Vísir - 28.05.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 28.05.1963, Blaðsíða 3
3 VÍSIR . Þriðjudagur 23. maí 1£83. KAUPIR F.l. VISCOUNT- VÉL FRÁ AMERÍKU? Flugfélag íslands hefur sent þrjá menn vestur um haf til að athuga aðstæður í sambandi vjð kaup á Viscountvél í stað Hrím faxa. Þarna er þó ekki um að ræða sendimenn til að gera út um endanleg flugvélakaup fyrir illugfélag íslands, heldur eru þetta tæknimenntaðir menn sem eiga að athuga tæki og útbúnað Viscountflugvéla, sem líklegt er að verði boðnar til sölu vestur í Ameríku. Amerískt flugfélag, North- east Airlines, sem aðsetur hef- ur í Boston, mun nú í þann veginn að hætta starfrækslu sinni og ekki annað fyrirsjáan- legt en það muni selja flugflota sinn, þ. á m. nokkrar Viscount- vélar. Að því er Örn O. Johnson framkvæmdastjóri Flugfélags ís lands tjáði Vísi í gærkveldi, eru Viscountvélarnar mismunandi að gerð og búnar mismunandi tækjum, þótt þær heiti einu og sama nafni. Þannig eru þær bún ar mismunandi eldsneytisforða, sömuleiðis er flugtaksþungi þeirra misjafn og fleira sem til greina kemur. Þá er ennfremur það til athugunar, að vélarnar eru búnar ýmsum mismunandi tækjum, sem gætu skapað nokkra erfiðleika hjá okkur, og þess vegna var það að Flugfé- lagið ákvað að senda þrjá tækni menntaða menn vestur tii Boston til að afla gagna og upplýsinga um vélarnar og út- búnað þeirra, ef þær kunna að verða seldar, svo sem telja má líklegt. Er þar með engan veg- inn sagt, að þessar vélar henti okkur íslendingum, en úr því verður skorið í þessari sendi- för þremenninganna vestur um haf. Þeir sem fóru út eru: Jó- hann Gíslason, yfirmaður flug- reksturs Flugfélags íslands, Gunnar Valgeirsson flugvirki og Viggó Einarsson skoðunarmað- ur flugvéla. Þeir fóru vestur til Boston á miðvikudagskvöldið og eru væntanlegir fljótlega eft ir helgi. Örn Johnson sagði að enda þótt þessir möguleikar væru nú til athugunar vestur í Ameríku, væri eftir sem áður unnið að þvi í Evrópu og víðar að kanna möguleika á flugvélarkaupum til millilandaflugs fyrir Flugfé- lag íslands. Þær athuganir eru í fullum gangi enda þótt Flug- félagið hafi ekki sent neinn er- indreka til Evrópu í því skyni. Loks er stjórn Flugfélagsins, sagði Örn, að velta vöng'um yfir flugvélakosfi fyrir innanlands- flugið. Einna helzt er það hol- lenzk vél sem félagið hefur augastað á og myndi henta fyr ir þá staðhætti sem hér eru. Þær taka 44—48 farþega, eru hagkvæmar f rekstri og eru mjög öruggar í hvívetna. Þær þurfa álíka langar flugbrautir og hér eru víðast hvar fyrir hendi. En þessar vélar eru dýrar og það þarf að vera rekstrar- grundvöllur fyrir hendi til að hægt sé að festa kaup á þeim. íslendingar eru fámenn þjóð og flutningaþörfin ólíkt minni held ur en í hinum þéttbýlli og mannfleiri löndum. Öll þessi mál eru nú í gaum- gæfilegri athugun hjá Flugfélag inu. 340þúsundskógarplöntar lír Fossvogsstöðinni Mœfíð ykkur mót * i TRÖÐ og njótið góðra veitinga f kyrrlótu og þægilegu um- hverfi í hjarta Miðbæjarins TRÖÐ á loftinu hjá Eymundssyni Meir en 340 þúsund trjáplöntur voru afhentar úr Gróðrarstöð Skóg ræktarfélags Reykjavíkur f Foss- vogi til gróðursetningar á s.l. sumri. Frá þessu skýrðu þeir Guð- mundur Marteinsson formaður skógræktarfélagsins og Einar E. Sæmundsen framkvæmdarstjóri þess og skógarvörður á aðaifundi