Tölvumál - 01.02.1995, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.02.1995, Blaðsíða 17
Febrúar 1995 Nokkrar hugleiðingar um aðgang sjónskertra að upplýsingum Grein þessi er byggð á erindi semflutt var á ET-degi SÍ í desember 1994. Eftir Gísla Helgason Fyrir rúmum aldarfjórðungi fóru tónsnældurnar að ryðja sér til rúms. Farið var að framleiða lítil tæki til þess að spila þær og brátt ruddu þær úr vegi stóru, gömlu segulbandsspólunum, sem til voru á flestum heimilum. Stóru segul- bandstækin urðu ónýt eða rykféllu. Eitt tók við af öðru og tölvur tóku að sjá dagsins ljós í ýmsum mynd- um í fyrirtækjum og á heimilum. Þær urðu æ smærri og afkasta- meiri. Margir litu með lotningu til þeiira, sem áttu eða kunnu á tölvur, en aðrir fussuðu og sveiuðu og sögðu að gamla ritvélin væri það besta og gömlu reiknivélamar gætu alveg eins gert gagn og þessar tölvur. Einn var sá hópur, sem beið spenntur eftir tölvuvæðingunni, en það voru blindir og sjónskertir. Þeir gerðu sér vonir um að með tölvu- tækninni yrði þeim kleift að nálgast upplýsingar, sem þeim voru áður huldar. Og staðreyndin er sú, að nú er nær allt hægt í þeim efnum. Það var á áttunda áratugnum að farið var að þróa sérstaka blindraleturstölvu. f stað venjulegs skjás birtust upplýsingar á blindra- letri. Menn ráku sig fljótlega á að sex punkta letrið dugði ekki til að birta allar upplýsingar, sem tölvur gáfu kost á. Því var bætt við tveimur punktum, til þess að tákna m.a. stóra stafi og tölugildi. Fyrsta blindraleturstölvan kom til Blindrafélagsins árið 1982, en þá gaf dótturfyrirtæki Sambandsins í Bandaríkjunum blindrafélaginu slíka tölvu. Hún var snældudrifin. Innra minnið var 1 k og ef ég man rétt rúmaði snældan 200 k. Þetta var bylting. Með þessu tæki var hægt að skrifa blindraletur, leið- rétta það með góðu móti og fjölrita í gegnum tölvustýrðan blindra- letursprentara. En það sem mestu máli skipti fyrir blindan mann, sem hingað til hafði orðið að nota ritvél og geta ekki leiðrétt sjálfur það sem hann skrifaði, var nú hægt að skril'a blindraletrið út í gegnum venju- legan svartletursprentara. Þar með var sá múr brotinn og þróunin hélt áfram. í stað sérstakra blindra- leturstölva var farið að þróa sérstök jaðartæki svo að sjónskert fólk gæti hagnýtt sér venjulegar tölvur. Þegar IBM fór að framleiða tölvur, gerðu þeir tilraunir með ýmsa hluti, þar á meðal stafrænt tal. Framleidd var tölva á sjötta áratugnum, sem gat spilað og sungið á sjálfa sig. Tónskáld fóru að nota hljóðgjafa til tónsköpunar og notuðu síðan tölvur til þess að fullkomna eða skrifa niður nótur. Menn fóru einnig að einblína á hvort ekki væri hægt að nota tölvur til þess að lesa upphátt venjulegan texta. Bandaríkjamenn urðu einna fyrstir og fremstir á þessu sviði, en í Evrópu tóku Svíar forystuna. Sænskt fyrirtæki, Infovox, tók á 6. áratugnum að þróoa talgeervil og um 1980 var farið að framleiða hann með ýmsum tungumálum. Fljótlega upp úr því var farið að athuga hvort ekki væri hægt að búa til íslenskt gervital. Kjartan Helgason, sem var við nám í Háskólanum gerði tilraunir á þessu sviði og reyndi ýmsa talgervla. Hann vann grundvallai' rannsóknir, svo sem hvernig þróa ætti mál- fræðireglur og aðlaga ýmsar beygingamyndir málsins. Hlé varð á vinnunni um nokkurt skeið, en um 1985 komst loks skriður á málið, er Öryrkjabandalag íslands tók málið upp og beitti sér fyrir því að ýmsir veittu styrki í verkefnið. Pétur R. Helgason, málfræðingur tók að sér frekari þróun talgervils- ins og menn fóru að horfa á þann sænska. Reyndin var sú að á síðasta ári varð hann tilbúinn fyrir íslenskan markað. Með talgervlinum opnast miklir möguleikar. Mun auðveldara er fyrir sjónskerta eða blinda mann- eskju að nálgast og lesa stafrænar upplýsingar. Scgja má að blindra- letursskjáir og talgervill nýtist rnjög vel saman. Með talgervlinum er t.d. hægt að lesa ýmis löng skjöl, en blindraletursskjárinn nýtist til nákvæms lestrar á gögnum. Talgervillinn les nokkuð þokka- lega. Það þarf reyndar að venjast því að hlusta á hann. Þeir sem eru orðnir færir geta lesið allt að 250- 300 orð á mínútu, en blindra- leturslesarar fara mun hægara yfir. Því rniður hafa slæðst nokkrar villur inn í framburð íslenska talgervilsins. Hann segir t.d. Tölvumál - 17

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.