Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 27

Tölvumál - 01.12.1994, Blaðsíða 27
Desember 1994 Tölvunotkun í skólum, horft til framtíöar Gein þessi er byggð á erindi sem flutt var á ráðstefnu SI, Tölvur og nám '94, 22. ágúst 1994 Eftir Hörð Lárusson Að undanfömu hefur tiltölu- lega miklum fjárniunum verið varið til kaupa á tölvum og tölvu- hugbúnaði, bæði af hálfu hins opinbera og eins einkaaðila. Þetta gildir eimiig um skólakerfið enda þótt þar hafi verið um minni fjár- festingu að ræða en hjá mörgum öðrum stofnunum þjóðfélagsins. í umræðum að undanförnu hefur nokkuð borið á óþolinmæði, einkum hjá þeim sem veita skól- unum fjármagn, hvað varðar beinan og mælanlegan árangur af þeirri Qárfestingu sem felst í kaupum á tölvubúnaði og með- fylgjandi hugbúnaði. Þessi afstaða er skiljanleg; hefur árangur af skólastarfi batnað við tilkomu tölvanna? Hver og einn getur svarað þessari spurningu fyrir sjálfan sig. Þetta viðhorf hefur komið greinilega fram á norrænum vett- vangi í umræðum um áframhald- andi norrænt samstarf á sviði tölvunotkunar í skólakerfinu. Menn hafa þó orðið sammála um að áfram yrði að halda, en í vaxandi mæli er stefnt að því að vísa verk- efnum á þessu sviði frá ríki og til sveitarfélaga og einkaaðila. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að vera verra a.m.k. hvað sum verkefni varðar. Við athugun á því hvemig þróunin hefur verið að undanfömu og hvers má vænta í framtíðinni, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því umhverfi sem er ráðandi í skólastofunni. Hvað varðartölvur og tölvutækni og beitingu hennar í kennslu, er umhverfið í skóla- stofumii allt annað en við þekkjum frá almennum vinnustöðum eða einstaklingum sem margir nota tölvur til afmarkaðra verkefna. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar áætlanir eru gerðar um tölvuvæðingu skóla og notkun tölva við kennslu. Starfsmaður í verslunar- eða framleiðslu- fyrirtæki sem notar tölvu í starfi sínu vinnur í mjög mörgum tilvikum tiltölulega einhæf störf. Tölvan leysir af hendi ákveðin skilgreind verk og útreikninga sem em þau sömu frá degi til dags. Þessi viðfangsefni eru í flestum tilvikum þess eðlis að þau gera ekki kröfu um yfirgripsmikla þekkingu á tölvum eða tölvu- notkun. Eigi að bregða út af því ferli sem þarna er um að ræða í einstök- um tilvikum getur það haft í för með sérumtalsverðan kostnað og jafnvel endurnýjun búnaðar. Bilanir og tafir em tiltölulega tíðar og hver þekkir ekki þá stöðu sem kemur stundum upp í bönkum þegar allt er stopp og tölvumar virka ekki. Þeir sem þekkja til skólastarfs vita að slíkar uppá- komur í kennslu eru með öllu óviðunandi (nema sem algjör undantekning). Tölvutæknin býður upp á marga og ónýtta möguleika til að bæta kennsluna og gera hana fj öl- breyttari. Margt gott hefur verið gert og margt hefur breyst í þessu efni á síðustu ámm en þrátt fyrir það erum við aðeins komin skammt á leið í því að nýta mögu- leika tölvutækninnar í skólum. Þessi staða gerir miklar kröfur til kennara. Hann verður að - vera fær um að leysa tækni- vandamál sem upp koma, - þekkja vel notkun margra ólíkra forrita, - geta skipulagt tölvunotkun annarra, þ.e. nemenda, - verafærumaðhvetjatilsjálf- stæðra vinnubragða og geta brugðist við ef nemendur taka upp á því að fara óhefðbundnar leiðir við lausn verkefna, - getatekiðréttarkennslufræði- legar ákvarðanir við ólíkar og oft erfiðar aðstæður sem upp koma í kennslustofunni, - hafa næga þekkingu ti 1 að geta valið og til að geta notað réttu forritin, - geta kennt nemendum sínum undirstöðuhugtök og aðferðir sem korna fyrir í skyldu náms- efni í tölvufræðum. Eg geri ráð fyrir að kennarar sem hafa fullkomið vald á ofan- töldum atriðum séu ekki margir. 27 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.