Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 6
/ VISIR Þriðjudagur 21. ágúst 1962. Einví f or setabr óð ur ins og Innan skamms mun hefjast í Bandaríkjunum einvígi, sem menn um allan heim munu fyigj- ast með af sérstakri at- hygli, því að annars veg- ar verður James Hoffa, forseti sambands flutn- ingaverkamannaí Banda ríkjunum, en hins vegar Robert Kennedy, dóms- málaráðherra Banda- ríkjanna, bróðir Kenne- dys forseta. Raunar hófst einvígi þetta fyr- ir fimm árum, en það eru enda- lokin, sem hljóta að hefjast nú innan tíðar. Upphafið átti sér stað, þegar þingnefnd, kjörin af öldungadeild, tók sér fyrir hend- ur að rannsaka spillingu og áhrif glæpamanna innan verkalýðs- hreyfingar Bandaríkjanna. — Nefnd þessi var kennd við Mc- Clellan, öldungardeildarþing- mann, sem var formaður hennar, og í henni var meðal annars John F. Kennedy, núverandi for- seti Bandaríkjanna, en helzti ráðunautur hennar og stjórn- andi rannsóknanna var bróðir hans, Robert Kennedy, sem nú er dómsmálaráðherra landsins. Skammbyssur og saltsýra Fjölmargir menn voru leiddir fyrir rannsóknanefndina, en fyrst skal frægan telja James Hoffa, sem kallar sig „voldug- asta mann Bandaríkjanna, að for setanum undanskildum“, en ýms ir hafa gefið honum aðra eink- unn, þar á meðal forsetinn, sem hefir opinberlega látið svo um mælt um hann, að hann sé „spilltasti, samvizkulausasti og tillitslausasti verkalýðsfélaga- bófi landsins". Þáverandi forseti sambands flutningaverkamanna, Dave Beck, var einnig kallaður fyrir nefndina, svo og Johnny Dio eða Dioguardia, sem var einn helzti böðull í þjónustu „Morðs hf.“ á sínum tíma, og varð þá mörgum manni að bana. En hann hefir notað meira en skammbyssu um dagana, því að hann var viðrið- inn saltsýrutilræði við blaða- manninn Riesel, sem ritaði um verkalýðsmál og hafði verið ó- ragur við að fletta ofan af glæpa mönnum innan hreyfingarinnar. Marga fleiri mætti telja, sem allir voru svo sem vel til fara en gátu ekki með því einu leynt því, að þeir voru raunar afbrota- menn í dularklæðum. Hoffa slapp FBI — ríkislögregla Banda- ríkjanna — hafði tekið Hoffa fastan í marz 1957, og vonlaust virtist um, að hann gæti sloppið úr klóm réttvísinnar. Hoffa hafði nefnilega mútað einum lögfræð- inga þeirra, sem unnu ásamt 14 lögfræðingum við að afla sönn- unargagna handa rannsóknar- nefnd öldungadeildarinnar. — Hann tiljcynnti yfirvöldunum, að Hoffa hefði gert honum tilboð, én yfirvöldin sögðu honum að halda leiknum áfram, fengu hon- um skjöl og hann afhenti þau síðan Hoffa á götu í New York, og þá var lögreglan nærstödd til myndatöku. Robert Kennedy stóð bak við þetta bragð og hann sagði: „Ég skai stökkva út af turni þing- húsbyggingarinnar, ef Hoffa sit- ur ekki í gildrunni“. En hann áttaði sig ekki á því, að Hoffa hafði á sínum snærum Edward Williams, einhvern mesta lagaref, sem sögur fara af í Bandaríkjunum, og honum tókst að sannfæra kviðdóminn — sem voru átta svertingjar og fjórir hvítir menn — að lög- fræðingurinn, sem hefði veitt FBI aðstoð væri fjandsamlegur svertingjum, svo að kviðurinn sýknaði Hoffa. Að málalokum sagði Hoffa brosandi: „Ég verð líklega að senda Robert Kennedy fallhlff Ný löggjöf En Robert Kennedy er ekki af baki dottinn, og hann hefir ekki gleymt James Hoffa. Verið get- ur líka, að hinn voldugi maður hafi ekki áttað sig á því, að Kennedy-bræður geta verið harð ir í horn að taka, og þegar Ro- bert er orðinn dómsmálaráð- herra hefir hann meiri og betri möguleika til að berjast við Hoffa með nokkurri vön um sig- ur. Eitt af því fyrsta, sem Robert Kennedy tók sér fyrir hendur, þegar hann var orðinn dóms- málaráðherra, var að smíða sér nýtt vopn gegn Hoffa og öðrum slíkum, nýja löggjöf, sem veitir ríkisstjórninni aukið vald til að uppræta spillinguna innan verka lýðshreyfingarinnar. Þessi lög gengu í gildi um miðjan júní, og þá getur nýr þáttur einvígisins hafizt innan skamms. Annars hefir samband flutn- ingaverkamanna óhemju fé und- ir höndum, og það hefir lánað það til ýmissa framkvæmda, svo