Tölvumál - 01.02.1995, Blaðsíða 27

Tölvumál - 01.02.1995, Blaðsíða 27
Febrúar 1995 Rafræn viðskipti í nýju Ijósi Grein þessi er byggð á erindi sem flutt var á ET-degi SÍ í desember 1994. Eftir Stefán Hrafnkelsson Upplýsingatækninni hefur fleygt ótrúlega fram undanfarin ár. Óhætt er að fullyrða að síðustu tuttugu árin hafi jafngilt mörgum tölvuöldum ef “öld” er notuð sem viðmiðun fyrir breytingar sem hafa afgerandi áhrif. Þrátt fyrir þessar miklu breytingar eru áhrifin á heimilin og þjóðfélagið í heild hverfandi lítil. Einkatölvan hefur aukið afköst einstaklinga og vinnuhópa, en eins og áður sagði haft hverfandi lítil áhrif á daglegt líf okkar. Þetta er væntanlega lognið á undan storminum, þar sem þær breytingar sem nú eru að eiga sér stað, ekki á tækni, heldur á notkun tækninnar munu valda gífurlegum þjóðfélagsbreytingum. Þegar minnst er á þjóðfélags- breytingar er vert að hafa í huga hvaða breytingar í sögunni hafa orsakað mestu þjóðfélagsbreyt- ingarnar. Flestir eru sammála um að eldurinn, hjólið, ritmálið og vélaraflið standi upp úr sem áhrifavaldar. Það er sannfæring mín að með sama hætti og vélaraflið orsakaði iðnbyltinguna muni upplýsingatæknin flytja okkur yfir í þekkingarþjóðfélagið. Þekkingarþjóðfélagið verður grundvallað á greiðum aðgangi að upplýsingum úr heimahúsi þar sem “heimilistölvan” ef heimilis- tölvu mætti kalla verður tengd við “alheimsnet”og menn þannig tengdir við gríðarlega stóra gagna- banka. Með því að tengja heimilis- tölvuna við alheimsnetið er í raun verið að fella múra fjarlægðar. Hægt er að segja að farartæki (og þá oft með hjálp hjólsins) hafi gert menn frjálsa til að vinna og versla. Menn voru ekki lengur háðir kaup- manninum í kauptúninu eða hverfinu eða eina vinnuveitand- anum á staðnum. Menn gátu valið að versla og vinna á því svæði sem var í nálægð frá heimahúsi. Undan- farin ár hefur almenningseign bíla gert þetta svæði um hundrað kíló- metra radíus frá heimahúsi. Það sem tenging heimilistölvunnar við alheimsnetið þýðir í raun er að þetta svæði stækkar og nær nú um allanheiminn. Menn geta verslað og unnið óháð tíma og rúmi hvar sem er í heiminum og það án þess að yfirgefa heimilið. Einnig verður erfitt að koma upp “tollamúrum” í þeirri mynd sem þeir þekkjast í dag, þar sem auðlegðin felst ekki í vörum, heldur upplýsingum sem flæða manna á milli um símalínur án þess að “stóri bróðir” geti fylgst með og tekið sinn toll. Ahrifin verða einna mest í verslun og viðskiptum. Um al- heimsnetið hefur neytandinn upp- lýsingar sem gera samanburð ein- faldan, og hinn frjálsi markaður verður nær veruleikanum en nokkru sinni fyrr. Menn gera sam- anburð, og valið ræðst af vöruverði og gæðum. En ekki verður aðeins verslað með vörur um alheimsnetið. Auðlegðin liggur í upplýsingum og þekkingu. Þannig má gera ráð fyrir að stór hluti af þeim viðskiptum sem fram fara um netið snúist um sölu á upplýsingum í einhverju formi. Þeir sem tengdir eru alheims- netinu hafa aðgang að hafsjó upp- lýsinga frá mörgum bókasöfnum. Heimilin geta nálgast þessar upp- lýsingar og verða þannig þunga- miðja þekkingaröflunar. Það er margt sem breytist varðandi verslun og viðskipti. 1 þekkingarþjóðfélaginu stjórnar einstaklingurinn auglýsingunni sem hann vill sjá, og í stað hefð- bundinna “heilaþvotta” auglýsinga hefur einstaklingurinn frumkvæði að því að leita eftir upplýsingum sem eru miðlaðar til hans sem gagnvirkar skemmtiauglýsingar. Einstaklingurinn tekur í þjónustu sína nýja tegund þjóna, svokallaða hugbúnaðarþjóna. Hugbúnaðar- þjónar eru lítil forrit sem ferðast um alheimsnetið líkt og vírusar gera í dag. En í stað þess að skilja eftir sig slóð eyðileggingar þá ferðast þjónninn um netið og leitar eftir markverðum upplýsingum samkvæmt forskrift eigandans. Þegar leit þeirra er lokið er upp- lýsingúnum skilað til baka til eig- andans. Slíkur þjónn gæti til dæmis fengið það verkefni að leita að “ódýrasta” verði fyrir Ford Ex- plorer með ákveðnum sérbúnaði eða komið með tillögu að sumar- leyfisferð til Havai samkvæmt ákveðinni forskrift. En hvar stendur fjölskyldan mitt í öllum þessum breytingum? Mín trú er sú að meiri tími verði aflögu þar sem minni tími fer í dag- legan rekstur, en að auki styrkist fjölskyldan á þeirri forsendu að mun auðveldar verður að vinna heima í þekkingarþjóðfélagi framtíðarinnar. Nýleg lög í L.A. Tölvumál - 27

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.