Vísir - 28.05.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 28.05.1963, Blaðsíða 9
'V1SIR ýT Þriðjudagur 28. maí 15)63. 9 Úfinn sjór við Reykjanes. ☆ Það var f fyrstu ferð Ferða- skrifstofu ríkisins suður á Hafn- arbjarg að ég ákvað að fara með ef þess yrði kostur. Það var sunnudaginn 19. maí. Ég hafði í rauninni tebið á- kvörðun um það daginn áður að fara annað hvort allt annað eða fara ekki neitt Og auðvitað stendur maður ekki við neinar ákvarðanir eða fyrirætlanir, verður bara eins og rekald sem berst undan veðri og vindum og — tilviljunum. Ég var a. m. k. kominn inn í bíl niður í Lækjargötu kl. 1.30 e. h. og fyrirheitna iandið var syðsti hluti Reykjanesskagans. Hinn ágæti fararstjóri 1 þess- um „Suðurlands“-ferðum Ferða skrifstofunnar, Björn Þorsteins- son, var raunar búinn að segja mér að það svaraði fyllilega kostnaði að skoða þetta svæði ennþá einu sinni. Því enda þótt það sé svart og gróður- snautt, á líka gróðurleysið slna fegurð — sinn sjarma. Auk þess er Reykjanesið undarlega sögurík byggð. Það er ekki sfzt vegna slysfaranna sem hafa orðið þar unnvörpum um allar aldir og ferlegs drauga- gangs, sem virðist bein afleið- ing af slysförunum. Ég hygg að Reykjanesið búi yfir meiri auðlind af draugum en nokkur annar jafnstór blettur f heim- ugur orða Jóns Trausta þar sem hann fullyrðir að Reykjanesið sé eyðilegasti og ömurlegasti útskaginn á íslandi, allur brunninn og blásinn, eintóm regin öræfi fram á yztu odda frá ströndum til stranda, ljótur, úfinn og illilegur eins og guð hafi skapað hann I bræði sinni. Þannig fórust skáldinu orð. Hins vegar hafa þorskar megin- dálæti á Reykjanesi þvf að ó- víða voru til betri fiskimið, en einmitt umhverfis það. Svo heldur bíllinn af stað. Björn sagnfræðingur Þorsteins- son er tekinn til að þylja alls konar fróðleik og hann ekur mannskapnum upp á Ga'rðaholt á Álftanesi þar sem sést yfir megnið af allri byggð á íslandi. Með öðrum orðum: Af þessu lágkúrulega holti sést yfir land sem líklega 3/5 hlutar íslenzku þjóðarinnar byggir í dag. Já, það er undarlega mikið að sjá af holtinu því. Hafnarfjörður, Hvaleyrarholt, Kapelluhraun og Straumar taka næst við. Gróðurinn er horfinn nema örlítlir grænir blettir kringum upp- sprettutjarnirnar í Straumum. Allt annað er úfið hraun, svart, eyðilegt — en fallegt ef maður aðeins kann að sjá fegurðina í þvf. Og hér hafa líka sögur gerzt. Hvar hafa menn ekki orðið úti með válegum hætti? Eða verið drepnir í einhverjum tilgangi, illum eða góðum eftir atvikum. 1 Kapelluhrauni var einum af umboðsmönnum kóngs veitt Þar hafa líka menn verið drepn- ir. Það voru þeir Jón á Kirkjubóli og Hallur f Sand- hólakoti. Þeir voru teknir af lífi á kaupstefnu í Straumi, og höfuðin fest á stangir en bol- irnir á hjól og slitnir sundur. Sakirnar á hendur þessum fyrir utan ströndina eru gull- kista. En sjóslysin sem þar hafa orðið á meðan róið var til fiskjar á árabátum eru líka mörg. Þetta hefur mótað skap- gerð íbúanna, skapað þeim á- kveðna festu, en Iíka stundum óbilgirni og þvermóðsku. Gott dauðir. Hinir höfðu fleiri eða færri hlotið áverka, sumir mikla. Það undarlega skeði ennfremur að föt höfðu tætzt utan af þeim þannig, að menn- irnir voru að mestu naktir þeg- ar þeir komust til meðvitundar. Sá þeirra, sem versta útreið REYKJANES SKOÐAÐ inum. Og heimsmet láta aldrei að sér hæða. Sem strákur hafði ég fengið illan bifur á Reykjanesinu. Ég hafði alltaf heyrt því líkt við tunglið og enda þótt mér hafi alltaf þótt tunglið hið skemmti- legasta fyrirbæri hafði ég á til- finningunni að samanburðurinn væri niðrandi fyrir Reykjanes- ið. Svo var ég auk þess minn- fyrirsát og hann drepinn. Hann var síðar dysjaður hjá kapell- unni í Kapelluhrauni. Rústir hennar standa enn, en hún var hlaðin úr hraungrýti á áþekkan hátt og fjárborgir voru hlaðnar. Mætti segja mér að hún væri eina kapellan á jarð- arkringlunni