Vísir - 21.06.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 21.06.1963, Blaðsíða 6
/ VIS IR . Föstudagur 21. júní 1963. Um þessar mundir dvelst hér á landi ungur franskur Ijós- myndari M. Guy Nicolas að nafni. Er þetta f annað skipti, sem hann kemur til íslands, kom hingað fyrir tveimur árum ásamt M. Alain Borveau og tóku þeir þá mlkið af ljósmyndum auk stuttrar kvikmyndar um island. Vísir hitti Nicolas snöggvast að máli og kvaðst hann vera kominn hingað nú, til þess að fylgjast með hvalveiðum og taka myndir af þeim. „Ég ætla að reyna að komast út með hvalveiðibát," sagði hann, „og taka myndir af veið- unum og verkun hvalsins". „Skrifið þér þá grein um hvalveiðar?" „Nei, ég punkta hjá mér helztu atriðin og geri ráð fyrir að myndir þessar birtist annað hvort sem myndasería með stutt um texta, eða í grein, sem M. Borveau skrifar um hvalveiðar við ísland. Líklega mun þetta koma f tímaritinu „Sciences et vie“. M. Borceau hefur skrifað all- mikið um ísland f frönsk blöð og tímarit og kom ég hingað með honum fyrir tveimur árum Guy Nicolas með bókina „Island, fsa og elda“. og tók mikið af ljósmyndum víðs vegar á Islandi, líklega um 1800 talsins. Einnig tókum við stutta kvikmynd, sem er fyrst og fremst landkynning, en til þess að gera hana skemmtilegri var í hgnni dálítill söguþráður um franskan mann, sem kemur til íslands, til að hitta íslenzka stúlku. Þessi mynd er nú sýnd í kvikmyndahúsum f Frakklandi sem aukamynd og nefnist hún „ísland, sem ég elska". Hún var m. a. valin til að taka þátt í kvikmyndasamkeppni, sem haldin var í San Sebastian á Spáni". „Vita Frakkar yfirleitt mikið um ísland?" „Nei, þeir vita yfirleitt mjög lítið um landið og sumir vita alls ekki að það er til. Þegar þeir heyra nafnið dettur þeim fyrst f hug að setja það f sam^ band við írland. Island hefur' verið lítið kynnt í Frakklandi fyrr en nú upp á sfðkastið, að ritaðar hafa verið greinar um það í blöð og tímarit og birtar með myndir frá íslandi. Eg er hér t. d. með bók um Island, „Island fsa og elda" eftir M. Jean-Pierre Vernet og er þetta fyrst og fremst ferðalýsing frá Islandi. Ég hitti hann skömmu eftir að ‘hann hafði lokið við bókina og vantaði hann þá myndir í hana og fékk hann þær hjá mér. I sumar keinur svo út bók um ísland eftir rit- höfundinn og kvikmyndatöku- manninn M. Samivel, sem dvald ist hér á landi í fyrrasumar við kvikmyndargerð og er nú aftur kominn til að halda áfram kvik- myndatökunni. Ég hef tekið ailmikið af ljós- myndum, sem birzt hafa með greinum um Island og það hefur verið mér mikið ánægjuefni að mér hafa borizt mörg bréf frá lesendum, þar sem þeir óska eftir nánari upplýsingum um landið og ferðir hingað, vegna þess að þeir hafa áhuga á að koma hingað f leyfum sínum. Þeir hafa séð að ísland er ekki eins fjarlægt og þeir héldu og að hér er margt að sjá, sem önnur lönd bjóða ekki upp á.