Vísir - 28.05.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 28.05.1963, Blaðsíða 5
V1SIR . Þriðjudagur 28. maí 1963. 5 Hjúkrunarstöð fyrir dýr [ „ IJI- V2 , - *i! _ i m|k , ' j/ I P 11 Svæfingarkassinn er frá brezka dýravemdarfélaginu R.S.P.C.A. 15 bílaárekstrar Geysilegur fjöldi bifreiðaá- rekstra varð í gær víðs vegar í Reykjavik. Var vitað um a. m. k. 15 árekstra og í mörgum þeirra höfðu orðið miklar skemmdir á bifreiðum. Hins vegar var frekar lítið um slys á mönnum. Árekstrar þessir urðu m. a. á homi Suðurlandsbrautar og Reykjavegar, Snorrabrautar og Grettisgötu, nokkrir árekstrar í Borgartúni, á homi Brautar- holts og Stórholts og á Ægis- garði, þar sem bílar óku á land- festartaugar. Einn harðasti áreksturinn varð á homi Suðurlandsbrautar og Grensásvegar og lenti lög- reglubíll sem var á leið á slys- stað uppi í Kollafirði, í honum. Þannig stóð á að bifreið var á leið inn Suðurlandsbraut og ætlaði að beygja inn á Grensás- veg. Gaf hún stefnumerki um það. En þá heyrði ökumaðurinn í Iögreglusirenu og breytti þá um og vék út af veginum vinstra megin til að hleypa lög- reglunni framhjá. En Iögreglan hafði einmitt ætlað að fara þeim megin fram úr, eins og venja er við þessi gatnamót og varð þá ekki forðað árekstri. Skemmd ust báðar bifreiðamar mikið. Pófinn — Framhald af bls. 16. Hann hefir þó rætt við ríkisritara sinn. Þrátt fyrir yfirlýsingar um, að allt sé óbreytt um áætlun Kenne- dys forseta, að ganga fyrir páfa í næsta mánuði, telja menn nú engar líkur fyrir, að af því geti orðið. Það hefur verið tilkynnt, að páfi þjáist af innvortis blæðingu og blóðleysi. Um alllangt skeið hefur verið altalað, að páfi hefði krabbamein og komu fréttir um það frá Wash ington og var vitnað í skýrslur „ýmissa ambassadora í Rómaborg". HJÚKRUNAR- OG LÆKNINGARSTÖÐ. En það er hugmynd dýravernd unarfélagsins að láta hér eigi staðar numið, heldur er stefnt að því að koma einnig upp hjúkrunar- og Iækningarstöð fyr ir dýr, eins og tíðkast með flest- um menningarþjóðum. Hér yrði að sjálfsögðu um miklu kostn- aðarsamari framkvæmd að ræða, en Dýravemdunarfélagið mun beita sér af alefli fýrir því að koma upp hjúkrunar- og lækningarstöð fyrir dýr, og væntir sér stuðnings hiris opin- bera og allra góðviljaðra mariná í því sambandi. Vonást félagið til þess að fá að reisa hana að Keldum. 18 MANADA FANGÍLSI FYRIR TVÆR NA UDGANIR í gær var kveðinn upp dómur í sakadómi Hafnarfjarðar dómur yfir 22 ára sjómanni, sem talið hefur sig til heimilis í Hafnarfirði. Var hann kærður fyrir þrjár nauðganir á konum og komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að um tvö full- framin brot hefði verið að ræða. Maðurinn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi, en 32 dagar, sem hann hafði setið í gæzluvarðhaldi komu til frádráttar. Auk þess var hann dæmdur til að greiða konunum miklar miskabætur. Fyrsta brotið sem sjómaðurinn var kærður fyrir gerðist aðfara- nótt 16. marz 1961, nauðgunar- tilraun í bifreið ákærðs neðan við kirkjug;.rðinn í Fossvogi. Ekki var talið talið sannað að um nauðgunar tilraun væri að ræða, heldur brot á blygðunarsemi. Annað brotið gerðist aðfaranótt 6. maí 1961. Þá kærði 16 ára gömul stúlka hann fyrir nauðgun við skúr í skipasmíðastöð í Hafnarfirði. Hafði lögreglan verið kvödd á vett vang og þótti með vitnisburðum lögreglumanna, læknisskoðun o. fl. sannað að þar hefði verið um að ræða fullframið brot. Ákærði var dæmdur til að greiða stúlkunni 25 þús kr. í miskabætur. Þriðja brotið gerðist nú í vetur, aðfaranótt 29. janúar. Þá kærði stúlka í Reykjavík yfir því