Tölvumál - 01.02.1995, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.02.1995, Blaðsíða 10
Febrúar 1995 Internet Grein þessi er byggð á erindi sem flutt var á ET-degi SÍ í desember 1994. Eftir Kristin Einarsson Inngangur Útbreiðsla og vöxtur Inter- netsins um þessar mundir þykir ævintýri líkastur, enda er aukningin í umferð um netið og fjölda aðila sem tengjast því ekki línuleg með tíma, heldur er um veldisfall að ræða. Þetta gildir bæði hér heima og erlendis. Hér er ætlunin að gefa í stuttu máli yfirlit um þróun og útbreiðslu Internetsins erlendis og á Islandi. Einnig eru settar fram hugleiðingar um framtíð netsins. Raunar er hraðinn í þróun netsins svo mikill, að slíkar hugleiðingar verða mjög fljótt úreltar. Að lokum er sitthvað tínt til af eigin reynslu um mikil- vægi netsins við dagleg störf á einni af rannsóknarstofnunum atvinnu- veganna. Þróun og útbreiðsla erlendis Yfirskrift ET-dagsins í desem- ber 1994 var Uppl ýsi ngasprengj an. Það hljómar því e.t.v. sem öfug- mæli, að uppruna Internetsins má rekja til ótta bandarískra hermála- yfirvalda við allt öðru vísi og ógn- vænlegri sprengju, þ.e. kjarnorku- árás Rússa á stjórnstöðvar hersins. Hvernig væri hægt að bregðast við og verjast áfram, þrátt fyrir slíka árás ? Frammi fyrir þessari og fleiri óþægilegum spurningum stóðu Bandaríkjamenn, þegar Sovét- ríkjunum tókst að senda Spútnik á loft árið 1957. Margir þættir í mennta- og vísindastefnu Banda- ríkjstjórnar voru teknir upp til endurmats í kjölfar þessa, því allt í einu virtist svo sem Bandaríkin hefðu tapað forskoti sínu á mikilvægum sviðum. Ein af þeim aðgerðum sem gripið var til, var að stofna sérstaka rannsóknardeild innan varnar- málaráðuneytisins, Advanced Re- search Projects Agency (ARPA). Og spurningin um virk stjórntæki hersins, þrátt fyrir kjarnorkuárás, var eitt af þeim vandamálum sem þessari deild var falið að leita lausnar á. Svarið fannst ekki strax en þó innan fárra ára, því árið 1962 skrifaði Paul Baran, starfsmaður RAND Corporation, skýrsluna On Distributed Communications Net- works fyrir ARPA. Þar lýsti hann pakkasendingarkerfum, þar sem engin einstök rofin tenging er afgerandi fyrir áframhaldandi virkni kerfisins. Tveimur árum síðar, árið 1964, var skýrsla Barans gerð opinber. Með þeim rannsóknum sem skýrslan lýsti var grunnurinn lagður að Interneti nútímans. Árið 1967 var haldið AMC Symposium um hvernig hægt væri að reka pakkasendingarkerfi og áætlun sett fram um gerð kerfisins. Árið eftir setti National Physical Laboratory í Bretlandi upp fyrsta tilraunanetið. Netáætlanir voru kynntar fyrir ARPA um sama leyti, sem leiddi til þess að ARPANET var sett á stofn 1969 til rannsókna á netkerfum. Fyrstu fjórir tengi- punktamir voru settir upp á tölvum frá mismunandi fyrirtækjum með mismunandi stýrikerfum, og net- rekstur hafinn. Hér voru ungir vísindamenn að prófa sig áfram á nýju rannsóknasviði. Þessa ungu menn skorti öll völd til þess að setja öðrum starfsreglur eða forskriftir um samhæfða lausn vandamála, sem upp komu og greiða þurfti úr með skjótum hætti. Strax á fyrsta ári netsins kom fram aðferð til að leysa slík sameiginleg vandamál, aðferð sem gildir enn í dag á netinu. Aðferðin felst í því að setja hugmynd til lausnar fram og biðja um athugasemdir, Request for Comment (RFC). Internetbundnir staðlar eru þekktir undir skammstöfuninni RFC auk raðnúmers, fyrir utan nöfn bundin hlutverki sínu eða skammstafanir þeirra. Ári eftir stofnun ARPA- NETS var byrjað að nota Network Control Protocol (NCP) til stýringar á samskiptum á tölvum tengdum við netið. Og ári síðar, 1971, voru tengipunktar í fjar- netinu orðnir 15 og 23 tölvur á ARPANET. Alþjóðleg ráðstefna um tölvu- samskipti með sýningu á ARPA- NET milli 40 tölva var haldin 1972. Og sama ár var tölvupóst- forrit skrifað til að senda orðsend- ingar yfir netið. Árið eftir voru settar upp fyrstu alþjóðlegu 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.