Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 4
VISIR Þriðjudagur 21. ágúst 1962 Verksvið arkitekta miklu / 1 ~| ~1 • tækara erlendis Nýlega er kominn heim frá námi ungur ís- lenzkur arkitekt, Geir- harður Þorsteinsson að nafni. Geirharður stund- aði nám við tæknihá- skólann í Munchen og hyggst nú taka til starfa hér á landi. Vísir hitti hann nýlega að máli og spjallaði við hann um starf arkitektsins og nýjungar í byggingarmálum. Hér á\landi eru byggingarmál og sparnað- ur í húsagerð mikið og vaxandi viðfangsefni og því telur blað- ið nauðsyn á því að vekja sem mestar umræður um þau mál og fá fram sem flest sjónarmið, því allir munu sammála um það, að byggingarkostnaður er alltof hár hér á landi. — Tækniháskólinn í Miinch- en er stór skóli. Hvað sækja hann margir stúdentar’ — Skólann sækja um 6000 nemendur. Aðsókn stöðugt vax andi. Þar sækja 4-500 manns um upptöku í Ark ár hvert, en 150 eru teknir. Hæfnispróf sker úr. — Ég hefi heyrt að íslenzk- um tæknistúdentum sé ráðlagt að fara ekki til Munchen. Hver er ástæðan? - Það stafar af húsnæðis- skorti skólanna. Einnig er erfitt um húsnæði fyrir nemendur. En ég vil samt ráða þeim mönn- um til, sem ætla að stunda nám í Þýzkaiandi og hafa ein- hver' áhugamál fleiri en námið, að freista þess að ná skólavist í MOnchen, því hún er miðstöð alls menningarlífs í Þýzkalandi. Þótt hana skorti ýmislegt á „modernan" svip. — Hvernig lízt þér á að hefja störf hér? — Mér lízt vel á það, þvi ber að vísu ekki að neita, að föst laun eru yflrleitt lág hér, sem leiðir af sér óeðlilega mikla aukavinnu, en ég held að það standi til bóta. Einnig lofar það góðu, að það er áberandi fleira fólk núna, heldur en síðast þeg- ar ég var heima, sem sér og veit að sá undirbúningur bygg- inga, sem unninn er af kunn- áttu, borgar sig alltaf, jafnvel þótt verðmismunur á teikning- um geti farið upp í 20 þús. kr. hjá venjulegu íbúðarhúsi. — Hvað segirðu um bygg- ingar í Bayern og framkvæmd- ir í byggingariðnaði? — Þar er nú ritað mikið og rætt um iðnvæðingu í bygg- ingum. En þar hefur til þessa, svo til eingöngu verið byggt með gömlu aðferðinni. Þ.e. hlaðið úr múrsteini. 1 norður Þýzkalandi er þetta komið nokkuð betur á veg, en þeir taka sér einkum Frakka og Hollendinga til fyrirmyndar í þéssum efnum. _ Hvernig koma þér þessi mál fyrir sjónir hér heima? _ Það er erfitt að svara þeirri spurningu. Það er margt gott og til fyrirmyndar hér á landi. Einnig er margt öðru vísi en á væri kosið, en það eru oft illviðráðanlegar ástæður fyrir því, og engin leið að hafa yfir- lit yfir þau mái eftir svo stutt- an tíma. En mér finnst áber- andi bjartsýni í mönnum hér, og áhugi fyrir framförum.J — Hvað er álit þitt á lækk- un byggingarkostnaðar? — Frumskilyrði fyrir lágum byggingarkostnaði, er góð nýt- ing hússins, sem leiðir til þess, að skipulagning og teikning hússins hefur feikimikil áhrif á það, hvernig fé það nýtist, serp lagt er í byggingu. RÆTT VIÐ UNGAN ARKITEKT UM HÚS FRAMTIÐARINNAR, LÆKKUN BYGGING- ARKOSTNAÐAR OG FLEIRA Iðnvæðingin er ráð, sem grip- ið er tii, fyrst og fremst þar, sem laun fara örar hækkandi en efniskostnaður, til að draga úr kostnaðaraukningu, og oft leið ir hún til lækkunar. í þvl sam- bandi langar mig að benda á/ grein eftir dr. Rambök um þessi mál, sem birtist t „Iðnaðarmál- um 3 .hefti þessa árg. Þar ræð- ir hann meðal annars orsakir sem geta verið fyrir því, að nýj ungar leiða ekki eins oft til lækkaðs byggingarkostnaðar fyrir byggjanda, eins og gera mætti ráð fyrir. Frumskilyrði fyrir iðnvæðingu er traustur aðgangur að lánum. — Hvað er,að segja um nýj- ar vinnuaðferéir í þýzkum bygg ingarmálum og nýjungar al- mennt á því sviði? — Nýjustu vinnuaðferðir við steinsteypu getur nú þegar að líta á 2 stöðum hér 1 bæ. Þróun í byggingariðnaðinum virðist alltaf vera seinni á sér heldur en t.d. í vélum og raf- er gagnsær kúpull yfir allri lóð inni, sem stjórna má loftslag- inu í, en með því, yrði húsbygg ingin sjálf óháð veðri og vind- um. — Er hiutverk arkitekta alls staðar hið sama og hvert er það? — Alls staðar þar sem mér er kunnugt um er það hið sama þ.e. að