að sjó- maðurinn hefði nauðgað sér. Hún bjó á fjórðu hæð í húsi í austur- bænum og hafði maðurinn klifrað upp svalir að næturþeli, ráðizt inn til hennar. Lögreglan kom þangað á vettvang og var talið sannað að það hefði verið fullframið brot. Stúlku þessari voru tildæmdar bæt ur að upphæð kr. 27.618. Tíminn leiðréttur Dýraverndunarfélag Reykjavik ur hefur unnið og vinnur áfram að þeirri hugmynd að koma upp geymslu, hjúkrunar- og aflífun- arstöð fyrir dýr, og eru mestar líkur til þess að hún verði að Keldum í Mosfellssveit. Þeir sem þurfa að koma dýrum í geymslu eða til hjúkrunar og lækninga, ellegar vilja láta farga þeim. gætu í öllum tilvikum snú ið sér til slíkrar stöðvar, og er hér um líknar- og menningarmál að ræða, sem allt gott fólk hlýt- ur að vilja hjálpa dýraverndun- arfélaginu til að koma í fram- kvæmd. GEYMSLA OG AFLÍFUNARSTÖÐ. Þessari dýraverndunarstöð yrði komið upp í áföngum. For- maður Dvraverndunarfélags borgarinnar, Marteinn Skaft- fells, sagði Vísi í morgun að fyrst yrði lagt kapp á að koma upp geymslu fyrir vanskiladýr og dýr, sem eiaendur biðía fvr- ir, og í sambandi við hana ■ af- lífunarstöð, þar sem hægt væri að aflífa særð dýr og dýr, sem á að fagra af öðrum orsökum — á sem allra mildastan og alger- lega sársaukalausan hátt. Dýra- verndunarfélagið hefir nýverið fengið til landsins „aflífunar- kassa“ frá Bretlandi, þar sem hægt er að aflífa hunda og ketti og þaðan af minni dýr með etherlofti. Dýrin sofna svefnin- um langa í þessu lofti, og er talið að þetta sé bezti dauðdagi, sem þau geti fengið. En það er álltaf vándkvæðum 'háð að af- lífa jafn skynsöm dýr og hunda og ketti með skotvopnum t. d. Geymslu- og aflífunarstöð myndi vera hægt að koma upp að Keldum með tiltölulega litl- um kostnaði $pt GULLPENNAR FÆGÐIR Á Tímanum starfa mörg skáld. Þau trúa ekki á hið gamla kjörorð: Listin fyrir listina. Þar ríkir hið nýia kjörorð: Listin fyrir pólitíkina — rétt eins og í stærsta ríki Evrópu. Daglega rita skáldin á Tímanum fréttir eins og aðrir skikkanleeir blaða- menn oe viðtöl svona til hátíðar brieða. En nú á flokkurinn. sem fæðir þá, í nokkrum erfiðleikum og þv’ er kassinn settur á riÞ vélina en gullpenni Óðins tek- inn ofan af hillu og fægður Síðan hafa skáldin skint með sér liði og deilist fylkinain í tvo hópa. Annar snýr sér um- búðalaust að pólitíkinni oá ritar margar greinar á dag. Þeim greinum er ekki ætlað, að líta út sem skáldskapur á sfðum blaðsins. nema ef unnt yrði helzt að flokka þær undir sósial- realismann. — Höfuðvrkisefni þessa hóps er að taka ummæli andstæðinga flokksins, beita skáldaleyfinu til hins ýtrasta og birta síðan bessi fáguðu prósa- stykki sem helgan sannleik. Þannig er jafnvel unnt að leggja hina sterkustu andstæðinga að velli, eins og t. d. Bretastjórn, yfirmenn Efnahagsbandalagsins í Briissel, svo ekki sé nú talað um innlenda andstæðinga eins og Gylfa og Magnús í Atlantor. Andstæðingar skáldanna hafa þann leiða ávana að nefna þessa iðju sveina Pegasusar „falsanir" en slík óvirðing á frjóu ímyndun arafli og listrænni framsetningu nær auðvitað ekki nokkurri átt. TREGAFULLUR UNDIRTÓNN Hinn flokkur hirðsveina Óð- ins hefir yfir sér skikkju lika þeirri sem prýðir Nóbelsskáld. Er list beirra þegar orðin svo þróuð, að duga myndi til sætis í efsta flokki listamannalauna, ef sögur beirra kæmu út í bók- arformi. Skáldsaga, sem blað skáldanna nefnir því hógværa nafni „framhaldssaga sem endar 9. júní“ birtist daglega á blöð- um bókmenntaritsins. Er hún rit uð( f undrasönnum hetjustíl, með tregafullum undirtón, sem sýnir að í brjósti