sem að reisa ofsalega dýrt veit- ingahús í New York, sem kost- aði um 5 milljónir dollara, en eignir sambandsins eru taldar um milljarðs dollara virði. Sótt úr þrem áttum Enginn vafi leikur á, að margt mun verða Hoffa andstætt á næstunni, því að til dæmis ligg- ur hann nú undir þrem ákær- um, sem allar geta reynzt af- drifaríkar fyrir hann. í Florida er hann kærður fyrir póstföls- un, í Nashville I Tennessee fyrir að hafa telcið við milljón doll- ara frá flutningafyrirtæki einu, sem vildi tryggja sér ,.vernd“ hans með þessum hætti, og í Washington er hann ákærður fýrir líkamlegt ofbeldi. Eitthvað þessara mála gæti orðið ti! þess, að hann fetaði í fótspor ýmissa afbrotamanna vestra, sem aldrei voru dæmdir fyrir aðalglæpi sína, heldur eitthvað „smávægilegt“. Maðurinn, sem hefur kært Hoffa fyrir likamsárás, heitir Samúel Baron og hefur lengi verið formaður pakkhúsmaiina* deildar sambafí'ds ' flútniil^a'- verkamanna. Baron og Hoffa varð sundurorða fyrir þrem mánuðum, og barði Hoffa, sem er afrenndur að afli og sífellt í góðri líkamsþjálfun, Baron þá til óbóta. Hoffa gæti fengið árs fangelsi fyrir þetta, og mundu yfirvöldin þá fá gott næði til að kanna feril hans allan, með- an hann sæti inni. Óttaslegin vitni Það vekur eiginlega furðu manna, að Baron skuli hafa þorað að kæra Hoffa, og hann Það er ekki verið að leiða Hoffa í réttarsalinn á þessari mynd. Hann er aðeins að koma til þings sambands flutningaverka- manna í Seattle, og lögreglumennimir eiga víst að koma í veg fyrir að þingheimur auðsýni honum alltof mikla virðingu. hefur fengið fjölda bréfa, þar sem honum er hótað öllu illu, ef hann láti ekki kæruna niður falla. Hefur þetta gengið svo langt, að hann hefur neyðzt til „að biðja um verqd lögrgglunn-. “^uroghtveir lögreglumenn fylgjá; honum síðan hvért sem hann fer. Reynt hefur verið að fá starfs menn hjá sambandi flutninga- verkamanna til að bera vitni gegn Hoffa, en þeir þora það ekki, því að þeir telja, að með því mundu þeir dæma sjálfa sig til dauða. En hvernig stendur á þessum völdum Hoffa? Ástæðan er sú, að hann ræður öllu í því sam- bandi verkamanna, sem mest snertir daglegt líf manna í Bandaríkjunum. — Meðlimirnir Hér er James Hoffa fyrir rétti. Hann er harður á brúnina, því að spurningarnar eru óþægileg- ar, en hann getur verið enn svipþyngri gagnvart undirmönnum sínum. eru 1,7 milljón talsins, og einn þeirra hefur lýst starfi þeirra svo: „Við ökum sjúkrabílnum, sem flytur sængurkonuna f fæð ingarstofnunina, við ökum lík- bílunum, sem flytja hina dauðu til grafar, og við flytjum alla matvöru, sem þjóðin þarfnast frá vöggu til grafar." Bandalag við bófaflokka Jafnvel með minni háttar verkfalli getur samband flutn- ingaverkamanna lamað heilar iðngreinar, og það ræður einnig miklu um, hversu afdrifa- eða árangursrík verkföll annarra sambanda eru. Fyrir bragðið verður vald sambands flutn- ingaverkamanna miklu meira en ella, þar sem það getur neytt önnur sambönd til fylgis við sig í ýmsum málum. Þegar öldungadeildin var að athuga málefni verkalýðsfélag- anna fyrir fimm árum, reyndist ekki unnt að ganga úr skugga um, hvort það eru bófaflokk- arnir, sem hafa komizt inn í verkalýðshreyfinguna eða hvort það eru samvizkulausir foringj- ar hennar, sem hafa gert banda- lag við bófaflokkana. Hitt leik- ur ekki á tveim tungum, að bandalag þetta er fyrir hendi. En það eru ekki menn eins og Hoffa, ,sem vinna „skftverk- in‘ — nei, þeir sitja í skraut- hýsum sínum eða skemmti- snekkjum og gefa aðeins fyrir- skipanirnar. ,Pappírsfélög“ Hinir óheiðarlegu foringjar verkalýðsfélaganna hika ekki við að beita valdi eða a.m.k. hótunum, ef ekki er farið að vilja þeirra. Þó not- ast þeir einkum við svonefnd „Paper locals" — pappírsfélög — lítil verkalýðsfélög, sem starfa aðeins á takmörkuðu svæði og hafa fáa eða enga meðlimi, svo að þau eru aðeins til á papnírnum. Bófarnir eru forvígismenn slíkra „félaga'1 og sem slíkir semja þeir við atvinnurekeiiöur Framh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.