“ „Hafið þér ekki tekið myndir vfðar en á fslandi?" „Jú, ég hef ferðazt nokkuð um Evrópulöndin og tekið ljós- myndir, og nú langar mig mikið til að reyna að komast til Græn- lands og taka myndir af Eski- móunum og lffi þeirra eins og það er f dag. I hugum flestra eru Eskimóar aðeins tengdir snjóhúsum og kajökum, en ég veit að f Kanada hafa þeir til- einkað sér mikið af nútímamenn ingunni, aka um f bifreiðum og sitja á veitingahúsum. Ég geri ráð fyrir að á Grænlandi sé þessu farið á líkan veg, og því langar mig til þess að ná mynd- um af Eskimóunum þar, eins og þeir eru í dag, svo að fólk hafi ekki áfram um þá rangar hug- myndir". „Hvað hefi^r yður þótt eftir- tektarverðast á Islandi?“ „Ég er hrifinn af öllu, held ég að mér sé óhætt að segja. Þeg- ar ég kom hingað fyrir tveimur árum, kom ég með flugvél, og þegar ég fiaug yfir landið, tók ég fyrst eftir skógleysinu. En það, sem hefur heillað mig mest, eru hverirnir. Slfkt sér maður hvergi nema á Islandi — og svo eru það birtan og litbrigðin, þau eru heil gullnáma fyrir ljósmynd ara“. Fréttir af Snæfelisnesi Myndarlegt hótel / Stykkishóhni Ætlar að Ijósmynda hvalveið: ar fyrir franskt Stykkishólmur, 14. júní. Sumarhótelið f Stykkishólmi er nú tekið til starfa .Það hóf starf- semi f fyrra og gaf góða raun, þannig að mikið er upppantað f sumar af ferðamannahópum sem hyggjast leggja ieið sína um Breiða fjörð. Fékk hótelið gott orð og er í röð fremstu hótela út um land og þótt víðar verði leitað. Stykkishólms- hreppur rekur hótelið en forstöðu veitir þvf Jónína Pétursdóttir, sem er vön slíkum rekstri. GÓÐAR HORFUR. Veturinn hefir verið mjög mild- ur, en aftur á móti hefir vorið ver- ið kalt og þessvegna allur gróður seinni en gera hefði mátt ráð fyrir. Samt hefir batinn komið vel þegar hann kom og nú þýtur gróður upp. Almennt er hér lokið að láta niður í garða og vorverk öll í fullum gangi. Fénaðarhöld hafa verið með betra móti og sauðburður hefir gengið vel. Þó hefir hjá einstaka manni orðið misbrestur á slíku, en ekki svo kvartandi sé undan. Ef eins miðar áfram og nú virðist vera, mun sláttur hefjast hér á venjulegum tíma og jafnvel fyrr. Eggjataka var svipuð og undan- farið og ekki hefir heyrzt um mik- il brögð að því að minnkur legðist í varp, enda hefir hann minnkað frá því sem var um hríð, en þá voru menn mjög uggandi um varp- lönd sín. Þó mun hann ekki út- rýmdur og er langt í land með það, en um aukningu er ekki að ræða. MYNDIR ÓSVALDS. Sýningar á myndum ósvalds Knudsen voru hér f samkomuhús- inu og var gerður góður rómur að þeim, enda myndirnar allar ljóm- andi vel teknar. Sérstaka athygli manna vakti myndin eldur í Öskju og er hún meira en þess virði að menn sjái hana. Bæði tal og eins tækni myndarinnar er slík að un- un er á að horfa fyrir utan gildi hennar sem fræðslumynd, Sama var að segja um myndina Öræfa- slóðir sem er bæði vel tekin og fróðleg í alla staði. Er fólk þakk- látt fyrir þessa ágætu sýningu. JARÐABÆTUR. Mikið er nú unnið að allskonar Mestu umbætur í þógu blökkufólks /100 ár Kennedy Bandaríkjaforseti hefur nú lagt fram frumvarp sitt um réttindi blökkufólks fyrir þingið og sent því boðskap frumvarpinu til stuðnings. Af boðskapnum er greinilegt, að forsetinn býst við langrí og harðri baráttu á þingi, og leggur til, að það haldi áíram störfum hvíldarlaust þar til frumvarpið hefir fengið afgreiðslu. 