Tölvumál - 01.07.2000, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.07.2000, Blaðsíða 13
Þekkingarstjórn Þekkingarstjórn með hjólp gervigreindar Guðmundur Guðnason Með sjálfvirkri þekkingarstjóm geta fyrirtæki sparað starfs- mönnum sínum mikinn tíma sem venjulega fer í flokkun og leit upplýs- inga. Skilvirkt flæði og flokkun upplýs- inga verður til þess að einfaldara verður að skilja kjamann frá hisminu. Vefráp verður ekki endalaus leit í ofvöxnum fmmskógi upplýsinga heldur geta vefir verið sniðnir sjálfvirkt að þörfum hvers og eins. Það skiptir höfuðmáli að geta nálgast þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru á hverjum tíma án fyrir- hafnar Of mikið af upplýsingum, of lítill tími Hvað er sameiginlegt með ritvinnsluskjöl- um, töflureiknisskjölum, tölvupósti og vefsíðum? Jú, þetta eru allt saman ómót- aðar upplýsingar. Þetta er texti sem geymdur er í skjölum sem oft á tíðum em flokkuð á fmmstæðan og einstaklings- bundinn hátt. Gífurlegt magn upplýsinga og þar með þekkingar er geymt á þennan hátt hjá fyrirtækjum nútímans og sá tími sem fer í að reyna að flokka þessi gögn og leita í þeim er allt of mikill. Hver kannast ekki við að þurfa að leita að skýrslu frá því í fyrra sem þú manst eft- ir að hafa gert en þú manst bara ekki hvar þú geymdir hana. Það skiptir höfuðmáli að geta nálgast þær upplýsingar sem nauð- synlegar em á hverjum tíma án fyrirhafn- Hingað til hafa tilraunir til að flokka ómótuð gögn gengið út á notkun stikkorða, textaleit og handvirka flokkun, sama aðferð og notuð er hjá flestum leitar- vélum á Intemetinu. Flestir hafa notað leitarvélar á Intemetinu og þekkja hversu mikið af gagnslausum upplýsingum birtast þegar leitað er að ákveðnum málefnum og hversu mikill tími fer í að fletta og leita þar til þú finnur það sem þú leitar að, ef þú finnur það... Það sem þarf er aðferð til að flokka skjöl og finna skjöl útfrá efnisinnihaldi, ekki bara að eitt eða tvö orð séu eins. Ef þú leitar að orðinu „Jaguar“ viltu gera greinarmun á Jagúar bíl og Jagúar risa- kisu, ef þú leitar að orðinu „kynlíf1 viltu gera greinarmun á kynfræðslu og klámi, ef þú leitar að orðinu „flaga“ viltu gera greinarmun á kartöfluflögum og kísilflög- um. Allt ræðst þetta af samhenginu, hvaða orð em í kring og hvert er efnisinnihald textans í heild þar sem orðið kemur fyrir. Lausnin er fundin Fyrirtækið Autonomy (www.autonomy.com) hefur þróað hug- búnað til þess að flokka og vinna með mikið magn af ómótuðum upplýsingum á sjálfvirkan hátt. Tæknin byggir á lögmáli ensks stærðfræðings, Thomas Bayes, sem hann setti fram fyrir um 250 ámm. Lög- málið segir í stuttu máli: Líkurnar á því að A gerist að því gefnu að B hafi þegar gerst eru jafnar líkunum á því að B gerist að því gefnu að A hafi gerst margfaldað meðlík- um á að A gerist deilt með líkum á að B gerist. Formúlan er vægast sagt flókin, en hún miðar að því að skýra líkindatengsl milli tveggja breyta og hversu mikið ein breyta hefur áhrif á aðra. Ef við tökum dæmi um hvemig Autonomy útfærir þetta til grein- ingar á texta: Formúlan er notuð til að meta t.d. líkurnar á því að orðið tölva sé á einhvem hátt í tengslum við orðið hug- búnaður. Þessu til viðbótar eru notuð lög- mál úr upplýsingafræðum til að ákvarða hvaða tengsl skipta mestu máli. Utfrá þess konar útreikningi getur Autonomy fundið út efnisinnihald eða meginefni textans sem er svo umbreytt í talnamnu. Autonomy getur þannig borið saman texta sem hafa samskonar talnaranu og þar með fjalla um svipað efni og sagt hversu mikl- ar líkur séu á að þeir fjalli um það sama. Sjólfvirk þekkingarstjórn Það er þessi eiginleiki, að geta borið sam- an efnisinnihald hvaða texta sem er, óháð tungumáli, sem gerir Autonomy kleift að: • Draga saman og flokka á sjálfvirkan hátt allar innri og ytri upplýsingar á að- gengilegan hátt, t.d. á vefsíðu. Með innri upplýsingum á ég við ritvinnslu- skjöl, tölvupóst og þess háttar. Með ytri upplýsingum á ég við t.d. vefsíður og fréttir á Intemetinu. Tölvumál 13

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.