Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 24
Mars 1994 Þróun í hönnun örgjörva Grein þessi er byggö á erindi sem flutt var á ET-degi Sl, 10. desember 1993. eftir Hjálmtý Hafsteinsson Frá því fyrstu örgjörvarnir komu frarn á sjónarsviðið fyrir um 20 árum hefur mikil breyting orðið á uppbyggingu þeirra. Sú þróun hefur aðallega rniðað að því að gera þá hraðvirkari, en einnig hafa nýjar gerðir hugbúnaðar krafist ýmissa nýjunga í hönnun örgjörva. I þessari grein er ætlunin að skoða það helsta sem er að gerast í hönnun nýrra örgjörva. Einnig verður reynt að spá í þróunina í framtíðinni. Eflaust eiga ein- hverjir þeirra spádóma sem hér eru settir fram ekki eftir að rætast, enda erþessi úttektmeira tilgam- ans gerð. Þróunin í tölvuheim- inum hefur oft komið mun glögg- ari mönnum en méríopna skjöldu. Þróun á síöustu árum Við skulum nú fara um 10 ár aftur í tímann og skoða hvað þá var á döfinni í örgjörvahönnun. Þetta var tími CISC tölva. CISC stendur fyrir "Complex Instruc- tion Set Computer", en sú nafngift kom reyndar ekki fyrr en síðar. Á þessurn tíma vakti það helst fyrir örgjörvahönnuðum að reyna að auðvelda forriturum og þýðendum vinnu sína með því að gera skipanamengi tölvanna öfl ugra. Þá fór stór hl uti forritunar tölvanna frant í smalamáli (assembler language) og talið var að með því að færa smalamálið nær æðri forritunarmálum væri hægt að gera þessa forritun auð- veldari. Þetta var gjarnan gert með því að bæta í skipanameng- ið ýmsum öflugunt skipunum sent samsvöruðu nokkurn vegin tilteknum skipununt í Pascal, FortraneðaC. Af þessum ástæð- um urðu skipanamengi tölvanna sífellt stærri og framkvæmd skip- anna flóknari. Sem dærni má nefna að ein algengasta tölvan á þessurn tíma, DEC VAX-11/780 hefur yfir 300 mismunandi skipanir og stærð skipananna í henni er frá 16 til 456 bitar. Ymsum tölvuhönnuðunt var reyndar farið að finnast nóg um hve örgjörvar voru orðnir flóknir. Þeir bentu á það að ekki yrði endilega hraðaaukning af nýjum skipunum sem bætt var inn í skip- anamengið. En þegar bætt er inn skipun þá gerir það örgjörvann flóknari og erfiðara verður að auka klukkutíðnina á honurn. Þannig gæti niðurstaðan orðið sú að jafnvel þó þetta ákveðna tilvik, sem nýjaskipuninnæryfir, verði hraðvirkara þá verði allar aðrar skipanir örgjörvans aðeins hægvirkari og það verði til þess að heildarkeyrslutími flestra for- rita aukist. Einnig má nefna að nteð auknum fjölda skipana stækkar plássið sem þarf undir skipanakóda. Semdæmimánefna að fyrir 300 skipanir þarf 9 bita til að auðkenna hinar ntismun- andi skipanir, en ef hægt er að komast af með 64 skipanir þá þarf ekki nema 6 bita. Afleiðing- arnar yrðu einfaldari afkódun og styttri skipanir, sem aftur myndu leiða til hærri klukkutíðni og meiri hraða. Það var síðan í kringum 1985 sem fyrstu RISC örgjörvarnir litu dagsins ljós í háskólunum Berke- ley og Stanford og í rannsóknar- stofnun IBM. Síðanhefurþróun- in haldið áfram, en rnargar af þeim nýjungum sent kontu frarn í þessum fyrstu RISC örgjörvum hafa haldið velli og munu örugg- lega verða áfram í örgjörvunt framtíðarinnar. Helstu atriðin sent einkenna RISC örgjörva eru: - Fáar skipanir (ýmsir nútíma RISC örgjörvar hafa reyndar nokkuð margar skipanir) - Aðeins "load/store" skipanir vinna á minni, þ.e., reikniskipanir vinna aðeins með gistu - Mörg gistu (32 eða 64 algengt) - Skipanir af fastri lengd (32 bitar algeng lengd, einfaldar afkódun skipana) - Há klukkutíðni (50 - 200 MHz) Að undanförnu hefur þróunin verið sú að nýjustu útgáfur af rótgrónum CISC örgjörvum, s.s. Motorola 68000 og Intel 80X86, hafa fengið á sig ýmis einkenni RlSCörgjörva. Ásamahátthefur mörgum fundist að örgjörvar sem upphaflega voru hannaðir sent 24 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.