Vísir - 02.06.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 02.06.1965, Blaðsíða 2
iii i; '-i _ SíÐAN Fólkið Alltaf jafn vinsæl frétt- unum Gína Lollobrigida hefur oft orð ið að þoka um stund fyrir með systrum sínum, sem hafa meiri gæfu f kvikmyndaverunum, en alltaf skýtur henni upp aftur því kvikmyndahúsagestir v'ilja sjá hana aftur og aftur. Þess- vegna er hún stöðugt vinsæl leikkona. Framundan hjá henni eru hlutverk bæði í frönskum og Itölskum myndum, en á myndinni, sem hér fylgir með, er hún með verðlaunin sem hún hlaut fyrir síðustu mynd slna „Imperial Venus." Toulouse-Lautrec Maðurinn sem hér sést I gervi hins fræga franska málara, Toulouse-Lautrec er enginn listamaður. Alla vega ekki I kvikmyndalist. Hann heitir Harrison Marks og er bæði frægur og alræmdur fyrir djarf ar ljósmynd'ir af konum og gef ur árlega út aimanak með fram leiðslu sinni I þeim efnum. Nú hefur hann fundið upp á þvl að framleiða mynd með sjálfum sér og um sjálfan sig. Hún á að heita „The World of Harrison Marks.“ í henni mun hann leika marga fræga menn.. en alltaf umkringdur af fyrirsætum. Hann stendur sjálfur straum af kostnaðinum og gerir ráð fyrir m'iklum gróða. Sleikja sólskiniö í Rómaborg Bftlur Amerískar Bílaborgin Detroit er að verða svar Bandaríkjamanna við Liverpool hinni brezku. Maður nokkur, Berry Gordy jr. að nafni setti á stofn fyrir sex árum síðan hljómplötuforlag, sem hann kallaði „Motown", sem er stytting á „Motortown" (bllaborg) og réði til sín fjölda ungra og óþekktra listamanna. Meðal þeirra voru þrjár ungar stúlkur, sem nefndu sig „The Surprimes." Berry Gordy hefur nú sett þær fram fyrir skjöldu og seg- ir það vera svar sitt við bitlun um brezku. Og á því le'ikur eng inn vafi, þær eru ekki síður hárprúðari en Bítlamir og syngja dável I þokkabót. í sólskininu í Rómaborg brosa | þau fyrir ljósmyndarann, Britt . og Peter Sellers með dótturina Victoríu, sem er fjögurra mán- aða. I Róm ætlar Sellers-fjöl- skyldan að dvelja í 3 mánuði, | þar sem Peter mun verða við ( kvikmyndatöku. Post festum Vort líf er sýndarleikur, hver stund þess sett á svið. í þvísa þjóðleikhúsi við bjór og bítlaklið skökumst vér og skælumst aftur á bak og út á hlið ... Ein leiksýn'ing á ári er helguð hverri stétt. Með hornablæstri og ræðum er hátíðin sett. Húrra... hetjur dagsins! Heimtum vorn rétt... í blámóðu baksviðs burt frá strönd og ey, sé ekki verkfall má sjá hvar bruna fley. Sjómenn kyrja Búla-búla blítt á hverri gnoð, á ske'ið þeirra Múlabræðra skín hver þanin voð ... Hetjur hafs og sviðs róa rambinn hlið við hlið; síldargarpar.. sýndargarpar, sækja djarft á mið. Járnhausinn fékk sigur, með sitt le'ikaralið ... Kári skrifar: Na hefur sjómannadagurinn verið haidinn hátíðlegur með pomp og pragt, — Helgi sprettur og undirmenn hans á Járnhausnum reru lífróður og merkir menn héldu ræður. Samt fannst ýmsum, sem eitt- hvað vantaði á sjómannadag- inn. Mönnum fannst jafnvel vanta sjómenn. En hver skyldi orsökin vera. Jú, þeir eru reynd ar flest'ir farnir á sjóinn, því vetrarvertíðin er búin fyrir nokkru síðan, og sildveiðarn ar hafnar af fullum krafti. Og þeir einu, sem eftir eru til að halda hátíðlegan sjómannadag- inn eru landkrabbarnir. Hvern ig væri annars sú hugmynd, að sjómannadagurinn yrði færður aðeins fram,— væri til dæmis haldinn fyrsta sunnudag eft'ir lokadag? „Eiturbyrlarar“ í verkfalli. Verkamaður skrifar: „Ég skrifa ekki oft I blöð, en ég get ekki orða varizt, þeg ar brennivínssalarnir eru að fara I verkfall. Mér finnst það hálf ömurlegt, að menn sem hafa tug'i þúsunda 1 laun á mánuði skuli vera að boða verk fall, meðan verkamenn, lægst- launaða stéttin, er að reyna að fá örlitla launauppbót. Það halda kannski einhverjir, að „eiturbyrlarar, þ. e. a. s. menn, sem selja eitur, sé bráð nauðsynleg stétt i þjóðíélaginu. Það má vera, að e’inhverjum hafi þótt það fyndið fyrst í stað, en það er reyndar grát- legt hvað stéttasjónarmið geta leitt menn langt. Mér finnst að menn ættu að taka sig saman um að sýna, að eiturbyrlarar séu ekki bráðnauðsynlegir í neinni mynd.“ Verkaroaður. Hann Stefán Jónsson. Að lokum e'itt bréf frá Árna: „Ég vil koma fram þakklæti mínu fyrir þáttinn, sem hann Stefán Jónsson er með á sunnu dagskvöldum. Það er prýðis- skemmtilegt að fara fróðleiks ferðir með honum á ýmsa merka staði. Það er næstum sama hvað hann Stefán Jóns- son tekur sér fyrir hendur, það er alltaf bæði fróðlegt og skemmtilegt.‘‘ Árni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.