Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 21. ágúst 1962. VISIR 13 Hoffa - Framhald af bls. 6. innan þeirrar greinar, sem fé- lagið nær til. Þeir bjóða at- vinnurekendum svo nefnda „sweetheart-contratts", sem veitir þeim ýmsar tryggingar gegn ærnum hundraðshluta af útborguðum launum, sem kem- ur að tveim þriðju hlutum frá atvinnurekendum en einum þriðja frá verkamönnum. Trygg ingarnar eru þær, að viðkom- andi vinnuveitendur þurfa ekki að greiða nema lágmarkslaun, og þeir losna við alls konar ókyrrð meðal starfsmanna sinna, ,,óhöpp“ o.þ.h. Hvernig líður konunni? „Pappírsfélögin" sjá svo um, að nægt vinnuafl sé fyrir hendi og útvega þau einkum svert- ingja, menn frá Puerto Rico og aðra slíka, sem eru fegnir sult- arlaunum, og þeir geta með engu móti staðið gegn þeim mönnum, sem eiga þá raunveru lega njeð húð og hári. Geri þeir einhvern uppsteit ,er setið fyrir þeim á leið úr vinnu og þeim kenndir mannasiðir með bar- smíð og meiðingum. Stundum finnast þeir jafnvei drepnir á götu eða fljótandi f höfn eða fljóti. Eigandi lítillar vélaverk- smiðju í Brooklyn sagði rann- sóknarnefndinni frá vinnubrögð um bófanna. Fulltrúi „pappírs- félags“ sneri sér til hans og bauð honum „sweetheart-samn- ing“ gegn 2000 dollara framlagi strax. Maðurinn færðist undan þessu, en þá sögðu komumenn: „Hvernig liður konunni þinni? Hvernig heldur þú að börnum þínum líði í framtíðinni. Skrif- aðu heldlir undir ...“ Þeir brostu og klöppuðu hon- um á bakið, meðan þeir sögðu þetta, en maðurinn var ekki í neinum vafa um, að þeir mundu hefna sín á honum, ef hann skrifaði ekki undir, svo að hann gerði það. Keisari ríkisins Það eru menn eins og James Hoffa, sem standa á bak við og stjórna þeim ■ verkalýðssam- bandsstórveldum, sem komið hefur verið á laggir ýmist með hótunum eða alls konar laga- krókum. „Hásæti“ hans er í voldugri marmarahöll, aðsetri sambands flutningaverkamanna í Washington, sem stendur ekki mjög fjarri þinghúsi Bandaríkj- anna. Það kostaði „aðeins“ fimm milljónir dollara að út- búa einkaskrifstofur hans, en gjálfur á hann þrjár fasteignir, þar á meðal búgarð mikinn, en auk þess á hann skemmti- snekkju, hefur umráð yfir tíu bílum og hefur á heimili sínu franskan matsvein og sænskan nuddara. Fyrirrennari hans í forseta- stóli, Ðave Beck, var sekur fundinn um að hafa notað fjár- muni sambandsins glæpsam- lega, en þegar Hoffa var kjör- inn eftirmaður hans, voru árs- laun hans um leið hækkuð úr 25 þúsund í 75 þúsund dollara (meira en 3 millj. kr.) og auk þess hefur hann ótakmarkað risnufé. Enginn verkalýðsleið- togi í heimi hefur eins há laun og hann. Beck forðast fangelsið Beck, sem fyrr er getið, var enginn engill og mun hann hafa stungið í eigin vasa um 370.000 dollurum af fé verkamanna, en auk þess framdi hann fieiri af- brot. Hann var dæmdur, en samt hefur hann aðeins setið inni einn dag, þvi að með laga- krókum og brögðum hefur tek- izt að gera honum kleift að njóta þess ,sem hann hefur rak- að til sín. Meðai þess er glæsi- legt íbúðarhús, sem kostaði um 10 millj. króna, og enn í dag er hann forstjóri sex fyrirtækja, á vöruskemmu ,sem er 450.000 dollara virði, gistihús, sem er tvöfalt meira virði og veitinga- hús, sem virt er á 375.000 doll- ara og loks á hann skrifstofu- byggingu, sem er talin 135.000 dollara virði. En Robert Kennedy hugsar einnig til hans, og hann hefur á bakljendinni skattsvikamál, sem mun að líkindum nægja til að loka Beck inni í tvö eða þrjú ár. En jafnvel meðan hann situr í steininum mun hann fá 50.000 dollara, sem samband flutningaverkamanna greiðir honum í árslaun. Úrslit viðureignarinnar , Bardagi Kennedys og Hoffa er rneira en