Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 33

Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 33
Desember 1994 Sagt er að hlutbundin kerfís- gerð muni gjörby Ita allri vinnu við kerfisgerð. Er kannski gert of mikið úr þessu, eða hvað er hlutur annað en gagnaeinindi með inn- byggðum aðgerðum. Hluta- Góð skipulagning gagna er forsenda góðra töivukerfa venslarit er mjög sambærileg við einindalíkön og reynsla við gerð einindalíkana mun nýtast vel þegar komið er út í gerð hlutbundinna kerfa. Hlutbundin kerfisgerð mun taka við hefðbundinni kerfisgerð á næstu árum en hér mun verða um þróun að ræða frekar en bylt- ingu. Leiða má að því sterkum rökum að til þess að ná árangri við gerð hlutbundinna kerfa þurfi Vafasamt að þeir sem ekki hafa tamið sér öguð vinnubrögð í dag nái árangri þegar tími hlutbundinnar kerfisgerðar kemur agaðri og skipulagðari vinnubrögð en í hefðbundinni kerfisgerð og því vafasamt að þeir sem ekki hafa tamið sér öguð vinnubrögð í dag nái árangri þegar tími hlut- bundinnar kerfisgerðar kemur. Sómundur Jónsson Punktar... Stefnan sett fyrir árið 2000 Nýlega var tekin saman vegleg skýrsla á vegum dönsku ríkisstjómarinnar þar sem sett er fram opinber stefna og markmið í upplýsingatækni. Sett eru fram 25 atriði sem eiga að lýsa því hvemig danska upplýsingaþjóðfélagið á að líta út fyrir árið 2000. Nefna rná nokkur helstu atriðin úr skýrslunni. Komið verði á þjónustuneti á milli annars vegar bæjar- og sveitastjórna og ríkisins hins vegar til hagsbóta fyrir almenning og fyrirtæki. Það verður hægt að senda allar upplýsingartil hins opinbera með aðstoð tölvu- tækninnar. Allirfá í hendurnar rafeindakort með inynd og PIN-númeri. Öll önnur opin- ber skírteini verða þar með óþörf. Breyta þarf lögum þannig að hvergi verði þess krafist að skýslur og vottorð verði á pappír. Heilbrigðis- kerfið verði tengt saman á landsneti til að einfalda skipti á upplýsingum. Allir sem vinna að rannsóknum geta á einfaldan hátt tengst upp- lýsingahraðbrautinni. Alla kennara á að uppfræða um tölvutæknina og komið verði á laggimar dönsku menntaneti (samanber íslenska mennta- netið). Og nemendur fá leyfi til að koma með eigin einka- tölvur í skólann og þeim sem ekki eiga tölvu mun skólinn útvega hana. Bókasöfnin verða einnig tölvuvædd enn frekar en orðið er og aðstoð veitt við leit að upplýsingum. Fjölmiðlamir verða að búa sig undir gagnvirka þjónustu. Öll fyrirtæki verða tengd saman þannig að upplýsingastreymi á milli þeirra verði sem hrað- ast. Hið opinbera á að gefa gott fordæmi með því að taka upp EDI-samskipti á öllum sviðum þar sem því verður við komið. Hægt verður að sinna vinnunni heima hjá sér og það verður jafn auðvelt að notaþettaallt saman ogþað er að nota sírnann í dag. 33 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.