Vísir - 05.12.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 05.12.1962, Blaðsíða 5
V í SIR . Miðvikudagur 5. descmber 1962. uraa 5 Happdrætti DAS Merkileg rítsöín á næsta bókauppboði Sigurðar Ben. Síðasta bókauppboð Sigurðar Benediktssonar á þessu ári verður einhvem næstu daga og verður þar selt mikið af stórum og dýr- um ritsöfnum, auk margra eigu- legra einstakra bóka. Af stórum ritsöfnum má nefna Fornbréfasafnið allt, ferðabók Árna Magnússonar f II bindum, Andvari frá upphafi til 1940, Sunnanfara allan, Tímarit Bókmenntafélagsins allt, Nýjar kvöldvökur allar, Iðunn Bjöms Jónssonar I—VII, íslands Kortlagning, ljósprentun Guðbrands biblíu o. fl. Þá verður þar margt einstakra Síldin — Framh. af 1. síðu. un Árni Geir með 700 og Steingrím ur Trölli með 1200. Aðeins 4 Akranesbátar voru úti og voru í morgun á leið til hafnar: Fiskaklettur með 900 tunnur, Ólaf- ur Magnússon 500, Keilir 2—300 og Heimaklettur 2—300. I gær var landað á Akranesi 1800 tunnum, Haraldur var hæstur með 407 tunnur. fágætra og eigulegra bóka svo sem Sturlunga Bókmenntafélagsins I—II, Siðalærdómur fyrir góðra manna börn, prentað f Leirárgörð- um 1799, Sálmabók frá Hólum 1772, Evangelisk smárit (sennilega þó ekki heil) Grágás, Jónssíða, Para dísarmissir Klopstódes og margt fleira. Ekki er fyllilega ákveðið hvaða dag uppboðið fer fram, en Sigurður taldi að það myndi verða mjög fljótlega. Þá kvaðst Sigurður Benedikts- son ennfremur ætla sér að halda málverkauppboð fyrir jól, en biður fólk, sem ætlar sér að koma mál- verkum á uppboðið að koma þeim til sín helzt þegar f stað, eða í síðasta Iagi einhvem næstu daga. KjartonÓ.sýnii Kjartan Ó. Bjaraason kvik- myndatökumaður sýnir t kvöld og næstu kvöld ýmsar stuttar kvik- myndir sem hann hefur tekið hér- lendis og erlendis á undanfömum árum. Sýningamar verða í Tjam- arbæ kl. 5, 7 og 9 hvert kvöld. Ein veigamesta myndin, sem Kjartan sýnir er íslenzk börn að leik og starfi til sjávar og sveita. Hún er tekin víðs vegar á land- inu og Kjartan telur hana eina af sínum beztu kvikmyndum. Aðrar kvikmyndir, sem Kjartan sýnir em frá síðasta skíðalands- móti á Akureyri um páskana í vor, einnig skíðamyndir teknar í Umræðum um aðild Breta að EBE verður hraðað Á ráðherrafundi EBE sammark- aðslandanna (RBE) í Briissel í gær var ákveðið að hraða samkomu- Iagsumleitununum um skilyrði fyr- ir aðild Bretlands, svo að búið yrði1 að semja um öll meginatriði fyrir lok janúar, ef unnt væri. Fulltrúi Belgíu vildi jafnvel leggja svo mikla áherzlu á að hraða málum, að hann lagði til að fundir með Edward Heath, aðal- j samninsamanni Breta, bvriuðu aft- ur eftir jól og yrði haldið áfram án þess hlé yrði í 3 vikur en á það vildu Frakkar þó ekki fallast, — töldu ekki svo mikið við liggja, að hraða þyrfti málum svo. En út- koman varð sú, að halda hvern langfundinn af öðmm, í þeirri von, að því marki sem að ofan greinir yrði náð fyrir 1. febrúar, án þess þó að rígbinda það við þann dag, að þá yrði aðalsamkomulagsum- leitunum lokið. Fyrir nokkrum dögum er rætt var um landbúnaðarafurðir gekk hvorki eða rak með samkomulags- umleitanir um skilyrði fyrir aðild Breta, vegna þess að allt strandaði á Frökkum. Vildu þeir setja það að skilyrði, að Brétar féllust á að fella þegar niður allar uppbóta- greiðslur til bænda, en fulltrúi Hollands, að þeir fengju árs frest til þess að hætta uppbótargreiðsl- unum stig af stígi. S.V.R. Framh. if bls. 16. tíma, enda þótt hann noti annars strætisvagnana daglega. Þess er óskað, að foreldrar skýri þetta fyrir bömum sínum, svo að þau viti það, í hvaða til- vikum á að rífa homið af mið- anum. Það er einnig mikilsvert, að miðarnir séu varðveittir vel meðan á ferðinni stendur og að þeir séu ekki bögglaðir, brotnir né rifnir. Þegar könnunin fór fram í september, urðu lítils háttar tafir á ferðum sumra strætisvagnanna vegna könnunarinnar, þar sem vagnstjórarnir útbýttu miðunum sjálfir. Nú verður starfsliði fjölgað og má búast við að farþegar verði ekki fyrir neinum óþægindum af þessum sökum. Fólk er beðið um að taka um- ferðarkönnuninni vinsamlega og veita