Vísir - 05.12.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 05.12.1962, Blaðsíða 7
V í SIR . Miðvikudagur 5. desember 1962. 7 ★ J^að var fyrir nokkrum vikum, síðla hausts úti í Berlín á þeim tfmit, er rigningarnar fara að hefjast og kastaníutrén að missa blóma sinn. Við lögðum af stað frá gistihús inu í hjafta borgarinnar snemma morguns. Drykklangri stund sfðar stóðum við á auðri götu, sem girt var fauðum og gráum tfgul- steinshúsum á báða vegu .Trén á gangstéttarbrúninni sveigðu krón ur sínai í morgunsvalanum og það var fátt, sem rauf kyrrðina nema bílhljóð í fjarska. Þetta var kynlegt því við vorum stödd í miðri milljónaborginni og milljóna borgir eru gæddar þeim eiginleika að iða af lífi, hávaða, hlátri og sköllum. Orsakarinnar var ekki langt að leita. Andspænis okkur á þessari hljóðu Berlínargötu reis múrvegg- ur sem var í fáu frábrugðinn öðr- um múrveggjum utan að sjá, og sem líta má í mörgum þjóðlönd- um, meðal annars á voru eigin landi. En þessi veggur var ekki eins og aðrir veggir, sem hlaðnir eru á heimsbyggðinni. Hann stóð einn og sér á miðri götunni. Það var hið válega við hann. Hann var ekki reistur til þess að halda uppi þaki hlöðu eða gripahúss. Eða til þess að veita fjölskyldu skjól í vetrarnæðing- unum, sem þjóta á þessum tíma yfir þetta lága land við Eystrasalt. Hann var reistur til þess að skipta götunni í tvo jafna helminga. En hann var fyrst og fremst reistur til þess að þeir, sem fyrir ör- skömmu áttu heima hinum megin við götuna gætu ekki lengui kom ið út úr húsum sínum á fögrum Berlínarmorgni, boðið nágrönnum sínum góðan daginn á berlínsku og kannski setzt með þeim inn \ næsta vínhús og drukkið frið- samlega saman einn morgunbitt- gnnþá gengu íbúarnir okkar megin götunnar hljóðlega morgunerinda sinna, heimsóttu bakarann á horninu, slátrarann og komu við í dagblaðasölunni á heimleiðinni. Nágrannar heilsuð- ust og konur sögðu hver annarri síðasta götuslúðrið. En helming götumyndarinnar vantaði. Fólkið hinum megin — í tuttugu metra fjarlægð, var horfið. Þó hafði það margt búið þarna við götuna í tuttugu, þrjátíu ár. Já, sumt jafnvel meir en hálfa öld. Og á hverjum morgni hafði það hitzt hjá bakaranum. Og á kvöldin á ölkránni. Nú var það horfið bak við vegginn. I?g veit ekki hvort menn hafa y J gert sér grein fyrir því hvað það er afskaplega auðvelt að lima sundur heila þjóð. Það þarf aðeins einn vegg til þess, hvorki meiri né merkilegri en þann sem heldur uppi röftum fjárhúsþekju Sæmundar á Tófustöðum. Hann er í fæstu frábrugðinn öðrum veggjum. Mannhæðahár er hann eða rúmlega það, hálf önnur alin á breidd. En eitt greinir hann þó frá friðsamlegum veggjum. Of- an á honuni gefur á að líta flækt- an gaddavír, eins og þann serr Bretarnir Iögðu um fjörur íslands fyrir meir en tuttugu árum til þess að verjast sjávarinnrás óvin anna. Og sums staðar standa upp úr honum brotnar flöskur og vita eggjarnar upp. Það sama má reyn ar sjá á öðrum veggjum en þeim i Berlín, jafnvel á okkar Iandi. Það er á fangelsisveggjum. Við stóðum þarna nokkra stund í morgunsárinu, lítill og þög ull hópur að vestan og virtum fyrir okkur vegginn. Spölkorn frá okkur lá blómsveigur á götunni og hallaðist upp að veggnum, áþekk- ur þeim sem notaðir eru við jarð- arfarir á íslandi. Við gengum nær og einn okkar las á silkiborðann svarta, sem við kransinn var fest- ur. Þar var sagt frá þv£ að þessi blómsveigur, sem lítið eitt var tek inn að fölna, væri brugðinn til minningar um ungan járnsmið, tæplega tvítugan, sem reynt hafði að klífa múrinn viku fyrr. Hann komst upp á vegginn en þar var hann skotinn til dauðs af löndum sínum. Líkið féll austanmegin við múrinn, en húfan hans vestan meginn. Kransinn var frá móður hans. Hún bjó fyrir vestan og það var til hennar, sem járnsmiðurinn ungi ætlaði að halda, er hann fór í síðustu för sína. gkkert skil ég í þessu fólki, var sagt við hlið mína, þegar við stóðum þarna á götunni og virtum fyrir okkur