Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 21
Desember 1994 þekkja til, að brjótast inn í tölvu- kerfi því ekki virðist vera almenn- ur áhugi, þekking eða vitund um öryggismál. TCP/IP Gallar í TCP/IP samskipta- reglunum em nokkuð vel þekktir. Meðal annars er hægt að yfírtaka tengingar, þ.e. eftir að notandi hefur tengst tölvu, getur annar aðili stolið tenginguni og haldið áfram þaðan sem eigandinn var kominn. Einnig er vel þekkt að ekki er innbyggð nein dulritun í samskiptareglurnar sem aftur hefur leitt til þess að lykilorð og notendanöfn em send óbrengluð yfír víðnet. Þá er einfalt að hlera þessar sendingar og skrá niður notandanafn/lykilorð þess sem er að senda. Þetta er aðalástæðan fyrir þvi að Ranum og Cheswick leggja svo mikla áherslu á að lykilorð eigi að vera einnota, þ.e. að notuð sé "challenge/response" aðferð til að staðfesta notendur. Samkvæmt gögnum CERN ( Com- puter Emergiency Responce T eam) varð mikil aukning í hlerun lykilorðaáþessuári. Síðustutölur í haust bentu til þess að um einni millj ón lykilorða hefði verið stolið með þessum hætti á árinu. Hvað gert er við þessi lykilorð er ekki vitað með vissu, en athyglisvert er að um svipað leyti og þessi um- ræða var í hámarki, bámst fréttir um mikla aukningu í fjölda árása á tölvur hersins og stjómarinnar vestanhafs. Gallar í HTTP Einn af stærstu vaxtarbroddum Internetsins á síðasta ári er "vefurinn" eða "WWW". Ýmsar nýj ar og áhugaverðar hættur skap- ast með þessu samskiptaformi við Intemet. Einn stærsti hönnunar- gallinn er að þegar sá sem biður um upplýsingarnar er óþekkjan- legur, er ekki hægt að nota HTTP til að staðfesta hver hann er. HTTP em samskiptareglur vefsins. Þetta gerir það að verkum að þetta annars ágæta viðmót er illa til þess fallið að nota í hefðbundn- um viðskiptum þar sem verið er að senda viðkvæm gögn svo sem greiðslukortanúmer. HTTP er þó í endurskoðun og gert er ráð fyrir að næsta útgáfa staðalsins, sem á að vera tilbúin nú í desember, innihaldi "public/privatekey" (sjá síðar) notandastaðfestingu. Aðalhættan við HTTP snýr að notandanum. Einfalt er að ferðast um á vefnum og gegnsæ samteng- ing upplýsinga gerir það að verk- um að hægt er að sækja upplýs- ingar frá mörgum heimsálfum, án þess að taka sérstaklega eftir því hvaðan þær koma. Þessi tækni gerir það einnig mögulegt að tengj a forrit við texta. Þegar notandinn velur textann er hægt að ræsa forrit á miðlaranum. Textinn gæti t.d. verið skoðanakönnun á því hvaða stýrikerfi væri á tölvu notandans. Forritið gæti síðar flett upp í safni yfír öryggisgöt í stýri- kerfum, tengst tölvu biðlarans og reynt að brjótast inn. Samskiptin, eins og þau eru i dag, grundvallast á að notandinn treysti þeim sem er að miðla honum upplýsingunum. Lausnir I fyrstu getur virst sem vanda- málin séu óleysanleg. Erfítt er að breyta markaðssetningu tölvu- fyrirtækjana, framleiðendur nota oft óbreytt forrit, sem áhugamenn hafa skrifað. Of seint er að breyta grandvallarvirkni TCP/IP og öll fyrirtæki þurfa starfsfólk. Þessi vandamál hafa valdið áhyggjum í allnokkurn tíma og til eru ýmsar lausnir, misgóðar. Vandamálum sem upp koma má yfirleitt skipta í tvo flokka, notendavandamál og tæknileg vandamál. Oft er ekki augljóst í hverju raunverulegt vandamál liggur og mörg dæmi eru um að reynt hafí verið að leysa notenda- vandmál með tæknilegum lausn- um. Notendavandamál Það er stór áhættuþáttur sem snýr að starfsmönnum og öðram notendum tölvukerfa. Ranum taldi einu öraggu leiðina vera að ráða starfsmenn til lífstíðar, byggja hótel áfast við starfshúsnæðið og sjá til þess að þeir yfírgæfu aldrei vinnustaðinn. Þessi aðferð er þó ekki 100% þar sem starfsmenn geta enn valdið fyrirtækinu skaða með því að flytja gögn í gegnum símalínur. Og ekki er hægt að setja vopnaðan vörð við hvem starfsmann því eins og máltækið segir: "Hver gætir varðanna?" Erlendis er algengt að starfs- menn fyrirtækja verði að skrifa undir samning áður en þeir fá aðgang að Internetinu. Með þessu era fyrirtækin að reyna að fírra sig ábyrgð gagnvart hugsanlegri misnotkun og ákærum. Dæmi eru um að kært hafí verið vegna skrifa um málefni sem vora í andstöðu við landslög. Margir notendur virðast líta svo á að sérreglur gildi um það efni sem flutt er um Inter- netið og að þar sem Intemetið er alþj óðlegt þá nái engin lög til þess. Mikilvægt er að gera notandanum grein fyrir afleiðingum misnotkunar og ábyrgð sinni í því sambandi. Tæknilegar lausnir T æknilegar lausnir miða að því að verja tölvukerfi gagnvart notendum sem ekki er treyst, t.d. er algengt að lokað sé á þjónustu 21 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.