einvfgi milli þeirra. Þar er um að ræða baráttu milli frumreglna Iýðræðisþjóðar og veldis afbrotamanna, því að annað eru Hoffa og hans menn ekki, þótt þeir séu vel búnir og gangi um ilmandi af alls konar snyrtivökvum. Baráttan stend- ur meðal annars um almennt siðgæði, og hvort hundruð þús- unda verkamanna eiga að vera eins og einkaeign ófyrirleitinna glæpamanna. Glæpsamlegur Framhald af bls. 8. mun koma saman á sérstakan fund á morgun og mun þar m.a. rætt um hvort ekki beri að kalla á mannréttindanefnd Sam einuðu þjóðanna og biðja hana um að kanna hið ægilcga á- stand í Austur-Berlín. — ★— Síðustu fréttir hcrma, að i 'Cerkvöldi hafi 17 ára stúlku tekizt að flýja gegnum gadda- vírsgirðingu til Vestur-Berlín- ar við Spandau. Þó austur-þýzk ir verðir skytu mörgum skotum | að stúlkunni siapp hún ómeidd tii freisisins. KAUPSTEFNAN í FRANKFURT AM MAIN verður haldin dagana 2. -6. september n.k. Helztu vöruflokkar: vefnaðarvörur og fatnaður húsbúnaður og skrautmunir snyrtivörur og skartgripir gler- og postulínsvörur skrifstofuvörur og ritföng Allar nánari upplýsingar og fyrirgreiðslu veitir umboðs- hafi, Ferðaskrifstofa ríkisins, sími 1 15 40. Tíu rangstöður á miðheriu ÍBK Enn unnu Keflvfkingar í 2. deild á sunnudaginn, nú nábúa sína í Sandgerði, Knattspymufélagið Reyni, með 4:1. Leikurinn fór fram í „sandkass- anum“ svokallaða, en það er leik- vangur Keflavíkur, mjög laus mal- arvöllur, sem sagt er að hafi aldrei verið lausari í sér en einmitt þessa dagana. Fyrsta markið skoraði Keflavik, og var þar Jón Jóhannsson að verki, en Jón átti eftir að velgja Reynismönnum heldur betur undir uggum, því tvívegis síðar í hálf- leiknum lá knötturinn í netinu eftir hann, en John Hill skoraði eitt mark fyrir hálfleikslok til að rétta r.okkuð við hlut Reynismanna. í síðari hálfleik skoraði Páll Jónsson eitt mark, 4:1 fyrir Kefla- vík. Kcflavik átti að sjálfsögðu mun meira í leiknum og vann verð- skuldað, en athyglisverður var leikur varnar Reynis, sem lék fram línu Keflavíkur mjög grátt með rangstöðum, en þær urðu 15 tals- ins, þar af 10 á Jón Jóhannsson, niiðherja, sem þó átti mjög góðan leik að þessú sinni. í Hafnarfirði vann heimalið Breiðablik í lélegum leik með 1:0. ¥mm Bandaríkjamaðurinn Bob Hayes hljóp 100 metrana á möti í Hásslehohn í Svíþjóð á 10.1 sekúndu um síð- ustu helgi, en það er heimsmetsjöfnun. Áður hafa hlaupið á þessum tíma þeir Hary og Jer- ome. Wilma Rudolp (nú Ward) vann 100 metra hlaup kvenna á þessu móti með 11.5 og vakti hún aðdáun allra. Dray- ton vann 200 metrana á 20.8, en Hayes annar á 21.0. éVA/VAAAAAAAAAAAAAA/NA/ Framhald af bls. 2. um eftir 24 mínútur og það var eins og taugaspennan, sem hafði sett svip sinn á þá þangað til væri að réna. Hallgrímur Scheving átti hættulegan bolta utan af kanti, en Helga tókst naumlega að slá yfir. Hrannar átti upp úr því hættulegt skot úr aukaspyrnu rétt yfir og síðan skapaðist þvaga, sem með heppni hefði mátt skora úr, en Akurnesingum tókst að bjarga á síðustu stundu. Síðan færist allt í sama horfið. Ríkharður og Ingvar áttu fallegt samspil, sem endaði með föstu og góðu skoti, en Geir varði örugg- lega. Sveinn Teitsson lagði á Þórð Þórðarson fyrir miðju fnarki, en hann skaut hátt yfir. Síðari hálfleikurinn var svipað- ur. Akurnesingar eru í færi á 7. mín., Ingvar skaut fram hjá eftir að Ríkharður hafði losað laglega um hann með góðri sendingu. Hrannar bjargaði á línu, þegar skot Þórðar Þórðarsonar hrökk í jörð heljarfast, yfir Geir markvörð og var á leið í netið, en Hrannari tókst að beina boltanum yfir mark- ið með skalla. Nokkrum sekúndum siðar brennir Sveinn Teitsson af í góðu færi aleinn innan