Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 8
Desember 1994 er ekki einkamál stjórnenda eða tölvudeilda, heldur baráttumál allra starfsmanna íyrirtækisins eða stofnunarinnar. Oflt takmarkast sjóndeildar- hringurþeirra semrekatölvukerfi við vélbúnað og hugbúnað. Ein- fold, en áhættusöm atriði í um- hverfmu eru látin afskiptalaus og það býður hættunni heim. Dæmi um þetta eru svokallaðir stjórn- skjáirtölvukerfa, sem oftar en ekki eru staðsettir utan læstra svæða. Fá tölvukerfí eru búin svo full- komnum öryggiskerfum að ekki sé hægt að sniðganga þau frá stjómskjá. Annað dæmi er súhætta sem óhefitumferð ókunnugra getur falið í sér. Fáir bregðast við því þótt maður í samfestingi komi og segist eiga að gera við skrif- stofubúnað. Sjaldnast er leitað staðfestingar á að viðkomandi sé sá sem hann segist vera, né að beðið hafi verið um viðkomandi þjónustu. Prentarar eru oft að- gengilegir gestum eða viðskipta- vinum og gj aman gott næði við þá tii að lesa útskriftir og jafnvel ljósrita þær - eða bara taka prent- arann og faraiDisklingar sem koma til eða fara frá fyrirtækjum geyma oft upplýsingar sem ættu að teljast trúnaðannál. Notendur hafa í góðri trú talið sig hafa eytt gögnum af disklingnum, þegar auðvelt er að endurheimta gögnin með algengum forritum. Með skilgreiningu á því hvað þarf að verja og hvers vegna, tryggjum við að öryggisstefna verður markviss og hnitmiðuð. Oft má nota mismunandi leiðir til að ná sama marki. Til að geta valið á milli leiða, þarf að gera sér grein fyrir kostum þeirra og göll- um og velja þá eða þær sem best henta. Einnig verður að gera sér grein fyrir kostnaði, ekki bara stofnkostnaði heldur einnig við- haldi og rekstri til þess tíma, sem búnaðurinn á að endast í. Síðasti hjallinn er svo að koma á venj um eða hefðum í rekstrinum, þannig að öryggi verði eðlilegur og sj ál fsagður hluti af rekstri fyrir- tækisins eða stoíhunarinnar. Vinnu að öryggismálum lýkur aldrei. Sífellt þarf að fylgjast með breytt- um búnaði og tækni. Ný tækni opnarnýjarleiðirtilárásaogkrefst endurskoðunar á fyrri áætlunum. Öryggismál fjalla ekki ein- göngu um vél og hugbúnað. Að- stæður og umlrverfí búnaðarins skipta einnig máli. Mikilvægt er að horfa til öryggismála húsnæð- isins strax í upphafi. Helstu að- ferðir til að tryggja öryggi hús- næðis felast í öryggiskerfum. Þau geta verið sjálfstæð eða hluti af stærra hússtjórnarkerfi. Algeng kerfi eru þjófavamakerfi, bmna- varnakerfi og vatnsskaðakerfi. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að kerfín em sérsniðin að hverju húsnæði. Þráttfyrirað hægt sé að leggja almennar línur, eru möguleikarnir mismunandi á hverjum stað. Þó má segja að bmnavamakerfi sé frumskilyrði almennt. Sérstaka aðgát skal viðhafa,þarsem loftræstikerfí taka inn á sig vatn til kæl- ingar eða rakabætingar. Einnig ber að meta hvort ekki sé rétt að blinda ofhalagnir í herbergjum sem geyma viðkvæman búnað eða verðmæt gögn. Athuga skal í brunavarnakerfum að nota mismunandi tegundir skynjara. Skynjarar ættu bæði að verajónískir og optískir, til að tryggja öryggi. Það sem stjórnendur vilja 8 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.