Vísir - 21.06.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 21.06.1963, Blaðsíða 15
V1SIR . Föstudagur 21. júní 1963. ERCOLE PATTI: Það var allt ferskt og rakt í sveitinni eftir rigninguna daginn áður. Grasið var grænt og safa- inikið og mjúkt eins og dúnn. Það var góð angan, sem barst að vit- um Marcello, þar sem hann sat við hlið hinnar nýju kunningja- stúlku sinnar, í mjúku sætinu. Hann virti hana fyrir sér, veitti því athygli hvernig hvítt pilsið, gert af einhverju mjúku efni, lafði nið- ur milli hnjánna, og fagrir þótti honum fætur hennar. Hún var í lághæla skóm. Og hún virtist ekki þurfa að stíga nema svo undurlétt, til þess að auka eða minnka benzín gjöf og beitti vart hemlum, né virtist hún þurfa nema að styðia létt á stýrishjólið, og hreyfingar fót anna og handleggianna gullfrekn- óttu voru í svo dásamlegu sam- ræmi og stjórn hennar. svo ná- 1 kvæm og örugg'sem hún og bíllinn - væru eitt. Og Marcello veitti athygli fögr- um hliðarsvip hennar, kinninni, smáum eyrunum, hárinu jarpa og perluhvítum tönnunum milli rauðra vara og aðeins vottaði fyrir efri- varar-dún næst munnvikunum. Þau óku nú fram hjá hæðunum nálægt Monterosi, milli grænna akra, sem eins og gengu í bylgj- um. Og nú kom smávatn í aug- sýn. — Er það ekki dásamlegt? sagði Elenora. Það kemur yfir mann Iöng un til að stinga sér. Hún hægði á sér og stöðvaði bílinn. Framundan glitraði Monterosivatn sem blá- grænn gimsteinn í fagurgrænni um gerð. — Nú skulum við líta á uppdrátt inn og athuga hvert við erum að fara. Hún tók uppdrátt úr geymslu- hólfinu. Um leið datt lítill kven- vasaklútur úr hólfinu. — Þér misstuð vasaklútinn yð- ar, sagði Marcello og beygði sig til þess að taka upp klútinn. — Ég á hann ekki, sagði Elen- ora brosandi og tók hann milli fingra sér. Einhver af vinstúlkum föður míns hlýtur að eiga hann. Ég finn oft varalit og hárnálar í bílnum og hendi þessu bara. Það mundi aldeilis heyrast hljóð úr horni, ef mamma kæmist að þessu. — Það lítur út fyrir, að faðir yðar sé talsverður Don Juan? — Hann er nú meiri karlinn — og sækist helzt eftir stúlkum á mfnum aldri. — Það er að segja stúlkum um tvítugt. — Jafnvel yngri. Pabbi er mikill fjörmaður, skal ég segja yður. Hann er ekki orðinn fimmtugur, en samt ... Elenora skoðaði vasaklútinn og jafnvel lyktaði af honum. — Býsna snotur — og hún not- ar fyrsta flokks ilmvatn. Og vara- liturinn beztu tegundar. Ég held, að ég verði að þvo klútinn og af- henda pabba hann. —Hann myndi fara allur hjá sér, ef hann kæmist að því að þér hefð- uð uppgötvað þessi levndarmál hans. — Nei. nei, engin hætta. Hann segir mér jafnvel stundum frá bess um ævintýrum sínum. — Og trúið bér honum líka fvrir vðar levndarmálum, ef nokkur eru? — Endrum og eins — sumu að minnsta kosti. Elenora breiddi unpdráttinn vfir stýrishíólið. — Við getum bæði skoðað hann sagði hún. Marcello hailaði sér nær henni Þau sátu þarna nú næstum kmn við kinn. — Hérna er Monterosi, bar sem við erum. Næsti staður er Roncigli one, sagði Marcelio og rýndi á upp- dráttinn, en hugur hans var meira við hina sætu angan, sem barst af hinni ungu stúlku að vitum hans. — En áður en við komum til Roncoglione, er þessi vegur til hægri, en hann liggur til Civita Castellana. Þetta er annars flokks vegur, það er sá sem er með gui- um lit. Kannske gætum við fundið veitingahús þar. — Eða við gætum haldið til vinstri. Kinnar