1 fréttum frá Washington segir, að frumvarpið feii f sér mestu umbætur blökkufólkinu til handa í 100 ár. Samkvæmt frumvarpinu fær það jafnrétti á atvinnusviðinu, það fær jafnan rétt við hvíta menn að því er varðar aðgöngu á gistihús- um og sama rétt til að neyta mál- tíða á matsölustöðum, en allt þetta hefir leitt til margra og alvarlegra árekstra á liðnum tímum — og í frumvarpinu eru ákvæði um, að blökkufólkið skuli hafa sama kosningarétt og hvftir, og ákvæði um hversu hraða skuli að blakkir nemendur skuli fá sama rétt og hvítir til setu í öllum skólum lands- ins. öidungadeildarþingmenn frá Suðurríkjunum hóta að beita mál- þófi til að hindra framgang máls- ins, en blökkumenn hóta f móti „þjóðargöngu" blökkumanna til Washington til þess að hindra þingmennina í þessu áformi.. Kennedy forseti heldur áfram viðræðum sínum við fulltrúa jarðabótum hér í sýslu á vegum Ræktunarsambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, sem hefir yfir að ráða 4-5 jarðýtum og skurðgröf um, auk þess sem það er nú að fá nýja skurðgröfu og eru nóg verk efni fyrir hendi. Starfsemi sam- bandsins eykst ár frá ári og varð árið 1962 eitt hið verkefnamesta í sögu félagsins. Formaður og ráðu nautur sambandsins er Gunnar Jónatansson, Stykkishólmi. SÆMILEGUR AFLI. Afli trillubáta hefir verið sæmi- legur í vor og hafa nokkrir bátar róið héðan. Sl. hálfan mánuð hefir aflinn verið hæstur um 9 lestir á bát. Aflinn fer til vinnslu í fisk- iðjuverunum hér í bænum. BARNAHEIMILI TEKUR TIL STARFA. Barnaheimili st. Fransiskusystra á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi er tekið til starfa og er aðsókn að þvi ágæt og komast færri að en vilja. Hafa systurnar um iangt skeið rekið hér myndarlegt barnaheimili og oft dvalizt þar i einu yfir 30 börn. — Fréttaritari. Ósamið v/ð Dagsbrún I kjölfar þeirra samninga, sem | atvinnurekendur og verkalýðs- I félögin fyrir norðan gerðu í síð- ustu viku ,hefur verið samið ' við Iðju, félag verksmiðjufólks, og eru þeir samningar með Iíku . sniði og þeir fyrmefndu. Enn er eftir að semja við Dagsbrún. Var fundur haldinn í i 1 fyrradag kl. 5—7 án árang- , urs, og til annars fundar hefur ekki verið boðað. Aðiiar munu þó hafa haft samband sln á I milli. í gær. stétta, nú seinast kennarastéttar- innar, á morgun lögfræðinga, og hann hvetur leiðtoga jafnt blakkra sem hvitra að vinna að málum með friðsamlegu móti. Seinustu fréttir herma, að Kennedy muni I Jag tala við dr. Martin Luther King, einn höfuðleiðtoga blökkumanna. Fréttamenn segja það engar veginn víst, að allir blökkumanna- forsprakkar lofi forsetanum að heyja farbáttuna friðsamlega — það fari eftir því hvort ofbeld verði beitt áfram í Suðurríkjunum Þolinmæði blakkra sé víða á þrot- um. Feikna mannfjöldi var í gær í götum Washington er lik Medgai Evers, blökkumannsins, er laun myrtur var, var flutt í þjóðarkirkji garðinn i Arlington, og greftrac með „fuilum hernaðarlegun heiðri“, eins og þegar um hetju þjóðarinnar er að ræða, er fallii hafa á vígvelli í þágu hennar, eðí innt af hendi ævistarf f alþjóða þágu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.