Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 13
Mars 1994 Endurmat - endurhæfing Dæmi um þróunarferil úr heföbundnu forritunarumhverfi í Cobol yfir í myndræna forritun og notkun gagnagrunna Grein þessi er byggð á erincli sem flutt var á ráðstefnu SI um myndrœna forritun 18. nóvember 1993. Eftir Kristján Gunnarsson Á undanfömum árum hafa orðið miklar breytingar á notenda- viðnróti og gagnameðhöndlun hugbúnaðar. Myndræn notenda- skil eru aðverða allsráðandi og gagnasafnskerfi tryggja aukið öryggi og sveigjanleika búnaðar- ins. Þessar breytingar kalla á endurmat og ekki síður endur- hæfingu hjá hugbúnaðarfyrir- tækjum. Ég ætla í þessari grein að lýsa þróunarferli úr hefð- bundnu Cobol forritunarumhverfi yfir í myndræna forritun og notkun gagnagrunna. Fyrra forritunarumhverfi Kerfisþróun hf framleiðir Stólpa sem er alhliða viðskiptahugbún- aður. Hugbúnaðurinn saman- stendur af 15 sjálfstæðum kerfum og um 50 undirkerfum. Til að gefa hugmynd um umfang kerf- anna ntá geta þess að fjöldi Cobol forrita er 7 - 800 og má því ætla að kerfin í heild séu um milljón forritunarlínur. Kerfin eru stöðl- uð þannig að breytingar eru ekki gerðar á grunnkerfunt nema þær sem geta gagnast öllum notend- um. Hægt er að fá sérbreytingar en það er í fæstum tilfellum nauð- synlegt. Breytingarerusendarút á þriggja til sex mánaða fresti. Allar skjámyndir í kerfinu eru handunnar og við gagnavinnslu er notað hefðbundið ISAM skráav innslukerfi sem er innby ggt í Cobol. Slíkt kerfi gerir það að verkurn að ef bæta á inn svæðum í einu forriti getur þurft að breyta öllum forritum sem nota viðkom- andi skrá. Við notum eigið valmyndakerfi og til að halda utan um breytingar og mismunandi útgáfur kerfanna er heimalilbúið viðhaldskerfi. Þess má geta að Stólpi keyrir á mörgum stýrikerfum og erurn við að mörgu leyti mjög sáttir við þetta umhverfi enda er það svo að allt er gott sem menn kunna vel. Af hverju að breyta? Sú spuming vaknar hvort raun- verulega sé þörf á breytingu því mikil þekking og fjármunir liggja í núverandi kerfurn. Ég met það svo að breytingarnar séu nauð- synlegar og óumflýjanlegar. Win- dows býður fallegt notenda- viðmót og nýja möguleika sem ekki eru fyrir hendi í öðrum kerfum. Ungt fólk elst upp við tölvunotkun frá blautu barnsbeini og gerir rneiri kröfur til hug- búnaðar en áður. Ný hugmynda- fræði hefur rutt sér til rúrns en hún byggist, m.a. á því að notandi fær myndrænni og betri upplýs- ingar frá kerfinu og þarf ekki að rnuna neinar galdratölur. Hlutbundin forritun er nauðsyn- leg fyrir myndræn notendaskil. Það eru bundnar rniklar vonir við að hún geti aukið mjög afköst í hugbúnaðarframleiðslu og er jafnvel talað unt að séð sé fyrir endann á hugbúnaðarkreppunni svokölluðu. Notkun gagnagrunna hefur aukist rnjög undanfarin ár og ntiklar framfarir hafa átt sér stað á því sviði. Það öryggi og sveigjanleiki sent gagnasafnskerfi bjóða upp á er ntikið samanborið við hefðbundin skráavinnslu- kerfi. Undanfarin 2-3 ár í skoðun Á ráðstefnu í Las Vegas fyrir tveim árum rakti Philippe Kahn forstjóri Borland International í fyrirlestri sínurn hvernig Leifur heppni l'ann Ameríku en síðan gleymdistsáfundurþartil nokkur hundruð árum síðar að Kolurn- bus kom til skjalanna. Ameríka óx síðan og dafnaði eins og allir vita og er nú rnesta stórveldi heimsins. Þessa sömu þróun vildi Kahn heimfæra á hlutbundna for- ritun sem hann sagði að hef’ði uppgötvast á 6. áratugnum og ver- ið notuð með góðunt árangri við gerð hermilíkana. Hún lá síðan í gleynrsku þar til upp úr 1980 að C++ kom til sögunnar og ef líkingin við Ameríku gengur 13 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.