félagsins í gærkveldi. Af þeim rúmlega 340 þús. plöntum sem af- hentar voru úr Fossvogsstöðinni s. 1. sumar fóru tæplega 200 þús. plöntur til gróðursetningar í Heið- mörk, en hitt dreifðist meðal fé- laga og einstaklinga. Auk gróðursetningar í Heiðmörk á árinu sem leið voru helztu fram- kvæmdir þar að opnaður var veg- ur eftir Mörkinni endilangri frá norðri til suðurs. Lokaáfanginn var að ljúka vegargerð niður með Víf- ilsstaðahlíð og komst sá vegur í notkun í fyrrasumar. Um horfur í Heiðmörk er það annars að segja, að gróður virðist vera þar með eðlilegum hætti eft- ir veturinn og engin áföll merkj- anleg svo heitið geti þrátt fyrir vorkuldana undanfarið. Gróður- setning í Mörkinni mun hefjast innan tíðar eða strax og eitthvað hlýnar í veðri og vegir hafa þorn- að, en þeir eru á góðri leið með það. Um 1800 félagar eru nú skráðir í Skógræktarfélagi Reykjavíkur og áhugi fyrir féiagsmálum mikill. Höfuðverkefni þess er starfræksla E skógræktarstöðvarinnar í Fossvogi og vinnur þar fjöldi manns sumar hvert við skógræktarstörf. Ur stjórn félagsins átti að ganga Lárus Blöndal bóksali og úr vara- stjórn dr. Bjarni Helgason jarð- vegsfræðingur. Þeir voru báðir endurkjörnir. Auk venjulegra aðalfundarstarfa flutti Vilhjálmur Sigtryggsson skógverkstjóri erindi á fundinum um skógrækt í Skotlandi og Jón Pálsson póstmaður sýndi og skýrði myndir úr för skógræktarmanna til Noregs fyrir tveimur árum, jafn- hilða því sem hann sagði frá ferð- inni. Var góður rómur gerður að bessu hvoru tveggja. Umferðoróhöpp Tvö umferðaróhöpp urðu á laug- ardaginn á Suðurlandsvegi. Annað hjá Sandskeiði aðfaranótt laugar- dagsins. Þar lenti tveim bifreiðum úr Árnessýslu saman í hörkuá- rekstri og skemmdust báðar mikið. Var óttazt að slys hefði orðið á fólki vegna þess hve bifreiðarnar voru illa á sig komnar, en þær voru báðar yfirgefnar þegar lög- regtan kom á vettvang. Síðar hefur fregnazt að meiðsli á fólki hafi ekki orðið alvarleg. Tilbúinn sængurfatnaður, hvítur j og niislitur. Tvibreitt léreft 140 cm Damasl; 140 cm. — Karl- mannasokkar crepe og kvensokk ar svartir og mislitir. Mikið af smávöru. Verð mjög sanngjarnt. VERZLUN HÓLMFRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Kjartansgötu 8. t Móðir okkar og fósturmóðir HALLDÓRA JÓNSDÓI ilK lézt að Elliheimilinu Grund Iaugardaginn 25. þ. m. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. þ. m. kl.1,30. Blóm afbeðin. Gunnlaugur Péturssor Lára Þórðardóttir Ásvegi 10. t Elskulegur eiginmaður og faðir KRISTJÁN VALGEIR GUÐMUNDSSOr, Njarðvíkurbraut 3 Innri Njarðvík andaðist að kvöldi þess 26. maf. Jarðarförin auglýst síðar. Guðný Kristjánsdóttir og synir. Kaupsýslumerm-iðnrekendut TÖKUM AÐ OKKUR AÐ TEIKNA OG SJÁ UM AUGLÝSINGAR FYR- IRTÆKJA. MUNUM KAPPKOSTA AÐ VEITA GÓÐA OG ÖRUGGA 1 ÞJÓNUSTU — MARGRA ÁRA REYNSLA (M.A. ERLENDIS) FYRIR HENDI. TILBOÐ SENDIST BL. MERKT „SÖLUAUKNING“. Aðalfundur VSnnuveitendasambands íslands Samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar sambands vors verður aðalfundur Vinnuveitendasambands íslands 1963 haldinn 30. maí í Hótel Sögu í Reykjavík. D A G S K R Á : 1. Aðalfunda.störf samkvæmt sambandslögum. 2. Lagabreytingar (Ef fram koma tillögur). 3. önnur mál. Vinnuveitendasatnband íslands. ■01 ennaamsxvsæ^é.&am,ma-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.