Tölvumál - 01.10.2004, Síða 41

Tölvumál - 01.10.2004, Síða 41
Orðanefnd Frá Orðanefnd fjórða útgáfa Tölvuorðasafns væntanlegt á næsta ári Sigrún Helgadóttir Eins og lesendur Tölvumála vita hef- ur starfað orðanefnd á vegum fé- lagsins frá stofnun þess. Orða- nefndin hefur unnið að þremur útgáfum Tölvuorðasafns, þriðja og síðasta útgáfan var tíunda ritið í Ritröð íslenskrar mál- nefndar árið 1998. Tölvuorðasafnið er einnig aðgengilegt í orðabanka íslenskrar málstöðvar sem nálgast má í gegnum vefsetur málstöðvarinnar (http://www.ismal.hi.is). En orðanefndin hefur ekki setið auðum höndum síðan þriðja útgáfan kom út. Síðan í byrjun árs 2003 hefur Stefán Briem unnið sem rit- stjóri með nefndinni að því að endurskoða Tölvuorðasafnið. Orðanefndin hefur notið styrkja frá Norrænu málráði, menntamála- ráðuneytinu, Skýrslutæknifélaginu, Esso, Menningarsjóði Islandsbanka, VKS og Anza til þess að greiða kostnað við vinnu Stefáns. Afrakstur af vinnu nefndarinnar og Stefáns er handrit að fjórðu útgáfu Tölvu- orðasafns. í því eru um 7.500 íslensk heiti og um 8.400 ensk heiti á um 6.500 hug- tökum. Hugtökum hefur fjölgað um 1.500 frá þriðju útgáfu. Nefndarmenn lesa nú handritið og nefndin mun fara yfir athuga- semdir ásamt ritstjóra í október og nóvem- ber. Ráðgert er að fjórða útgáfan komi út í orðabanka íslenskrar málstöðvar þegar lokið hefur verið við að endurskoða hug- búnað bankans. Orðanefndin hefur líka mikinn áhuga á að fjórða útgáfa komi út sem bók. Nú er verið að kanna hvort unnt sé að ftnna útgefanda að slíku verki. Ef það tekst mun bókin sennilega verða gefin út í byrjun ársins 2005. Orðanefndin og stjórn Skýrslutæknifé- lagsins reyna nú að finna leiðir til þess að afla fjár til þess að greiða fyrir frágang handrits og útgáfu þess. Lesendur sem gætu veitt liðsinni eru hvattir til þess að hafa samband við skrifstofu Skýrslutækni- félagsins eða formann orðanefndar. Orða- nefndin hvetur einnig lesendur Tölvumála til þess að kynna sér vinnuskjal nefndar- innar og koma athugasemdum á framfæri. Vinnuskjalið er aðgengilegt á vefsetrinu http://www.ismal.hi.is/to/. Hafa má samband við formann orða- nefndar um tölvupóst (sigrun.h@sim- net.is) eða í síma (hs: 567 7575, gsm: 864 7575). Á vefsetri nefndarinnar má finna upplýsingar um starfsemi nefndarinnar og þar eru einnig aðgengilegir þeir pistlar sem ritstjórinn hefur skrifað á undanförn- um árum, þar á meðal „Orð vikunnar“ sem birtist vikulega á vefsetri Skýrslu- tæknifélagsins um skeið. Tölvutækni ó órinu 2004 ÍC Tölvumál 41

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.