vera trúnaðar- og um- boðsmaður byggjanda. — Hvert er þá verksvið þeirra? — í gjaldskrá A. I. er það skilgreint á þessa leið: a) Frumdrög, tillöguuppdrætt- ir og bráðabirgðakostnaðar- áætlun. b) Aðalteikning. c) Sérteikningar. d) Verklýsing. e) Umsóknir um ýmis leyfi. f) Otboðslýsing og útboð. g) Aðalumsjón. Ég þekki engin dæmi þess, þar sem ég var að arkitektar, eða samstarfsmenn þeirra leystu ekki öll þessi störf af hendi. — Er það þannig hér líka? — Nei, því miður, ekki að öllu leyti. Það ber nokkuð mik ið á þvf, að fólk fái menn bara til að teikna til byggingarnefnd ar (þ.e. a og b liðir), en hafi svo engin viðskipti eftir það. — Hverjum ec ,héi. .eiginlega um að kenna? — Ég treysti mér ekki til að dæma um það hvort sökin ligg ur hjá byggjendum, iðnaðar- mönnum eða arkitektum, en sennilega eiga þó allir þar nokkra sök á. — Hvernig eruð þið undir þessi störf búnir þegar af skóla- bekk kemur? — Skólarnir leitast við að búa okkur undir „praxisinn", en samt þykir sjálfsagt að afla H sér fyrstu starfsreynslu í sam- ráði við reyndari menn. Þetta á ékki kvað sízt við hér, þar sem aðstæðurnar eru svo ólíkar þvf, ‘Sem erlendir skólar gera ráð fyrir. — Hverjir geta fengið rétt- indi sem arkitektar? — Félagsmenn í A. í. geta þeir menn orðið, sem lokið hafa fullnaðarprófi í byggingarlist við listaháskóla eða tekniskan háskóla, sem félagið viðurkenn- Geirharður Þorfinnsson. hefur mér hollenzkur listamað- ur þótt svara þessu: , Listaverk er sérhvert verk, sem unnið er af ást á viðfangs- efninu. Mikilleiki verksins er hins vegar háður hæfileikum skapand^ns, áunnum eða erfð- um! niagni Og byltingar eru sjald- gæfar, helzt eru þær samfara því, ef ný byggingarefni eru tekin í notkun, eins og stein- steypan í Frakklandi á sínum tíma eða stálið í Bandaríkjun- um. — Hvernig mundi hús fram- tíðarinnar líta út? — Það verður fyrst og fremst háð þeim möguleikum, sem byggingarefni framtíðarinn ar gefur til að uppfylla óskir þess tíma. Ein af nýrri „Utopi- um“, sem mér er kunnugt um, ir sem fullgildan leikskóla í þessari grein. Reglur um það hverjir megi teikna hús, eru hins vegar skráðar í byggingasamþykkt- um. En hér í Reykjavík er hún í endurskoðun. — Hvað segir þú um listgildi húsagerðar? — Það er oft rætt um það hvort hér sé fyrst og fremst um list eða tækni að ræða. Það er sjálfsagt alltaf eitthvað af hvoru tveggju fyrir hendi. Bezt ^ing sambands ísl. rafveitna haldíð í Keflavík Þing sambands íslenzkra raf- veitna verður háð í Keflavík dag- ana 23.—25. þessa mánaðar. Þing- ið munu sækja fulltrúar frá öll- um rafmagnsveitum á landinu og verða þar mörg mál á dagskrá. Árni Snævarr, verkfræðingur mun flytja erindi um stórar stífl- Nýtt verzlf. á Húsavík Nýtt verzlunarfélag Askja h.f. hóf starfsemi sfna á Húsavík s.l. laugardag og verður það til húsa að Garðarsbraut 18. Húsakynni þar eru öll hin vistlegustu og er verzluninni skipt í fjórar deildir, búsáhalda deild, fatadeild, húsgagnadeild °g byggingavörueild. Teikning- una af verzluninni gerði Jósep Reynis, arkitekt, en trésmiðjpn Fjalar, Húsavík, sá um fram- kvæmd verksins. Framkvæmda stjóri hins nýja fyrirtækis er Páll Þór Kristinsson. ur, Jakob Guðjónsson, raforku- málastjóri, erindi um virkjunar- rannsóknir við Þjórsá, Jakob Guð- jónssen, erindi um línu 2, sem liggur frá Soginu til Reykjavíkur. Valgarð Thoroddsen talar um stjórn rafveitna, Jón Steingríms- son, vélaverkfræðingur ræðir um gastúrbínur fyrir varastöðvar og Stetfán Bjarnason flytur erindi um sjónvarp. Einnig fara fram umræð- ur um gjaldskrár, reglugerðir o. fl. Fundarmenn munu búa í flugvall- arhótelinu meðan á þinginu stend- ur. Stjórn sambandsins skipa nú þeir Steingrímur Jónsson, Eirfkur Briem, Jakob Guðjónssen, Knud Ottested og Helgi Bjarnason. ► Brezki ’ ráðherrann Edward Heath segir að ekki þurfi að óttast atvinnuleysi á Bretlandi vegna aðildar að EBE, þar sem verks- menn frá meginlandinu fái ekki nein forréttindi á Brctlandi. Enn- fremur segir hann, að trygginga- starfsemi verði óbreytt, en hætt niðurgreiðslun: á landbúnaðarvör- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.