Vísir - 21.06.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 21.06.1963, Blaðsíða 16
VÍSIR Nýlega kvað Gunnlaugur Briem sakadómari upp dóm i sakadómi Reykjavíkur yfir próflausum öku- manni, sem valdur var aö bana- slysi á Miklubraut s.l. janúarmán- uöi. Pilturinn sem ók bifreiðinni var ínnan 17 ára aldurs og hafði ekki náð Iöglegum aldri til ökuréttinda. Hann hafði komið vestan Hring- braut, ekið um Miklatorg og var nýbúinn að beygja inn á Miklu- braut þegar fótgangandi kona, sem var á leið suður yfir götuna, lenti fyrir bifreiðinni og varð undir henni. Konan lézt af völdum meiðsla sinna strax sama kvöldið. Dómarinn leit svo á að ökumað- urinn sem valdur var að slysinu hafi ekið of hratt miðað við að- stæður og ekki sýnt nægilega að- gæzlu, enda var skyggni ekki gott. Pilturinn var dæmdur f 5 þús. kr. sekt og sviptur ökuréttindum í 18 mánuði frá 17 ára aldri, þ. e. þeim tíma sem hann öðlast réttindi til bílprófs. Honum var og gert að greiða sakarkostnað. Föstudagur 21. júní 1963. i Gunnlaugur Briem hefur og fellt dóm í öðru umferðarináli, sem skeði um líkt leyti f vetur. Atvik málsins voru þau að nótt eina um miðnæturleytið hafði maður yfir- gefið bifreið sfna um stundarsakir á bflastæði við Heilsuverndarstöð- ina og skilið bifreiðina eftir í gangi. Á meðan bifreiðin var mannlaus bar að drukkinn mann, sem fór inn í hana og ók henni af stað. Hann ók henni nokkurn spöl eftir Barónsstígnum unz hann Framh. á bls. 5 Sigurður Sigurðs- son fyrrv. sýslu- maður látinn 1 kvöld, annað kvöld og á sunnudagskvöld verða frönsk kvöld í Súlnasalnum á Hótel Sögu og standa að þeim franska ferðamálaráðuneytið, Ferðaskrif stofan Sunna, vöruhúsið Galerie Lafayette í París og snyrtivöru- fyrirtækið Coryse Salomé í París. Frönsk kvöld voru haldin hér í fyrra með frönskum mat, tón- list og skemmtiatriðum og þóttu þau takast mjög vel. 1 ár verður það til nýbreytni að franskar tfzkusýningadömur frá París munu sýna Parfsartfzkuna, 50 modelklæðnaði, kápur, kjóla og dragtir. Milli sýningaratriða seg ir Mlle Martin, skólastýra snyrti Framh. á bls. 5 Giovanni Battista Montini kardináli f Milanó er 65 ára að aldri, sonur ritstjóra, er einnig var þingmaður um skeið. Mont- ini hlaut prestsvfgslu árið 1902, starfaði fyrst sem sóknarprestur en hefur verið starfsmaður Vati- kansins í 30 ár samfleytt. Montini kardínáli er í hópi frjálslyndari kirkjuhöfðingja ka- þólsku kirkjunnar. Með kjöri hans er talið vfst að stefnu Jó- hannesar 23. verði fylgt. Montini Sigurður Sigurðsson fyrrv. sýslu maður Skagfirðinga lézt að Sól- vangi f Hafnarfirði í gærkveldi eftir langa sjúkdómslegu, hálfátt- ræður að aldri. Sigurður fæddist að Vigur í ísafjarðardjúpi 19. september 1887 sonur síra Sigurðar Stefánssonar alþm. og konu hans Þórunnar Bjamadóttur. Að stúdentsprófi Framhald á bls. 5. Sigurður Sigurðsson Frönsku sýningarstúlkumar, Michele t. v. og Dominique t. h. Myndina tók Ijósm. Vísis I. M. í morgun í anddyri Hótel Sögu. <S>------------------------------------------------------------------ í KVÖLD Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavfk efnir til kvöld fagnaðar í Sjálfstæðishúsinu, Hótel Borg, Þjóðleikhúskjallar- anum og Glaumbæ í kvöld kl. 20.30 fyrir starfsfólk D-Iistans við alþingiskosningarnar. Stutt ávörp verða flutt á öllum stöð- unum. 1 Sjálfstæðishúsinu og Hótel Borg mun Kristinn Halls- son syngja einsöng og Jón Gunn laugssón skemmta með eftir- hermum. 1 Þjóðleikhúskjallar- anum og Glaumbæ mun Ómar Ragnarsson og Savannatríóið skemmta. Loks verður stigin dans til kl. 1 eftir miðnætti. Dóntw í banaslyssmáli Kardinálar kaþólsku klrkjunn- ar hafa kjörið Montini kardfnála eftirmann Jóhannesar 23. Var þetta tilkynnt í morgun. / dag Bifreið fyrir 100 kr. Taunus - Volkswagen - Austin Gipsy Heppnin ræður Dregið í kvöld Ckki frestað Verzlunarfólk fær 7,5 % kauphækkun frá 1. júlí Happdrætti Sjálfstæðisflokksins Samkomulag hefur náðst milli vinnuveit- enda og verzlunarfólks um kaup og kjör í sum- ar. Er samkomulagið hliðstætt því, sem gert hefur verið við önnur launþegasamtök. Er sam ið um 7.5% hækkun frá og með 1. júlí til 15. októ ber í haust. Aðilarnir að samkomillaginu eru Vinnuveitendasamband Isl., Vinnumálasamband samvinnu- félaganna, Félag fsl. iðnrekenda og Landssamband verzjunar- manna. Samið er um 7,5% hækkun og auk þess er sam- komulag um að vinna að endur- skoðun og gerð heildarkjara- samninga verzlunarfólks þann tfma sem samkomulagið gildir. Þá voru öðrum þræði gerðir samningar við VR, Verzlunar- mannafél. Rvíkur, sem eru sam hljóða þeim fyrri, en auk fyrr- greindra aðila var þar samið við kaupmannasamtökin, Fél. ísl. stórkaupmanna, Verzlunar- ráð ísl. og Kron. Samningarnir eru allir gerðir með þeim fyrir vara að þeir verði samþykktir af hlutaðeigandi stjórnum og félögum. Engir formlegir fundir voru haldnir milli vinnuveitenda og Dagsbrúnar f gær, og fundur ekki boðaður. Hins vegar verða viðræður í kvöld við verkam.- fél. Hlíf í Hafnarfirði og ákveðn ir hafa verið fundir með félög- unum Framsókn í Rvík og Fram tíðinni í Rvík. Munu þeir verða á mánudag kl. 4. Fleiri samningar mun vera á döfinni. M0NTIN! kjör- mn i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.