banastað járnsmiðsins unga. Það Iætur skjóta sig eins <ss ■ ■ Samtal um passaleysis og rottur í stað þess að vera kyrrt í sínu eigin landi. um, miðaldra góðleg kona, sem stundaði kennslu við Kaupmanna hafnarháskóla. — Finnst yður samt ekki frem- ur '•■arkalega að farið? spurði ég. — Það veit ég ekki, svaraði hún. Þér skiljið að þetta fólk, sem fer yfir múrinn gerir þuð í trássi við lögin. Það eru lög að enginn má fara yfir múrinn. Það hefir ekki gildan passa og því er landamæravörðunum heimilt að hindra það í því að yfirgefa landið. — En finnst yður ekki refsingin nokkuð ströng fyrir að hverfa ó- löglega úr landi? spurði ég. Það an sem ég kem kostar það eitt hundrað og fimmtíu krónur að fara úr landi, andvirði vegabréfs- ins. Hér gjalda menn brottförina með lífinu. — Já en þessir menn, sem reyna að klífa vegginn gera það ólöglega. Þeir eru í engum rétti, svaraði danska konan og brosti góðlátlega yfir þessum skilnings- skorti íslendingsins. — Fóru ekki menn frá Dan- mörku yfir til Svíþjóðar fyrir tutt- ugu árum — án þess að hafa passa og hættu með því lífinu? Voru þær ferðir ekki bæði eðlileg ar og sjálfsagðar? — Það er ekki sambærilegt, svaraði hún. Það voru nazistarnir, sem bönnuðu þau ferðalög. Hér er það lögleg stjórn landsins. — Gott og vel, látum þá svo vera. Ég skal fallast á að ríkis- stjórn Austur-Þýzkalands hafi full an rétt til þess að banna þegnum sínum að fara.úr Iandi á hverju sem ríður. En segið mér þá eitt. Þér eruð menntuð kona, hafið lengi setið við lindir siðgæðis og umburðarlyndis í einu mesta menningarlandi álfunnar. Finnst yður aldeilis ekkert at- hugavert við það þótt ungur járn smiður frá Slesíu verði að gjalda með lífi sínu þá ósk að koma til fundar við móður sína, sem blá saklaus lenti röngu megin við vegginn? Hefði svo sem fimm ára fang- elsi ekki verið nægileg refsing fyr ir að klífa múrinn passalaus? — Þér skiljið ekki hvað hér er í húfi, svaraði hin danska vin- kona mín og brosti enn. Að sumu leyti er þetta eins og að flýja úr hernum. Landið þarfnast faglærðs vinnuafls. Flótti er svik við þjóð- ina og framtíðina. Föðurlandssvik. Refsingin fyrir föðurlandssvik er aldrei of þung. Maðurinn vissi vel um hættuna. Þetta er honum að kenna. — Jæja, svaraði ég. ’^7'ið héldum ferðinni áfram með- fram múrnum. Fram hjá þess- HK Fyrstu dagana var veggurinn aðeins flækja af gaddavfr. Svo reis múrinn. um augnatóttalausu þöglu húsum handan við múrinn, þar sem ekk ert sást á 'Stjái, nema einstaka alþýðuhermaður með vélbyssu í höndum. Svo komum við að áhni Spree. Hún er lika veggur, veggur sem aðskilur vini, fjölskyldur og granna, — aðeins fljótandi veggur í þetta sinn. Varðbátar alþýðulýð- veldisins klufu vatnið austanmeg in. Rauður fáni blakti í skut, vél byssa stóð á stalli í stafni. Á ein um stað lágu tröppur niður að ánni. Þar var fyrir ári ferjustaður yfir til hverfanna á hinum bakkan um. Nú var dyrakeðjan ryðguð og það ískraði í henni, þegar við gengum niður að fljótinu. Tveimur nóttum áður hafði fjöl skylda lagzt til sunds frá austur bakkanum, þrátt fyrir gaddavírs- girðingar, vopnaða hermenn og varðhunda þeim megin. Nátt- myrkrið átti að skýla þeim á sund inu vestur eftir. Það skýldi synin- um og móðurinni. Þau komu upp úr ánni á þessum tröppum. Faðir inn hafði ekki enn fundist. Skot- hríðin hafði hæft hann og faért hann í kaf. |Jm kvöldið sátum við nokkrir ferðalangar frá þeim löndum þar sem veggir eru enn notaðir til þess að styðja við þekjur og heyforða, inni á Kempenskiveit- ingahúsinu ,létum þrúguvín renna í glas og hlustuðum á kjólklædda hljómsveitina leika uppskerulög á fiðlur. Návist veggjarins var horfin i bili. Hann hlykkjaðist einhvers staðar austar í borginni, myrkur og hljóður. Þá sneri danska vinkona min sér uð mér við borðið, laut fram og sagði: — Ég hefi verið að hugsa um það, sem við töluðun um í dag. Það má vera að fimm ára fangelsi sé nóg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.