vítateigs. Rétt á eftir fær hann svo eins tækifæri. Boltinn kemur frá endamörkunum hægra megin og hann er vel stað- settur, cn Geir markvörður er staddur (illa/vel) úti í bláhorni marksins hægra megin, — og þangað skaut Sveinn í ákafanum, BERU bifreiðakerti fyrirliggjandi 1 flestar gerðir bit- reiða og benzínvéla BERU-kertin eru „Original“ hluti : vinsælustu bifreiðum Vestur-Þýzkalands — 50 ára reynsla tryggir gæðin — m 1912 — 196: Bremsuborðar í rúllum, margar gerðii - Viftureimar i flest- ar gerðir bifreiða - Plastáldæði á stýri/ - Kveikjuhlutir alls konar í amerískar og ev- rópskar bifreiðir. SMYRILL Laugavegi 170 . Sími 1-22-60 en allt markið var opið, nema blá- hornið þar sem Geir stóð. Þama fóru tvö beztu færin forgörðum. Á 17. mín. tókst Grétari að skapa hættu með snöggu gegnumbroti, en með 3 Akurnesinga á hælunum tókst honum ekki að skora og Jón Leós gat potað boltanum í horn. 24. mín.: Ingvar skaliaði hörkufast nokkra sentimetra fram hjá marki. Er 5 mínútur voru til leiksloka áttu Skúli og Þórður góða sam- vinnu sín á milli, en Geir tókst að bjarga hættunni með úthlaupi. Stuttu síðar kemur annað gott út- hlaup Geirs sem bjargar frá marki Skúla. Margir Framarar fögnuðu á 42. mín., þegar Grétar skoraði, en’það var óskhyggja ein, Grétar var greinilega rangstæður og dómar- inn hafði fyrir löngu flautað. Akurnesingar voru óheppnir í gær og stigin hefðu bæði átt að bætast á reikning þeirra, en allt kom fyrir ekki, tækifærin, mýmörg hjá Akurnesingum, fengust ekki nýtt. Ríkharður var mjög góður í gærkvöldi og afturkoma Sveins Teitssonar og Þórðar var liðinu góð. Ingvar var hættulegur mað- ur á kantinum og framvarðalínan fær góða einkunn. Helgi Daníels- son átti og ágætan leik í markinu. Framlína Fram var ekki stór- kostleg, en Grétar þó einna hættu- legastur. Bezti maður þeirra var Geir 1 markinu og ef hans hefði ekki notið við væri Fram í 2.-3. sæti ásamt Val, en ekki í forystu- sætinu. Vörn Fram var ekki veiga- mikil heldur of oft fóru varnar- menn Fram halloka í viðskiptum sínum við hina harðsnúnu Skaga- menn. Grétar Norðfjörð dæmdi leikinn og gerði það vel. - jbp - Umdeilt — Framhald af bls. 2. ur voru til leiksloka skoruðu þeir mark, var þar að verki Skúli Ág- ústsson. Hafði hann fengið fyrir- sendingu frá hægri og afgreiddi knöttinn viðstöðulaust. með góðu en ekki föstu skoti, sem hafnaði yzt í markhorninu. Þótt lítill tími væri eftir, og lít- ill kraftur færðist í sókn KR-inga tókst þeim að jafna skömmu fyrir leikslok. Aukaspyrna var tekin út á velli, Örn Steinsen gaf vel fyrir, Ellert skallaði og Gunnar Guð- mannsson sendi til Gunnars Felix- sonar, framhjá úthlaupandi mark- verðinum og átti Gunnar létt með að skora. Akureyringar mótmæltu ákaft markinu og vildu meina að það hafi verið ólöglegt þar sem Gunnararnir báðir hafi verið rang- stæðir. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn, vel leikinn og hraður. Skipt- ust liðin á upphlaupum og mark- tækifærum. Áttu framherjar KR um tfma hvert tækifærið á fætur öðru en brást bogalistin á ótrú- legasta hátt. Hinum megin skapað- ist bezta tækifærið er Steingrímur stóð skyndilega með knöttinn frír á markteig, en spyrnti beint í Gísla markvörð. í KR-liðið vantaði flestalla þá leikmenn sem verið hafa reglu- lega í liðinu í sumar. Heimir, Bjarni, Hreiðar, Garðar og Sveinn voru allir fjarverandi og hafði það auðvitað sín áhrif á leik liðsins. Framlínan gafst upp í seinni hálf- leik, en vörnin átti allgóðan leik. Akureyringar áttu góðan leik, börðust vel og náðu ágætum sam- l§ik í seinni hálfieik. Skúli og Jakob voru áberandi beztu menn liðsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.