslands tengist EWOS vegna aðildar sinnar að CEN og CENELEC en hefúr falið Póst og símamálastofn- uninni aðildina að ETSI vegna hagsmuna stofnunarinnar á sviði fjarskiptatækni. Evrópustöðlun á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni byggist óhjákvæmilega að verulegu leyti á alþjóðlegum grunnstöðlum frá Alþjóðlegu staðlasamtökunum (ISO), Alþjóðlega raftækniráðinu (IEC) og Alþjóðlegu samráðs- nefndinni um síma- og símskeytamál (CCITT). Þetta gerir vinnuna við samningu staðlanna að ýmsu leyti auðveldari vegna þess að ekki er um frumvinnu að ræða en að hinu leyti erfiðari vegna þeirrar miklu samræmingar sem þörf er á. Nýjar aðferðir við samningu staðla Vegna þeirrar flóknu tækni og hröðu þróunar á þessum sviðum hafa bæði ETSI og EWOS tekið upp nýjar aðferðir við þróun staðla. Fylgt er ströngum tfma- áætlunum til að halda í við tækni- þróunina. ETSI ræður tímabundið nokkra sérfræðinga í fullt starf til að semja drög að stöðlum. Drögin eru síðan kynnt öðrum sérffæðingum á viðkomandi sviði og loks eru þau tekin til formlegrar afgreiðslu innan ETSI og loks í aðildarríkjum þess. EWOS beitir svipuðum aðferðum og ETSI í æ rfkari mæli en við samningu mun færri staðla en hjá ETSI. Áætlað er að vinna ETSI leiði til hundraða nýrra staðla (ETS- staðlar) á ári og hjá EWOS (EN- staðlar) er um nokkra tugi að ræða. íslenskir hagsmunir íslenskir hagsmunir við stöðlun á sviði upplýsinga- og flarskipta- tækni felast fyrst og fremst f því að staðlar skuli vera fyrir hendi. í undantekningartilvikum er um að ræða sérstaka íslenska hags- muni varðandi einstök tæknileg atriðiístöðlumáþessusviði. Á það helst við ef staðlar kveða á um hvaða bókstafi og tákn megi nota og hvernig þau skuli notuð. Til að tryggja að íslenskir hags- munir verði ekki sniðgengnir leggur staðlaráð í upplýsingatækni (UT-staðlaráð, áður Tölvuráð), sem starfar á vegum Staðlaráðs íslands og samræmir aðgerðir og er framkvæmdaraðili varðandi stöðlun í upplýsinga- og fjar- skiptatækni hér á landi, áherslu á bókstafamálin og tekur virkan þátt í norrænu og evrópsku samstarfi á því sviði. Hefur 16 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.