sem þannig var gerð. Og svo eru það Straumarnir. tveim umkomulausu mönnum voru þær að þeir höfðu ekki ráð izt á Norðlendinga þegar þeir rifu hús á Kristjáni skrifara árið eftir aftöku Jóns Arasonar. Eftir nokkurn akstur gegnum úfið hraun rennir bíllinn fram hjá Vatnsleysunum Stóru- og Minni Vatnsleysu. Þaðan eru Auðunssynir, togarasjómenn og aflakóngar upprunnir, svo til fæddir á sjónum. Nú er þar hænsna-, anda- og svínabú — stærsta svfnabú sem til er á Norðurlöndum segir einhver I bílnum, líklega fararstjórinn. Og auðvitað var merkilegur heimilisdraugur á Stóru-Vatns- leysu á öldinni sem leið. Hvern- ig á annað að hafa skeð? Það er auk þess vitað með hvaða hætti sá draugur varð til. Hann varð til árið 1850. Þá gróf bóndinn -á Stóru-Vatns- leysu fyrir kjallara að nýjum bæ. 1 greftrinum var komið niður á mannabein og þá vildu sumir hætta að grafa og láta grafa á öðrum stað. Það vildi Vatnsleysubóndi ekki, og hann byggði bæ sinn á þeim stað þar sem mannabeinin fundust. Fljótlega tók samt að bera á reimleikum, alls konar sýnum, undarlegum hljóðum og hurða- skellum á nóttum. Óhugnanleg- ast var þó þegar menn þreifuðu á ísköldum mannslíkum fyrir ofan sig í rúmunum þegar þeir vöknuðu af værum blundi. Sjálfur tók bóndi ókennilega sótt og batnaði ekki fyrr en hann flutti sig burt úr bænum. Á allri Vatnsleysuströnd búa sægarpar og hetjur. Fiskimiðin dæmi um það er þegar Torfi Er- lendsson sýslumaður einn fyrir- manna þeirra Suðurnesjamanna neitaði að borga sekt sína til kóngs eftir að hafa kallað ná- granna sinn skálk og skelmi, hórujagara og sakramentisþjóf. En Torfi kunni ekki að lúta og fór svo að hann var dæmdur ærulaus fyrir og til missis valds og embættis. Á Vatnsleysuströnd hafa menn orðið fyrir mesta og versta reiðarslagi í þess orðs eiginlegustu merkingu, sem blátt áfram dæmi eru um í sögu lands og þjóðar. Sá válegi at- Fyrrí grein burður skeði á Auðnum árið 1865 en Auðnar eru um það bil á miðri Vatnsleysuströnd. Það var þann 16. marz þá um veturinn að níu manns komu á báti og lentu hjá Auðn- um. Höfðu bátverjar fengið hrakviðri og útsynningsélja- garra allsvæsnan, þannig að þeir treystust ekki til að halda ferð sinni áfram og tóku þess vegna land hjá Auðnum. Or vörinni gengu þeir heim til bæj- ar og stóðu undir húsgafli á bæjarhlaðinu þegar eldingu laust skyndilega niður í húsið að baki þeim. Mennirnir ruku allir um koll rétt eins og þeir væru skotinr og féllu jafnframt í öngvit. Tveir mannanna rökn- uðu ekki við aftur. Þeir voru hlaut af þeim sem lifðu var gersamlega klæðflettur um all- an neðri hluta líkamans, eða uppfyrir mjaðmir. Hann hlaut mikla áverka og lá lengi í sár- um, en um það leyti sem sár hans voru að mestu gróin fékk maðurinn blóðspýju og dó af völdum hennar. Læknar sögðu að eldingin muni hafa lostið hann innvortis og orsakað dauða hans. Fólk, sem var inni í húsinu þegar eldingunni laust niður, sakaði ekki. Hins vegar taldi það sig hafa fundið eins og til þungra högga á hendur eða fætur, í andlit eða fyrir brjóst. Rúður þeyttust úr gluggum og allt lauslegt færðist til á gólfi. Húsgaflinn rifnaði að endilöngu frá burst og niður að gólfi og fjalir tókust á loft og færðust 40—50 faðma úr stað. Hurðir sprungu sundur eða þá að dyraumbúnaður rifnaði alger- lega frá. Fyrst á eftir huldist allt mekki eða daunillri reykj- arsvælu svo fólk lá við köfn- un. Framundan er mesta drauga- bæli á öllum Suðurnesjum og sennilega veraldar allrar. Ef Stapadraugar hefðu séð fram- vindu iífsins fram í tímann myndu þeir vafalaust hafa stofnað stéttarfélag og haft verkaskiptingu sín í millum. Hvernig á þvi stendur að þarna er meir um drauga en annars staðar er ekki gott að segja en vafalaust er þó hægt að rekja tilveru þeirra til slysa eins og svo víða annars staðar. Framh. á bls. 13 eftir Þorstein Íóseþsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.