Vísir - 21.06.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 21.06.1963, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Föstudagur 21. júní 1963. VISIR ✓ i % (Jtgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. R'tstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: rvxel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingai og «*greiðsla Ingóifsstrœti 3. Askriftargjald er 65 krónur á mánuði. ! lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Kynþáttahatur Nýlega hafa samtök íslenzkrar æsku vakið athygli þjóðarinnar á þeim kynþáttaofsóknum, sem eiga sér stað í Suður-Afríku. Þar er farið með hina þeldökku ibúa landsins eins og skepnur. Þeir njóta í fac tu jafn- réttis á borð við hvíta menn og markvisst er stefnt að því að reyra þennan meiri hluta þjóðarinnar í viðj- ár fákunnáttu, einangrunar og fátæktar. Framkoma stjórnar Suður-Afríku líkist í þessu máli engu meir en starfsaðferðum nazista þegar þeir áttu við „óæðri“ kynþætti að etja og hlýtur að vekja viðbjóð og hryll- ing allra frjálshuga manna, hvar í veröld sem er. Það er vel að Æskulýgssamband íslands skuli hafa kynnt þennan skuggakafla í stjórnarfari þessa ríkis fyrir íslendingum. Okkur þykir langt til Suður-Afriku og mörgum þykir litlu skipta hvað þar gerist. En það er misskilningur. Kúgun og misrétti varðar okkur jafn miklu, hvar sem það gerist á hnettinum — hvort sem það ’er í Sovétríkjunum, Bandaríkjunum, Afríku eða á okkar eigin heimahlaði. Sú andlega leti er hættu- Ieg, sem fær menn til að yppta öxlum og láta sér fátt um finnast, þegar þeir heyra sögur af slíku misrétti. Þessa dagana berst forseti Bandaríkjanna fyrir því að fá samþykkt frumvarp um jafnrétti blökkumanna í reynd í Bandaríkjunum. Jafnrétti í orði hafa blökku- menn lengi haft þar, en ekki á borði. Frumvarpið sýnir vilja Bandaríkjastjómar til þess að útmá kyn- þáttamismuninn, sem verið hefur í landinu. Það er ekki auðvelt mál að fást við, heldur stórkostlegt vanda- mál, ekki síður í Bandaríkjunum en Suður-Afríku. En munurinn er hér sá, að stjóm Bandaríkjanna reynir til hins ýtrasta að útmá misréttið, gegn harðsvíraðri andstöðu íhaldsmanna. En stjóm Suður-Afríku vinnur hins vegar að því öllum árum að auka það og rót- festa. Þar skilur á milli feigs og ófeigs. Afkoma Loftleiða Það er ástæða til þess að óska Loftleiðum til ham- ingju með afkomuna á síðasta ári. Reksturinn hefur gengið afburða vel, þrátt fyrir harðnandi samkeppni á leiðir.ni yfir Atlantshafið og verkfall, sem olli félag- inu milljónatjóni. Loftleiðir hafa sýnt að við íslendingar getum rekið fyrirtæki í harðri alþjóðasamkeppni með hinum prýði- legasta árangri. Við félagið keppa mörg erlend flug- félög, sem njóta ríkisstyrkja. Loftleiðir hefur enga slíka styrki. Félagið hefur unnið sína sigra af eigin ramm- leik. ti : m mm II i Eftirmaður Lundúnablöðin skýra frá mikilli togstreitu innan íhaldsflokksins brezka um það hver taka skuli við af Mac- millan forsætisráðherra, sem talið er víst að muni láta af embætti bráðlega vegna Profumo-málsins. S; Heath. Frásagnir blaðanna benda til, að allmikið þyki við liggja, að finna eftirmann fljótlega. Fram að þessu hafa þessir helzt verið til nefndir, sem líklegastir til þess að verða fyrir valinu: R. C. Butler varaforsætisráðherra, Reginald Maudling fjármálaráð- herra, Hailsham lávarður vís- indamálaráðh., Edward Heath, innsiglisvörður, sem fór með samninga um aðild að EBE, Home lávarður, utanrfkisráðh., og Ian McLeod, leiðtogi íhalds- flokksins á þingi og samformað- ur Ihaldsflokksins (formenn flokksins eru tveir) — og einn- ig var sagt í vikunni, að ef