Vísir - 05.12.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 05.12.1962, Blaðsíða 10
70 VISIR . Miðvikudagur 5. desember 1S32. Aðalsafnaðarfundur Haligrímsprestakalls verður haldinn í kirkjunni, sunnu- daginn 9. des. 1962, kl. 17. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning 2ja manna í sóknarnefnd. 3. Önnur mál. Sóknarnefndin. KRUPS er merkið sem heimurinn þekkir. Krups- hrærivélar. Krups-brauðristar, Krups-kaffi kvarnir. Söluumboð fyrir Krupsrafmagns- vorur. Rafglit Hafnarstræti 15 Sími 52329. Höfum kaupanda að amerískum tveggja dyra 8 cyl. bíl. Má vera sjálfskiptur. Að utan — Framhald af bls. 8. kommúnista, svo sem sjá má á því, að honum var falið emb- ætti innanríkisráðherra, það er að segja stjórn lögreglu iandsins — hann var eins kon- ar Beria þeirra í Búigaríu. En þegar Dimitroff andaðist 1949, hófst barátta mikil milli Ju- goffs og Tsérvenkoffs, sem kallaður var rauði úlfurinn, sem lyktaði með því, að Jugoff varð undir og varð að leggja niður embætti innanríkisráð- herrans. Tsérvenkoff varð for- sætisráðherra, en hann sneri sér ekki að því að uppræta andstæðing sinn, þótt slíkt sé altítt hjá kommúnistum. Jugoff hugsaði aðeins um að fljóta, og honum tókst það, og 1956 vann hann sigurinn, þvf að þá varð Tsérvenkoff að bera fram venjulegar sjálfsásakanir og leggja niður embætti, sem Ju- goff tók við. Nú er hringferðinni lokið, því að Jugoff er einnig fallinn, og er það álit manna víða á Vesturlöndum, að hann muni hafa gert sig sekan um að styðja Kínverja og Albani á laun. Krúsév hefir síðan falið Todor Sjivkoff að hafa hemil á Búlgörum. Hversu lengi skyldi hann endast? EINAR SIGURÐSSON, hdl. Málflutningur — Fasteignasala. Ingólfsstræti 4. — Sími 16767. SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Austurstræti 10A — Sími 11043 GUSTAF ÓLAFSSON bæstaréttarlögmaðui Austurstrætí 17 Simi 13354 Lösfræðistörf Innheimtur Fasteignasala Hermann G. Jónsson hdl. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Skjólbraut 1, Kópavogt. PÁLL S PÁLSSON u. -astaréttarlögmaður Berg ðastrætt 14 Simi 24200 Húshjálp — England Ensk hjón með tvö börn í Grimsby óska að ráða íslenzka húshjálp hið fyrsta. — Ferða- kostnaður greiðist. — Góð vinnuaðstaða. Uppl. í símum 17250 og 17440. TlÍObRSBlÓl , ;30VF,ntVH * !____________ÍH' '' Afgreiðslustúlkur vantar okkur fram að jólum, helzt allan dag- inn. Uppl. í búðinni í dag og á morgun. K. EINARSSON & BJÖRNSSON h.f. Laugavegi 25. Selur- Mercedes Benz 219 ’57 og Mercedes Ben2 190 '57 og Opel Capitan '57. Allir bílarnir nýkomnir til landsins. Bíla- og biívélasalan við Miklatorg, slmi 23136. SELJUM I DAG: Opel Kapitan L, ‘62. Chevrolet Impala ‘59 og ‘60. Renault Dauphine ‘62. Volkswagen ‘62, ekinn 5 þús. km. Fiat 1200, ‘60. Moskwitch ‘60. Land-Rover ‘62, styttri gerð með benzínvél, ekinn 4000 km. Rússneskir jeppar ‘56 og ‘57. Vörubifreiðir: Mercedes-Benz, diesel ‘60. Chev rolet ‘55, ‘59 og ‘61. Ford 1959 með dieselvél. BÍLAEIGENDUR: Látið skrá bíl- inn til sölu hjá RÖST. RÖST hefir ávallt kaupendur að góðum bílum. Því gleymi ég aldrei Islenzkar Ijósmaeöur Lára miðill í þók þessari eru 21. frásöguþáttur af ein- stæðum atburðum úr lífi manna. Aðeins 5 þeirra hafa birzt opinberlega áður (verð- launaþ. Ríkisútvarpsins). Meðal höfunda eru: Árelíus Níelsson, Árni Óla, Davíð Stefánsson, Jochum M. Eggertsson, Kristján frá Djúpalæk, Páll V. G. Kolka o. fl. Af nokkrum kaflaheitum má nefna: Fóst- urbarn úr sjó. Trýnuveður. Eg var myrtur. Nú hefir pú svikið mig. Hvar var hún? 16. des. 1924. Hverf er haustgríma. Erfiður aðfangadagur. Nauðlending á öræfum. Allir þættimir eru skemmtilegir og girni- Iegir til fróðleiks og margir stórvel skrifað- ir, sem nálgast það bezta í smásagnalist. 1 þessu 1. bindi eru frásöguþættir og ævi- ágrip 26. Ijósmæðra (ásamt myndum) hvað- anæfa að af landinu. Hér er um að ræða stuttar frásagnir (ekki ljósmæðratai né ljósmæðrasaga), er bregða upp sönnum myndum af starfi ljósmæðr- anna, erfiðleikum og fórnfýsi. í bókinni segir frá margskonar hetjudáð- um Ijósmæðranna sjálfra, ævikjörum ís- lenzkrar alþýðu, viðburðaríkum ferðalögum á sjó og Iandi og furðulegum tilviljunuin milli lífs og dauða í mannlegri tiiveru. Nokkra þættina skrifa ljósmæðumar sjálf- ar, en aðrir eru skráðir eða stílfærðir af þjóðkunnum mönnum. Hin afburða vel ritaða bók sr. Sveins Víkings, um miðilsstörf frú Lára Ágústsdótt. ur. í upphafi bókarinnar gerir sr. Sveinn Vík- ingur grein fyrir helztu tegundum sálrænna eða dulrænna fyrirbæra: Skyggni, dulheym, fjarhrifum, hlutskyggni, forvizku, ósjálfráðri skrift, hreyfifyrirbærum, Iíkamningafyrir- fyrirbærum, huglækningum o. fl. og drepur ennfremur á ýmzar skýringar, sem fram hafa komið. í bókinni eru um 40 stuttar frásagnir af ýmsum duldar og skyggnifyrirbærum, skráð ar eftir eða staðfestar af konum og körlum úr öllum stéttum fjóðfélagsins. KVÖID VQKUUTGAFAN Heimdallur, F. U. S. heldur Almennan umræðufund í Sjálfstæðishúsinu, í kvöld, 5. desember kl. 20,30. Fundarefnb FRAMTÍD ÍSLENZKRA ATVINNUVEGA Frummælendur: Dr. Björn Sigurbjörnsson, Guðmundur H. Garðarsson, Othar Hansson Pétur Sæmundsen. Að loknum ræðum frummælenda verða frjálsar umræður. — Öllum heimill aðgangur. Stjómin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.