Tölvumál - 01.07.2000, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.07.2000, Blaðsíða 22
Netfangaskrár spumina en LDAP virkar þannig að miðl- ari bendir biðlara á að spyrja næsta miðl- ara að þessu og tiltekur þann sem spyrja á. Ef óskað er eftir styttri svartíma eða til að dreifa álagi þá er hægt að fjölfalda(e. replication) eða spegla skrána yfir í aðra skrá. LDAPv3 gerir reyndar ekki kröfu um að til staðar sé X.500 skrá heldur getur hann talað beint við gagnagrunninn sem inniheldur skrána. LDAP veitir ekki aðeins leitaraðgang að skrá heldur er einnig hægt að bæta við skrá eða breyta færslum. Þannig þarf ekki annan aðgang að gagnagrunninum en LDAP. Aðgangsstýring sér til þess að að- eins réttir aðilir geta breytt grunninum. LDAP skilgreinir meðal annars hvernig á að nota MIME formuð gögn í skránni sem gefur möguleika á að geyma tölvu- póst auk netfanga. Auk þess er hægt að geyma þar PKI (e. Public Key Infrastruct- ure) sem hægt er að nota til að auðkenna, staðfesta uppruna, að innihald sé óbreytt og dulkóða gögn. Þá er flett upp í LDAP skránni og fundinn Public lykill (á PGP eða X.509 formi) viðkomandi. Algeng notendaforrit í notkun í dag sem styðja LDAP eru Netscape Messenger útgáfa 4.7, Internet Explorer útgáfa 5 og Microsoft Outlook útgáfa 5 Staðan í dag Núna er til LDAP 2000 sem er lýsing á þeim lágmarkskröfum sem þarf að upp- fylla til að búnaður sé LDAP samhæfður. LDAP 2000 er útbúin af samtökum helstu framleiðenda LDAP kerfa. Það er hægt að nálgast ókeypis útgáfur af LDAP sem meðal annars byggja á SLAPD og SLURPD sem eru hluti af OpenLDAP kóðanum og kemur til dæmis með Linux Red Hat 6.2. Einnig er til Java API og ýmsar veflausnir eru tiltækar. Algeng notendaforrit í notkun í dag sem styðja LDAP eru Netscape Messenger út- gáfa 4.7, Intemet Explorer útgáfa 5 og Microsoft Outlook útgáfa 5. Til dæmis er hægt í Netscape Messenger að tilgreina hvaða LDAP miðlara sem er (sjá Messen- ger -> Communicator -> Address Book -> File -> New Directory). I Intemet Explor- er dugir að slá inn slóðann í veffangs- glugga (e.URL) eða til dæmis ldap://ldap.whowhere.com eða ldap://ldap.bigfoot.com en þá opnast leit- argluggi þar sem hægt er að slá inn nafn og/eða netfang. Ahugasamir lesendur geta athugað hvort þeirra nafn eða netfang finnst. Þama er hægt að finna fjölmörg ís- lensk nöfn og netföng en þó án íslenskra stafa. Frameiðendur netfangaskráa eru meðal annarra einnig Netscape (Netscape Directory Server), Microsoft (Active Directory) og Oracle (Intemet Directory). Auk þess em ýmsir sem framleiða netbún- að þegar komnir með LDAP stuðning (Cisco, Nortel o.fl.). Framtíðin LDAP hefur ekki náð mikilli útbreiðslu hér á landi nema sem hluti af uppsetningu annara kerfa þar sem hann fylgir með jafnvel án þess að kaupandi viti af því. Netfangskrár hér á landi (www.midlun.is, www.simaskra.is,www.netfang.is o.fl.) sem em aðgengilegar almenningi virðast ekki styðja LDAP. Ekki frekar en þær net- fangaskrár sem til eru hjá Intemetveitum. Það kann þó að standa til bóta og ekki væri verra ef þær væm tengdar stóru er- lendu netfangaskránum. Því hefur verið spáð að miðað við hraða þróunar á Inter- netinu og hvað hefur þegar skeð þá sé árið 2005 það ár sem til verði alheims skrá eða skrár. Þá fyrst verði hægt að fletta upp á netfangi, símanúmeri eða öðmm upplýs- ingum hvar sem er í heiminum á einfaldan og fljótlegan hátt. Það er síðan annað mál hvort eigendur netfangs vilja að allir geti fundið það og notað enda eykst ruslpóstur dag frá degi. Frekari upplýsingar em til dæmis hér: http://www.openldap.org http://www.opengroup.org/directory http://www.dante.net/nameflow.html Magnús Hauksson er verkfræðingur hjá Landssíma Islands 22 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.