þeirra snertust, er hann hreyfði sig, 1 en hún hreyfði sig ekki, og hann kyssti hana létt á kinnina. Hún vék undan eins og henni hefði mjög brugðið. — Það vaknaði ný og áður ó- þekkt tilfinning í brjósti mínu við að kyssa kinn yðar. — Við hvað eigið þér? spurði Elenora og roðnaði lítið eitt. — Mér fannst sami hreinleikans og mýktarinnar blær á kinn yðar og ég get hugsað mér að sé á litlu barni, sem nýbúið er að baða og strá á ilmdufti. Elenora var hugsi á svip og sagði svo: — Þrátt fyrir óvanalega samlík- ingu, geðjast mér að gullhömrun- um. Þau óku af stað og námu staðar fyrir utan gistihús. í forgarði þess var allt fullt af hænsnum og kjúkl- ingum. Gestgjafinn kom og hrakti burt tvo, sem voru að spígspora á borði í laufskála, lagði pappírs- dúk á borðið og lagði á það. Sköll- óttur hundur með dapurt augnaráð kom og settist á hækjur sínar hjá Elenoru og lagði höfuð sitt á kné hennar. Fjörugir spörvar voru á einlægu iði, svo að það var eins ög skotið væri án afláts smáum örvum. Móðurlega og dálítið feimnislega bauð Elenora Marcello að taka dá- b'tið af spaghetti-réttinum, sem var á diski hennar, því að hún hafði fengið allt of stóran skammt, og Marcello hugsaði sem svo: Ég ætt.i kannske að ganga að eiga þessa stúiku og brevta aigerlega um lifn- aðarháttu? Við gætum búið f lítilli, nýtízku fbúð f einu nýja hverfinu, kannske Viale Eritrea þá losna.ði ég við að ganga um þessa leiðin- legu forstofu f húsinu við Via Boe- ^io, bar sem alltaf er bessi eas- b'kt f ioftinu. Þá byrf+i ég ekki að búa lengur f gamaPi íbúð. bar sem ailt er fullt af gömlum hi'is- '•ögniim. leoparðaskinnum. skiöld- um, sverðum o? sniótum o<? bvs=- um uon um alla vegm, Oe bá vrði '’ufrin gömul kerling í eama'dans •’ldhúsinu on ée hefðí annaó oe ceeurra á að horfa. liti ée út um uluggann en búð kolahaunmann=- !ns handan gö'--nnar. t nviu fhú«- inni minni með F.Ienorn mnniii æ- h’nna hamioeiu og e'eðí Fn hefði áemtf nmði og eæti t-F-ifað fvrir- tak= rif-Trgrðír. tekið fn*ðhófa.mróf orðið háskólokennarf og lifað -knmmfi'egu iffi samtfmis spm én | hgfðí viðfangcefn i við m'tf hæfi i Ég mundi fara snemma á fmtnr oo í "inna meðan Flenora svse.fi. Um hádegi mundi éa vera • húinn að afka.sta falsverðu verki dag hvern og sfðdenis gæti ég skemmt mér með uneu konunni minni Og heg- ar veður væri sérstakiega gott mvndum við aka uon í sveit. Og við mvndum eignast börn. Þessi mynd. sem hann dró upp f huganum, var eins ánægiuleg á að horfa og fiailalækurinn, sem fossaði niður hlíðina, jafnvel þótt nokkurs efa gætti f huga hans um að þetta gæti nokkurn tíma rætzt. Eða — gat þessi draumur rætzt? Því ekki? Hann reyndi að telja sér trú um, að hann þyrfti ekki annað að gera en að stappa í sig stál- inu, stæla viljann, það var bara undir því komið, að hann væri nógu stefnufastur og hugrakkur. Heslihnotubrúnu augun hennar Elenoru hvíldu á honum. Hún studdi oinbogunum á borðplötuna og hann þðttist geta lesið úr svip hennar, að frá henni væri ekkert til fyrirstöðu, að draumurinn gæti rætzt. Á leiðinni til Rómaborgar, er þau höfðu numið stáðar til þess að njóta útsýnisins, lagði hann báðar hendur að vöngum hennar, sneri henni hægt að sér og kysstj hana á munninn. — Hvers vegna kysstuð þér mig? spurði hún. — Af þvf að mér geðjast svo ákaflega vel að yður. — Mér geðjast lfka vel að yð- ur. Og þeim kom saman um að hitt- ast oft. * — Hringið