miklir erfiðleikar yrðu á að ná samkomulagi, gæti svo farið, að stjarna Selwyns Lloyd færi aft- ur hækkandi, en hann er nú ekki í tölu ráðherra, — gegndi áður mikilvægum ráðherraemb- ættum, fór með utanríkismál og fjármál. Horfurnar um hver muni að lokum verða fyrir valinu, geta að sjálfsögðu breytzt dag frá degi, líklegastir eru nú taldir Butler eða Maudling, en fylgi Heath’s, sem virtist allmikið um tíma, hefur minnkað. Daily Mail sagði í fyrradag, að ef til vill væri Maudling sig- urstranglegastur, — hann sé í miklu áliti bæði meðal flokks- manna og andstæðinga, og á bezta aldri til þess að taka við starfinu, en hann er 46 ára, en á hinn bóginn hafi Butler meiri stjórnmálalega þekkingu og Macmillan. yggis, og gert Táð fyrir fundi þeirra. Mikla athygli vöktu ummæli James Callaghans úr Verka- Iýðsflokknum, fjármálaráðherra- efnis hans, en hann sagði í Macmillans reynslu, en hann er maður sex- tugur, og að margra ætlan mundi virðingu og áliti flokks- ins bezt borgið í höndum hans. Hailsham Iávarður er maður dugandi og áhugasamur og hinn mikilhæfasti maður, en hann mundi ekki geta tekið sæti f neðri málstofunni eins og sakir standa, og er það óheppilegt. Þess má geta, að fyrir málstof- unni er nú lagafrumvarp um að lávarðar geti afsalað sér rétti til setu í lávarðadeildinni og fái rétt til setu í neðri málstof- unni, en Iýst hefir verið yfir af McLeod, að lög um þetta gangi ekki í gildi fyrr en frá upphafi næsta þings að telja. Jafnaðarmenn vilja hins vegar að lögin gangi f gildi þegar, er þau hafa verið afgreidd frá þing inu og undirrituð. Meðal" þess, sem gerzt hefur í Profumomálinu nú f vikunni er það, að Ian McLeod lagði fyrir þingið tillögu um vítur á John Profumo fyrir að segja þinginu ósatt 22. marz s.I., en með þvf hafi hann sýnt þinginu virðingarleysi. Þá hafa farið fram bréfaskipti milli Macmillans og Harolds Wilsons leiðtoga stjórnarand- stöðunnar um hvaða frekari ráð stafanir skuli gera vegna Pro- fumomálsins með tilliti til ör- fyrradag, að hann væri þeirrar skoðunar, að Macmillan ætti ekki að segja af sér vegna Pro- fumomálsins, þar sem hann bæri ekki ábyrgðina á því, en hann ætti að girða fyrir frekari óvissu með því að boða til almennra þingkosninga á hausti komanda (í október). Framh. á bls. 5 Butler. Maudling. Rannsókn þjóðkirkjupresta á jkenningum Sigfúsar Elíassonar Vísi hefur borizt fréttatil- kynning frá Dulspekiskóla Sig- fúsar Elfassonar, sem óskast birt f blaðinu. Fyrir nokkru síðan — nánar tiltekið, rúmlega ári — fór Sigfús þess á Ieit við biskupinn yfir lslandi, að hann skipaði tvo þjóðkirkjupresta f nefnd, er hafa skyldi það hlut- verk með höndum að rannsaka kenningar og fræðslustarfsemi Sigfúsar. Voru þeir sr. Árelíus Níelsson og sr. Jón Thoraren- sen valdir tii starfans, og héldu þeir alls 6 samræðufundi með Sigfúsi, þar sem dularkenningar hans voru teknar ýtarlega til meðferðar. Að rannsóknarstarf- inu loknu voru umsagnir nefnd- arinnar afhentar embætti bisk- upsins, kirkjumáiaráðuneytinu og borgarráði. Umsögn sr. Jóns Thoraren- sen: „Það vottast hér með, sam- kvæmt kynnum mínum við Sig- fús Elfasson, að ég tel hann göf- ugan og hjartahreinan mann — og dulspekingur er hann, og hef ég heyrt í fræðum hans það, sem er fagurt og heillandi — en þar sem ég er Iítið innvígður þessum kenningum hans, brest- ur mig eðlilega þekkingu til þess að kveða upp dóm um gildi þeirra”. Umsögn sr. Árelfusar Nfels- sonar er allmiku lengri, en hann telur Sigfús „grandvaran og heiðarlegan mann, i allri fram- komu og útliti líkan þeim, er Framh. á bls 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.