Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 30

Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 30
Mars 1994 Vöxtur forrita með nýjum útgáfum Mynd 7. Svo ég tók mig til og beitti vaxtar- formúlu helsta keppinautarins á tölurnar til að komast að því hversu stóran disk ég niuni þurfa undir sjöundu útgáfu. Utkomuna getur að líta á næsta grafi, sjá mynd 8. Eins og ég sagði var þetta til gamans gert, en fyrirferð- in mun samkvæmt þessari spá rneira en fimmfaldast frá 4. til 7. útgáfu. Tillit til samvinnuaðila Að minnsta kosti á milli ríkis- stofnana er algengt að skiptast þurfi á gögnum sem framleidd hafa verið í töflureiknum eða ritvinnslupökkum. Eins og menn þekkja gerist það oft að nýrri útgáfu forrits fylgi nýtt skráaform, sem ekki er læsilegt í eldri út- gáfum. Umleiðogeinstofnuner komin með nýja útgáfu og nýtt skráaform tekur hún hugsunar- laust að senda frá sér skrár á því formi. Veldurþaðþegaróþægind- um hjá þeim, sem taka þurfa við gögnunt frá henni. Þetta er nokk- uð sem fæstir leiða hugann að, en æskilegt væri að gefinn verði meiri gaumur að í framtíðinni. Reyndar hefur það verið á meðal erfiðustu verkefna minna hjá hinu opinbera að fá fólk til að hugsa um sameiginlega þáttinn - heildar- myndina - samantekna hagsmuni ríkisins. Endurmenntun Eitt af því sem hafa verður í huga ef tilkostnaður við endurnýjun á að nást aftur með aukinni fram- leiðni er skipuleg endurmenntun Mynd 8. starfsnianna. Ef þessi þáttur gleymist er hætt við að margt nytsamt verkfærið muni liggja vannotað hjá garði og þar með ekki eins arðbært og það gæti verið. Endurmenntunarkostnað starfsmanna verða stjórnendur því að taka með í reikninginn þegar kostnaður við nýja útgáfu er tekinn saman. Og í framhaldi af þessu langar mig að konra að mál- inu frá örlítið öðru sjónarhorni, sjá mynd 9. Hugsunt okkur tvö eldhús og tvo matreiðslumenn. Annað eldluis- ið er hlaðið græjum. Þar er vél til að skræla kartöflur, vél til að berja buffið, vél til að sneiða gúrkur, tölvustýrður skammtari fyrir pipar og salt, og svo mætti lengi telja. Hinn kokkurinn hefur einungis pott, hníf og sleif. Full- yrða má að báðir geta búið til jafngóðan mat, en það er talsvert flókið mál að reikna út hvenær tækjakaupin hætta að svara kostnaði. Svipaðar kringumstæður má ímynda sér varðandi það gífur- lega úrval hugbúnaðar til allra hugsanlegra hluta, sem á markað- inum er. Því eref til vill tímabært að kalla til sögunnar nýtt hugtak. Er þetta kannski santi kvillinn og minnst var á í upphafi, og er kannski til af honum eitt afbrigði enn, "hardwareitis"? Því er ekki að leyna að markaður- inn vill stjórna okkur og svífst "Product"-itis "Þrá mannsins eftir hinu eina rétta áhaldi" - hámörkun framleiðninnar eða "Sama gamla áráttan í nýjungar" - annar sjúkdómur Mynd 9. Vöxtur meö nýjum útgáfum - spá 1 2 3 4 5 6 7 Útgáfa 30 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.