til mfn, sagði Elen- ora. Nafnið mitt er í símaskránni. — Þér hafið ekki enn sagt mér ættarnafn yðar, sagði hann. Ég veit bara, að þér heitið Elenora. En það er gullfallegt nafn. — Ég heiti fullu nafni Elenora Curtatoni. — Hvað? — Curtatoni. — Eruð þér skyldar Curtatoni verkfræðingi? — Hann er faðir minn. Vissuð þér það ekki? Hann þekkir yður? — Jú, en ég þekki hann líka. Ég vissi ekki, að hann er faðir yðar. Þetta kom eins og reiðarslag ýfir Marcello. Og hann sá allt f einu fyrir hugskotsaugum sínum andlit Önnu. En í hans augum var nafn Curtatonj óafmáanlega tengt henni. Sársaukinn vegna kynna þeirra myndi aldrei hverfa úr huga hans með öllu, — sársaukinn, sem þessi kynni höfðu valdið og gróf framkoma Curtatoni gagnvart Önnu. Þessi sár gætu virzt gróin — það gátu liðið vikur, svo að hann verkjaði ekki í þau, en það hafði alltaf farið svo, að það hljóp illt í þau á ný, og sársaukinn var þá engu minni. Jafnvel þótt hann gleymdí önnu gersamlega, jafnvei þótt hann yrði ástfanginn í ann- arri, þótt mörg ár liðu — þá myndi nafn Önnu koma fram í hugann endrum og eins og hann myndi kenna til á ný. Hann virti fyrir sér dóttur Curta toni, þar sem hún sat við stýrið og horfði upp og -f^anj, ,.á. veginn framundan. Fléttan hennar hafði aflagazt svolítið, er hann kyssti hana, og nú lék nætursvalinn sér að hárinu hennar, því að þau óku með opna glugga. Hann fór að virða hana betur j fyrir sér og þóttist nú sjá svip : með henni og föðurnum. Ættarmót- ið leyndist ekki. Einkum voru það augun og nefið — hvorttveggja minnti hann mjög á Curtatoni. Og jafnvel raddhreimurinn, en hún var eins fögur og fíngerð og hann var. Ijótur og grófur. Samt voru þau Iík. Sama blóð. Sami kjarni. Og bar það ekki lostakennd vitni, hvernig hún kom til móts við hann, er hann kyssti hana? Bjó hún yfir hinu sama, sem lesa mátti í and- liti föður hennar? Kannske hafði hann sagt henni frá Önnu. smá- stjörnunni frá Scalera, sem gott var að geta hlaupið til, svona til tilbreytingar, haft að leikfangi, — smástjörnunni, sem ekki átti heima á hans vanalega vettvangi yfirstétt ar og kaupsýslufólks — smástjörn- unni, sem var og alltaf hlaut að — En ég hátta mig auðvitað aldrei hérna. Hárgreiðslustofan HÁTÚNI 6, sími 15493. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72. Sími 14853. Hárgreiðslustofan PIROLA Grettisgötu 31, sími 14787. Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugaveg 13, sími 14656. Nuddstofa á sama stað. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugaveg 18, 3. hæð (lyfta). Sími 24616. Hárgreiðslustofan Hverfisgötu 37, (horni Klappar- stígs og Hverfisgötu). Gjörið svo vel og gangið inn. Engar sérstakar pantanir, úrgreiðslur. P E R M A, Garðsenda 21, simi 33968 — Hárgreiðslu og snyrti- stofa. Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin. Sími 14662. Hárgreiðslustofan Háaleitisbraut 20 Sími 12614 SesumSsiusir næ8©Bis@vScar Hinn dularfulli, ókunni maður reynir að flýja, en hann veit ekki hTersu algerlega lokaður dalur- inn er. Tarzan og Ito þjóta þáð- ir á eftir honum, og Ito hrópar: Hann er enginn vinur okkar, Tarzan. Ég held að það sé bezt að kála honum. Ito er fullur af ungæðislegu bráðlæti, en Tarzan hefur meiri þolinmæði: Stanz- aðu, Ito. Láttu mig sjá um hann, 11 og ekki kasta exinni. a >^BgBtnesaMKras ••ygag aawagaaai

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.