eins og áður þá samvinnu, sem með þarf, til þess að hún tak- ist vel. Umferðarkönnunin I stræt- isvögnunum veitir mikilsverðar upplýsingar, sem stuðla að hag- kvæmari rekstri og bættir þjón- ustu þessara þörfu fyrirtækja. Holmenkollen og Zakopane, þar sem sumir beztu skíðamenn heims- ins keppa. Af öðrum íþróttakvikmyndum sýnir Kjartan landsleik í knatt- spyrnu milli Islands og Noregs, svo og landsleik íslands og ír- lands og kvikmynd frá úrslitum 1 næstsíðustu heimsmeistarakeppni á milli Brazillu og Svíþjóðar. Þá er kvikmynd af keppni í listskauta hlaupi, sem fram fór í Noregi, svo og handknattleikskeppni milli F.H. og þýzka Iiðsins Esslingen. Loks eru ýmsar hátíðakvik- myndir svo sem frá 17. júní- hátíðahöldum í Rvík, tveimur þjóðhátíðum í Vestmannaeyjum, skátamóti á Þingvöllum og kapp- reiðum víðs vegar um land. Kjartan Ó. Bjarnason hefur nú sýnt um 10 ára skeið I Reykjavík og hefur vafalaust meiri æfingu orðið I kvikmyndatöku, en nokkur annar íslendingur. Loftleiðir FranJiald at bls. 1. af völdum þokunnar, skólabifreið full af bömum var týnd í margar klukkustundir, mörg bifreiðaslys urðu og lentu sums staðar 3—4 og allt upp í tuttugu bifreiðar í þvögu og löskuðust meira og minna eftir árekstur tveggja bif- reiða. — Fjölda manns er saknað, en sennilega kemur flest af því til skila, því að menn hafa hafzt við í bifreiðum sfnum, fjarri heim- ilum sínum, eða villzt á heimleið og ekki getað gert vart um sig. Dæmi um umferðarörðugleikana er, að hertogafrúin unga af Kent, sem ætlar til dvalar í Hong Kong hjá manni sínum, ætlaði að aka til flugvallar á Suður-Englandi og fljúga þaðan, þar sem Lundúna- flugvöllur var lokaður, en eftir 3 klukkustunda akstur með „snigla- hraða“ varð að snúa við aftur til Kensington-hallar. Óhreinindi I lofti eru nú nífalt meiri en vanalega I London, eins og títt er þegar svartaþoka er dægrum saman. Fyrir allmörgum árum var búið til nýyrðið smog, um það veðurástand, sem nú ríkir (dregið af smoke og fog, orðunum reyk og þoku) og grímumar, sem lögregluþjónarnir nota eru því kallaðar „smog-masks“. Lokað kl. 10 — Framhald af bls. 1. framkvæma til fullnustu þær til- lögur, sem hér um ræðir, og hefir borgarráð óskað þess að rlkis- stjórnin láti endurskoða laga- ákvæði um afgreiðslutíma sölu- búða I þessu sambandi. En talið er að sú endurskoðun taki svo langan tíma að nauðsynlegt sé að afla bráðabirgðaheimildar ef sam- komulag verði um þessar tillögur I borgarstjóm. Dregið var I 8. fl. happdrættis , DAS um 100 vinninga og féllu vinningar þannig: 4ra herb. íbúð nr. 11639. (Aðal- umboð). 2ja herb. íbúð á nr. 46666 Umboð Keflavíkurflugvölur. Opel Rekord bifreið kom á nr. 38038. Aðalumboð. Saab 96 fólksbifreið kom á nr. 39991. Aðalumboð. — Volkswagen kom á nr. 27052. Að- alumboð Keflavík. Húsbúnaður fyrir 10 þús kr. 1808, 15694, 15714, 18902, 32903, 48044, 48238, 34819, 59349, 61230. Eftirtali: númer hlutu ..úsbúnað fyrir 5 þús. kr.: 1186, 1420, 1517,1 1712, 1863, 2320, 2530, 4485 5407 6135, 8866, 9205, 11828 11906, 13880, 14060, 15045, 15059, 7902, 19360, 19522 19558 20269, 21632, 22826, 23364, 24010, 24461, 24737, 25135 25527 26554 29483 30733 31097 31493, 2891, 33102, 34735 35890 35940 36093 36991 38444 38904 39969 40326 41132 41133 41205 42678 43374 43495 43574 44436 44953 47782 47966 48327 49616 50529 50686 50785 51459 51885 52419 53045, 53813 54999 55255 55323 56100 56380 56488 56851 57117 58305 58482 61225 62065 63850 63887 64302 64400 64823. (Birt án ábyrgðar.) Askrífendahappdrættið Vinningar I áskrifendahapp- drætti Vísis fyrir nóvember voru afhentir í gær. Á efri myndinni sést f jölskylda Þóris Karlssonar Stigahlíð 28, og er verzlunarstjórinn í Austurveri að afhenda þeini vinning 3500 kr. ávísun upp á vörur. Á neðri myndinni eru umboðs maður Vísis í Hafnarfirði Guð- rún Á*5'»«ír-!dóttir að af’-end- Halldóri Hallgrímssyni, Kletta- götu 4 þar i bæ, 3500 króna ávísun á vörur í Austurveri. Sigurður Guðmundsson, Faxa braut 36 hlaut vinninginn sem kom í hluí K"f!víkinga og hafði áður sótt hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.