skáldanna slær samúðarfullt hjarta, sern skilur ti! brautar erfiðleika unga fólksins í bessari miklu kreppu- tíð sem nú gengur yfir vora fá- tæku bjóð. Þar sem allt of fáir sjá þetta nýja bókmenntarit, sem flytur þjóð höfundanna sög una, skulu hér tveir örstuttir kaflar birtir Söguhetian ætlar að fara að Ieggja I það uggvæn- lega fjárfestingarfyrirtæki sem heitir hjónaband og er miður sín af áhyggjum. Hann segir: „Það rej ndist gjörsamlega vonlaust að ætla að slá Gulla bróður um peninga fyrir brúðar- kjól“ Og okkar maður bætir við frá eigin brjósti: „Þetta var erf itt. Hann átti ekki fyrir því. Hann varð að kaupa sér föt sjálfur“. Þvílíkt yrkisefni, þvllík örlög, sem skáldin meitla hér i blý. Að verða sjálfur að kaupa sér föt og brúðarkjól árið 1963! FÁGUÐ PERLA Raunsærri lýsingu á krepp- unni sem nú ríkir mun vart að finna í nútímabókmenntum okk ar Islendinga og mun verða að fara allt aftur í Þorp Jóns úr Vör til að finna aðra eins perlu. Og í dag kemur framhaldið í Tímanum -— og þá hefir ör- lítið rofað til: „Það er skamm- góður vermir að slá áhyggjun- um á frest. Hann hætti við að fara í meiraprófið. Það kostaði sinn pening". Og höfundur skilst við sinn mann í morgun þar sem hann er að velta því fyrir sér að taka á sig rögg og fara að keyra strætó svo hann eigi fyrir fötum. HUGGUN Slíkur hetjuskapur er sannar- lega verðugt yrkisefni og brunn- sveinar Mímis á Tímanum hafá á einni viku lyft íslenzkri blaða mennsku upp á svið bókmennt- anna. Slíkt afrek verður seint fullþakkað af þessari þjóð, sem aldrei hefir látið bókvit sitt í ask ana, sem alkunnugt er Einungis er það harmsefni að slík perla skuli ekki koma út í bókarformi. En blaðsveinum Mímis má vera það huggun harmi gegn að bæk ur um kreppuna hafa alltaf selzt svo skelfi'eqa illa á þessu landi, 'afnvel " þótt í hetjustíl séu. Og bá þurfa höfundarnir alla vega ekki að leita á náðir strætó um andvirði nýrra fata. Blaðinu hefur borizt neðanrit- uð athugasemd frá Atlantor h.f., en það fyrirtæki ber á góma í Tímanum s. 1. sunnudag. Eins og sjá má, eru bornar til baka fullyrðingar Tímans, og er það nú orðið daglegur viðburður að einstök fyrirtæki og menn í þjóðfélaginu þurfi að bera til baka blekkingar þessa mál- gagns, Tímans. Snmningesr — Framnald U bls I vogs. Sai.iningarnir á Faxaflóa svæðinu ná yfir Snæfellsnesið Vesturland, Vestmannaeyjar, alla útgerð á Reykjanesskagan um og einnig Akureyri. Eins og sjá má af þessari upptalningu hafa samningar náðst milli út- gerðurmanna og sjómanna um allt land utan Vestfjarða. Eins og menn minnast stöðv uðust síldveiðarnar í fyrravor, þar eð ekki tókust samningar fyrr en eftir alla langa deilu. Yrð' bað vissulega ánæg'ulegt ef til slíkrar vinnustöðvunar þyrfti ekki að koma nú. Athugasemd Atlantor h.f. fer hér á eftir: Vinsamlega birtið eftirfarandi athugasemd: í forsíðugrein í dagblaðinu Tímanum s. 1. sunnudag, undir fyrirsögninni „Bretar vilja nú komast inn í fiskiðnaðinn okk- ar“, segir m. a.: „Brezkir fisksöluhringar hafa lengi haft áhuga á að komast inn í fiskiðnað á íslandi og eins og kunnugt er hefur Ross auð- hringnum þegar tekizt að teygja anga sína hingað með fyrirtæk- inu Atlantor h.f.“. Hér er um algera missögn að ræða. Atlantor h.f. selur veru- legt magn af frystum fiski til Ross. Hins vegar á Ross ekkert í Atlantor h.f„ sem er algerlega fslenzkt fyrirtæki. Atlantor h.f. er jafn óháð Ross eins og öðrum viðskipta- vinum sínum í hinum ýmsu löndum. Með þökk fyrir birtinguna. F. h. Atlantor h.f. Magnús Z. Sigurðsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.