Tölvumál - 01.07.2000, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.07.2000, Blaðsíða 20
Netfangaskrár Innbyggt í staðalinn eru að auki atriði eins og aðgangsslýr- ing, lýsing á því hvernig á að geyma upplýsingar, stuðning- ur við alþjóðleg stafa- sett og möguleikar á speglun eða fjölföld- un. Þetta hefur leitt til mjög víðtækrar notk- unar og reyndar enn meiri en virðisf fljótt á litið Mynd 2. Samskipti við X.500 skrá breiðsla var því takmörkuð og oftast innan fyrirtækis, skóla eða stofnunar. Stöðluð aðferð var ekki til heldur voru aðferðir bundnar við til dæmis stýrikerfi eða fram- leiðanda. Stöðlun Því var farið að huga að stöðlum yfir auð- kenni notenda einstakra samskiptakerfa. Þessir staðlar skyldu lýsa því hvemig væri hægt að búa til alheimsskrá yfir notendur hvaða samskiptakerfis sem væri og hafið samskipti sín á milli. Útkoman varð reyndar staðall sem getur innhaldið næst- um hvaða upplýsingasafn sem er. Staðal- inn gengur undir nafninu X.500 og var saminn í sameiningu af ISO (Intemational Standards Organisation) og ITU (International Telecomunication Union). Hann er óháður tegund tölvu- eða stýri- kerfis. Hann var fyrst samþykktur 1988 en síðan endurskoðaður 1993 og 1997 og gert er ráð fyrir nýrri útgáfu 2001. Hann lýsir uppbyggingu dreifðrar skráar sem getur innihaldið upplýsingar um notendur einhvers kerfis og er þá notendaskrá, eða upplýsingar um viðskiptavini og er þá við- skiptavinaskrá o.s.frv. Hér á eftir einfald- lega kölluð skráin. Skráin byggist á lag- eða stigveldislíkani upplýsingaeininga (færslur í notendaskrá) sem notendur geta flett upp í eða leitað í (sjá mynd 1). Stig- veldisskiptingu má líkja við tré á hvolfi sem greinist í stofn, greinar og laufblöð. Það er leitað frá uppgefinni rót, eftir stofni út á grein þar til komið er að laufblaðinu sem inniheldur upplýsingarnar sem leitað er að. X.500 notar safn miðlara skráa (e. Directory Servers, DSA) sem hver um sig inniheldur hluta af allri skránni eða upp- lýsingasafni skráakerfisins (e. Directory Information Base, DIB). Saman veita þessir miðlarar aðgang að einni skrá. Því þurfa notendur skrárinnar ekki að að vita í hvaða hluta skráarinnar er verið að leita í, í hvaða landi skráin er né hver á skrána. I staðlinum er að finna lýsingu á upp- byggingu skráarinnar og á hvem hátt er hægt að nálgast upplýsingar í henni. Að- gangur að einni skrá getur verið á tvennan hátt. Á milli miðlara er notuð ein sam- skiptaregla (e. Directory Service Protocol). Notendur skráarinnar nota að- gangsveitu (e. Directory System Agent) sem notar aðra aðferð, Directory Access Protocol eða DAP. (sjá mynd 2). Notandi getur verið forrit eða hugbúnaðarpakki, manneskja eða annað. 20 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.