Tölvumál - 01.07.2000, Blaðsíða 30

Tölvumál - 01.07.2000, Blaðsíða 30
UpplýsingasamfélagicS Konur í íslenska upplýsingasam- félaginu Guðbjörg Sigurðardóttir S Islendingar eru nú í fararbroddi þjóða heims í notkun upplýsingatækninnar. Tölvubúnað er að fxnna á ríífega 70% íslenskra heimila. Um helmingur þjóðar- innar hefur aðgang að Netinu heima hjá sér. Og um 70% þjóðarinnar hefur aðgang að Intemetinu heima, í vinnunni eða í skóla. Þessar tölur gerast ekki hærri hjá öðram þjóðum - við eram í fararbroddi sem notendur tækninnar. Mikill skortur er á vel- menntuðu fólki með þekkingu á upplýs- inga- og fjarskipta- tækni. I boði eru góð laun og vaxandi sveigjanleiki fyrir þá sem þekkinguna hafa Tæknin er mikill áhrifavaldur Samfélagið breytist stöðugt vegna þeirra framfara sem eiga sér stað á sviði upplýs- inga- og fjarskiptatækni. Tæknin hefur alls staðar áhrif, hún hefur þegar breytt því hvemig við vinnum og hefur vaxandi áhrif á frítíma okkar og daglegt líf fjölskyld- unnar. Nú horfum við fram á enn nýja tíma þar sem ísskápurinn pantar sjálfur inn matinn fyrir okkur þegar mjólkurbirgðimar era t.d. komnar niður í 1 lítra eða osturinn er búinn. Við sjáum fyrir okkur bfla sem rata um stórborgir og síma sem þýða fyrir okk- ur milli tungumála, jafnóðum og talað er. Margt mun breytast og það á tiltölulega stuttum tíma. I mörgum starfsgreinum mun störfum fækka, í öðram starfsgreinum hverfa ákveðin störf. Mörg þessara starfa eru hefðbundin kvennastörf. En ný störf munu skapast á vettvangi tækni og þjón- ustu. Upplýsingaiðnaðurinn er í gríðarlegum vexti og mun soga til sín vinnuafl á næstu áram. I dag er ástandið þannig að mikill skortur er á velmenntuðu fólki með þekk- ingu á upplýsinga- og fjarskiptatækni. I boði eru góð laun og vaxandi sveigjanleiki fyrir þá sem þekkinguna hafa. I öllum starfsgreinum skapar þessi þekking því eftirsóknarverð atvinnutækifæri. Þannig er hægt að velja sér starfsvett- vang innan heilbrigðiskerfísins, í sjávarút- vegi, í hugbúnaðariðnaði eða útgáfustarf- semi - allsstaðar er þörf fyrir þessa þekk- ingu. Mótun upplýsingasamfélagsins Þeir sem búa yfir þekkingu á tækninni og hanna þann hugbúnað eða vélbúnað sem við notum og þeir sem skapa og velja það efni sem miðlað er í Netheimum gegna mikilvœgu mótunarhlutverki. Hið sama má segja um marga stjómendur fyrirtækja og stofnana sem nú þróa nýjar þjónustur sem í boði verða á Netinu. Því miður verðum við að horfast í augu við þá staðreynd að í hópi mótenda eru konur sennilega í besta falli um 20% af hópnum og karlar 80%. Þetta er ekki stað- bundið vandamál á fslandi, heldur al- heimsvandamál. Þessi staðreynd endurspeglast t.d. í tölvuleikjum. Þeir eru hannaðir af ungum, hugmyndaríkum mönnum og höfða því flestir einkum til drengja því viðfangsefn- in era gjaman einhvers konar spennuleik- ur eða íþróttir. Það er engin ástæða til að gera lítið úr tölvuleikjum en rétt er að benda á að ef konur hönnuðu tölvuleiki til jafns við karla og ef stjómendur fyrirtækj- anna sem framleiða leikina gerðu sér grein fyrir því að stúlkur eru einnig vænlegur kaupendahópur - þá væru til fleiri tölvu- leikir sem höfðuðu til stúlkna. Hvers vegna ættum við að beina athygli okkar að tölvuleikjum? Astæðan er sú að margt bendir til að spennandi tölvuleikur sé oft það sem dregur unga drengi að tölv- um og verður til þess að þeir taka næstu skref t.d að leita að upplýsingum um aðra leiki á Netinu, hlaða niður ókeypis leikj- um af Netinu og gera alls kyns hluti sem smátt og smátt byggja upp grannfærni og öryggi í samskiptum við tölvur. Eitt leiðir af öðra og drengir óska frekar eftir að fá allskyns viðbótarbúnað í tölvuna í afmæl- isgjöf eða jólagjöf - allt til að sinna áhuga- málum sínum sem era e.t.v. að granni til íþróttir eða spennuleikir. 30 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.